Sögufrægt hús flutt af Laugavegi til Keflavíkur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2022 07:01 Húsið var rifið upp í heild sinni í fyrrinótt. Aðsend/Grétar Hús sem rataði í fréttir árið 2017 vegna rottumítla var flutt af Laugavegi alla leið til Keflavíkur í fyrrinótt. Húsið er friðað og því stóð eigendum ekki annað til boða en að einfaldlega flytja það í heild sinni. Ráðist var í gagngerar endurbætur á húsinu eftir að þáverandi leigjendur urðu varir við einkennileg hljóð innan úr veggja hússins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að rottur héldu til í lögnum hússins og báru með sér rottumítla, sem bitu leigjendurna. Leigjendurnir fóru að finna fyrir útbrotum og urðu varir við bit en þau fengu síðar staðfest að um bit rottumítla væri að ræða. Mítlarnir nærast aðallega á blóði nagdýra en geta einnig lifað á fólki. Grétar Sigfinnur Sigurðarson núverandi eigandi hússins ber því þó vel söguna. Til stendur að dytta enn betur að húsinu í Keflavík en Grétar segir að meindýraeyðir hafi tekið húsið í gegn á sínum tíma. „Við keyptum þetta bara í fyrra, ég sá það einmitt þegar maður gúgglaði það einhvern tímann. Þetta var bara orðið gamalt hús og svolítið ógeðslegt. Það var eitthvað vesen þarna í kring en svo var fenginn einhver meindýraeyðir. Það er alveg búið að leigja þetta út í mörg mörg ár en við keyptum þetta bara í fyrra,“ segir Grétar Sigfinnur. Hann bætir við að húsið sé friðað og því hafi þurft að flytja það í heild sinni; alla leið til Keflavíkur. Lögreglan aðstoðaði við flutninginn en hann segir að framkvæmdir á borð við þessa séu vitaskuld alltaf nokkuð umfangsmikilar. Grétar fagnar því þó að vanir menn hafi aðstoðað við verkið og segir allt hafa gengið vel. „Við fengum Minjastofnun í lið með okkur og fengum leyfi fyrir þessu, svo erum við að fara að byggja upp á reitnum sem er núna meira í átt við götumyndina sem er þar á Laugaveginum. Þannig að þetta hús var svolítið út úr kú þarna.“ Eigandi segir að ráðist verði í enn frekari endurbætur á húsinu á nýjum stað.Aðsend/Grétar Húsnæðismál Reykjanesbær Reykjavík Húsavernd Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Ráðist var í gagngerar endurbætur á húsinu eftir að þáverandi leigjendur urðu varir við einkennileg hljóð innan úr veggja hússins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að rottur héldu til í lögnum hússins og báru með sér rottumítla, sem bitu leigjendurna. Leigjendurnir fóru að finna fyrir útbrotum og urðu varir við bit en þau fengu síðar staðfest að um bit rottumítla væri að ræða. Mítlarnir nærast aðallega á blóði nagdýra en geta einnig lifað á fólki. Grétar Sigfinnur Sigurðarson núverandi eigandi hússins ber því þó vel söguna. Til stendur að dytta enn betur að húsinu í Keflavík en Grétar segir að meindýraeyðir hafi tekið húsið í gegn á sínum tíma. „Við keyptum þetta bara í fyrra, ég sá það einmitt þegar maður gúgglaði það einhvern tímann. Þetta var bara orðið gamalt hús og svolítið ógeðslegt. Það var eitthvað vesen þarna í kring en svo var fenginn einhver meindýraeyðir. Það er alveg búið að leigja þetta út í mörg mörg ár en við keyptum þetta bara í fyrra,“ segir Grétar Sigfinnur. Hann bætir við að húsið sé friðað og því hafi þurft að flytja það í heild sinni; alla leið til Keflavíkur. Lögreglan aðstoðaði við flutninginn en hann segir að framkvæmdir á borð við þessa séu vitaskuld alltaf nokkuð umfangsmikilar. Grétar fagnar því þó að vanir menn hafi aðstoðað við verkið og segir allt hafa gengið vel. „Við fengum Minjastofnun í lið með okkur og fengum leyfi fyrir þessu, svo erum við að fara að byggja upp á reitnum sem er núna meira í átt við götumyndina sem er þar á Laugaveginum. Þannig að þetta hús var svolítið út úr kú þarna.“ Eigandi segir að ráðist verði í enn frekari endurbætur á húsinu á nýjum stað.Aðsend/Grétar
Húsnæðismál Reykjanesbær Reykjavík Húsavernd Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira