Minnir sig reglulega á að gjörsamlega allt er geranlegt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. apríl 2022 11:32 Tónlistarkonan Ragga Hólm elskar að dreifa gleðinni. BERGLAUG/Aðsend Ragga Hólm er ofurtöffari sem leggur mikið upp úr lífsgleðinni. Hún er tónlistarkona, útvarpskona og lífskúnstner og hefur hvað sérstaklega vakið athygli sem meðlimur í hljómsveitinni Reykjavíkurdætur. Tónlistin er hennar helsti innblástur í lífinu en Ragga er einmitt viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Ragga Holm (@raggaholm) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Ég er manneskja sem elskar að skapa, fann mér vettvang í tónlist og vinn í útvarpi þar sem ég fæ að blómstra. Ég er kona með stórt hjarta og vil að allir séu glaðir og hamingjusamir, þess vegna geri ég mjög mikið í því að reyna að vera gleðigjafi og færa fólki good vibes only orku. Hvað veitir þér innblástur?Tónlist númer eitt, tvö og þrjú og horfa á annað tónlistarfólk koma fram á tónleikum. Það er ekkert meira insperandi en að horfa á flotta tónleika og muna það að ef að maður leggur sig fram er gjörsamlega allt geranlegt. Það er bara í þínum höndum hvernig þú ætlar að koma þér á þann stað. View this post on Instagram A post shared by Ragga Holm (@raggaholm) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Fyrir mér er það að komast í aðeins í burtu frá áreiti og álagi. Ég reyni að vinna þannig að einn daginn komist ég svo í gott og verðskuldað frí. Fara til útlanda eða jafnvel bara út á land, þar sem ég bý í borginni. Ég gerði það áður fyrr að fara erlendis í frí og hlaða batteríin í öðru landi í minnst þrjá mánuði og kom svo heim stútfull af orku. Þar stundaði ég líkamsrækt, borðaði holt, svaf mikið og hugsaði ekki um neitt nema mína heilsu. View this post on Instagram A post shared by Ragga Holm (@raggaholm) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Ég er svo heppin að enginn dagur er eins. Ég byrja samt alltaf í útvarps stólnum á KissFm. Undanfarið hef ég hitt Reykjavíkurdæturnar mínar á hverjum degi, þar sköpum við og plönum framtíðina. Svo reyni ég að gera eitthvað upplífgandi með kærustunni og nýti kvöldið í faðmi hennar. View this post on Instagram A post shared by Ragga Holm (@raggaholm) Uppáhalds lag og af hverju? Þessi spurning er alltaf erfið.... Maður segir allt of oft „vá þetta er eitt af mínum uppáhalds lögum“! Núna er það örugglega Strong með London Grammar. Það er bara svo ótrúlega fallegt og tekur mig á einhvern ótrúlegan stað þar sem allt virðist vera geranlegt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=6drfp_3823I">watch on YouTube</a> Uppáhalds matur og af hverju? Hreindýrabollurnar hjá Valgerði, ömmu kærustunnar. Ég fer í einhvern annan heim þegar ég borða þær. Þá er það helst sósan. Takk fyrir þessar bollur Valgerður. Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Þetta er mesta klisjan en það er í alvörunni bara hvað maður á mikið af góðu fólki í kringum sig. Þetta er fólkið sem litar líf mitt og gerir það skemmtilegt. Svo er náttúrulega eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að spila erlendis með Reykjavíkurdætrum og fá að ferðast út um allan heim. Og að lokum takast á við ný verkefni. Eitt klárast og annað tekur við. Lífið maður. View this post on Instagram A post shared by Ragga Holm (@raggaholm) Innblásturinn Heilsa Tónlist Tengdar fréttir „Gæti ekki verið spenntari að takast á við þau verkefni sem eru framundan“ Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, gjarnan kölluð Beta, kom, sá og sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár ásamt systrum sínum, Elínu og Sigríði. Þessi lífsglaða kona hefur starfað sem söngkona og lagahöfundur í mörg ár og segir ótrúlega skemmtilegt að fá að vinna við og kenna tónlist. Beta er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. mars 2022 11:31 Fær drifkraft frá ömurlegum yfirlýsingum karlrembna Þorsteinn V. Einarsson er kynjafræðingur sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir samfélagsmiðilinn @karlmennskan sem hann heldur utan um. Í starfi sínu hefur Þorsteinn tekið viðtöl við fjölbreyttan hóp fólks um ýmis málefni og leggur upp úr mikilvægu samtali um femínisma, jafnrétti og ýmis samfélagsleg málefni. Þorsteinn er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 12. mars 2022 11:30 „Það væri eitthvað mikið að skipulagi dagsins ef fólk hefur ekki tíma til að anda“ Friðrik Agni er lífskúnstner sem er vanur því að halda mörgum boltum á lofti í einu. Í daglegu lífi reynir hann að tileinka sér yfirvegað viðmót og passar upp á að rækta það sem lætur honum líða vel. Friðrik Agni er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 5. mars 2022 07:00 „Innblásturinn er alls staðar ef þú ert móttækilegur“ MMA bardagakappinn Gunnar Nelson er þekktur fyrir yfirvegað viðmót og mikla velgengni í sínu fagi. Gunnar er 33 ára gamall tveggja barna faðir og maki Fransisku Bjarkar Hinriksdóttur, sálfræðings. Gunnar hefur meðal annars gaman að því að læra nýja hluti og passar sig að hafa augun opin fyrir innblæstri úr ýmsum áttum. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. febrúar 2022 11:30 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu. View this post on Instagram A post shared by Ragga Holm (@raggaholm) Hver ert þú í þínum eigin orðum? Ég er manneskja sem elskar að skapa, fann mér vettvang í tónlist og vinn í útvarpi þar sem ég fæ að blómstra. Ég er kona með stórt hjarta og vil að allir séu glaðir og hamingjusamir, þess vegna geri ég mjög mikið í því að reyna að vera gleðigjafi og færa fólki good vibes only orku. Hvað veitir þér innblástur?Tónlist númer eitt, tvö og þrjú og horfa á annað tónlistarfólk koma fram á tónleikum. Það er ekkert meira insperandi en að horfa á flotta tónleika og muna það að ef að maður leggur sig fram er gjörsamlega allt geranlegt. Það er bara í þínum höndum hvernig þú ætlar að koma þér á þann stað. View this post on Instagram A post shared by Ragga Holm (@raggaholm) Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu? Fyrir mér er það að komast í aðeins í burtu frá áreiti og álagi. Ég reyni að vinna þannig að einn daginn komist ég svo í gott og verðskuldað frí. Fara til útlanda eða jafnvel bara út á land, þar sem ég bý í borginni. Ég gerði það áður fyrr að fara erlendis í frí og hlaða batteríin í öðru landi í minnst þrjá mánuði og kom svo heim stútfull af orku. Þar stundaði ég líkamsrækt, borðaði holt, svaf mikið og hugsaði ekki um neitt nema mína heilsu. View this post on Instagram A post shared by Ragga Holm (@raggaholm) Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi? Ég er svo heppin að enginn dagur er eins. Ég byrja samt alltaf í útvarps stólnum á KissFm. Undanfarið hef ég hitt Reykjavíkurdæturnar mínar á hverjum degi, þar sköpum við og plönum framtíðina. Svo reyni ég að gera eitthvað upplífgandi með kærustunni og nýti kvöldið í faðmi hennar. View this post on Instagram A post shared by Ragga Holm (@raggaholm) Uppáhalds lag og af hverju? Þessi spurning er alltaf erfið.... Maður segir allt of oft „vá þetta er eitt af mínum uppáhalds lögum“! Núna er það örugglega Strong með London Grammar. Það er bara svo ótrúlega fallegt og tekur mig á einhvern ótrúlegan stað þar sem allt virðist vera geranlegt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=6drfp_3823I">watch on YouTube</a> Uppáhalds matur og af hverju? Hreindýrabollurnar hjá Valgerði, ömmu kærustunnar. Ég fer í einhvern annan heim þegar ég borða þær. Þá er það helst sósan. Takk fyrir þessar bollur Valgerður. Hvað er það skemmtilegasta við lífið? Þetta er mesta klisjan en það er í alvörunni bara hvað maður á mikið af góðu fólki í kringum sig. Þetta er fólkið sem litar líf mitt og gerir það skemmtilegt. Svo er náttúrulega eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að spila erlendis með Reykjavíkurdætrum og fá að ferðast út um allan heim. Og að lokum takast á við ný verkefni. Eitt klárast og annað tekur við. Lífið maður. View this post on Instagram A post shared by Ragga Holm (@raggaholm)
Innblásturinn Heilsa Tónlist Tengdar fréttir „Gæti ekki verið spenntari að takast á við þau verkefni sem eru framundan“ Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, gjarnan kölluð Beta, kom, sá og sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár ásamt systrum sínum, Elínu og Sigríði. Þessi lífsglaða kona hefur starfað sem söngkona og lagahöfundur í mörg ár og segir ótrúlega skemmtilegt að fá að vinna við og kenna tónlist. Beta er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. mars 2022 11:31 Fær drifkraft frá ömurlegum yfirlýsingum karlrembna Þorsteinn V. Einarsson er kynjafræðingur sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir samfélagsmiðilinn @karlmennskan sem hann heldur utan um. Í starfi sínu hefur Þorsteinn tekið viðtöl við fjölbreyttan hóp fólks um ýmis málefni og leggur upp úr mikilvægu samtali um femínisma, jafnrétti og ýmis samfélagsleg málefni. Þorsteinn er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 12. mars 2022 11:30 „Það væri eitthvað mikið að skipulagi dagsins ef fólk hefur ekki tíma til að anda“ Friðrik Agni er lífskúnstner sem er vanur því að halda mörgum boltum á lofti í einu. Í daglegu lífi reynir hann að tileinka sér yfirvegað viðmót og passar upp á að rækta það sem lætur honum líða vel. Friðrik Agni er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 5. mars 2022 07:00 „Innblásturinn er alls staðar ef þú ert móttækilegur“ MMA bardagakappinn Gunnar Nelson er þekktur fyrir yfirvegað viðmót og mikla velgengni í sínu fagi. Gunnar er 33 ára gamall tveggja barna faðir og maki Fransisku Bjarkar Hinriksdóttur, sálfræðings. Gunnar hefur meðal annars gaman að því að læra nýja hluti og passar sig að hafa augun opin fyrir innblæstri úr ýmsum áttum. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. febrúar 2022 11:30 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
„Gæti ekki verið spenntari að takast á við þau verkefni sem eru framundan“ Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, gjarnan kölluð Beta, kom, sá og sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár ásamt systrum sínum, Elínu og Sigríði. Þessi lífsglaða kona hefur starfað sem söngkona og lagahöfundur í mörg ár og segir ótrúlega skemmtilegt að fá að vinna við og kenna tónlist. Beta er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. mars 2022 11:31
Fær drifkraft frá ömurlegum yfirlýsingum karlrembna Þorsteinn V. Einarsson er kynjafræðingur sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir samfélagsmiðilinn @karlmennskan sem hann heldur utan um. Í starfi sínu hefur Þorsteinn tekið viðtöl við fjölbreyttan hóp fólks um ýmis málefni og leggur upp úr mikilvægu samtali um femínisma, jafnrétti og ýmis samfélagsleg málefni. Þorsteinn er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 12. mars 2022 11:30
„Það væri eitthvað mikið að skipulagi dagsins ef fólk hefur ekki tíma til að anda“ Friðrik Agni er lífskúnstner sem er vanur því að halda mörgum boltum á lofti í einu. Í daglegu lífi reynir hann að tileinka sér yfirvegað viðmót og passar upp á að rækta það sem lætur honum líða vel. Friðrik Agni er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 5. mars 2022 07:00
„Innblásturinn er alls staðar ef þú ert móttækilegur“ MMA bardagakappinn Gunnar Nelson er þekktur fyrir yfirvegað viðmót og mikla velgengni í sínu fagi. Gunnar er 33 ára gamall tveggja barna faðir og maki Fransisku Bjarkar Hinriksdóttur, sálfræðings. Gunnar hefur meðal annars gaman að því að læra nýja hluti og passar sig að hafa augun opin fyrir innblæstri úr ýmsum áttum. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 26. febrúar 2022 11:30