Sprenging í áhuga á útivist og Sportval stækkar Sportval 4. apríl 2022 09:23 Óskar Jakobsson, eigandi Sportvals og Bára Mjöll Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Sportvals. Verslunin er flutt í nýtt og stærra húsnæði að Smiðjuvegi 1. Vilhelm Útivistar- og íþróttavöruverslunin Sportval er flutt á Smiðjuveg 1. Ný vefsíða er komin í loftið og vöruúrvalið stóraukið. Sportval byrjaði sem áhugamál sem vatt hratt upp á sig. „Við opnuðum litla verslun með gönguskíðabúnað í desember 2018 og höfðum opið í tvo tíma á dag til að byrja með. Í takt við aukinn áhuga almennt á útvist stækkuðum við hratt og bættum við vörumerkjum í samræmi við samtal við okkar viðskiptavini. Fljótlega varð búðin að fullu starfi hjá mér. Nú bjóðum við búnað fyrir alla almenna útivist, göngur, hlaup, gönguskíða- og ferðaskíðamennsku ásamt íþrótta- og útivistarfatnaði ,“ segir Óskar Jakobsson, útivistarfrömuður og eigandi Sportvals. Fagleg þjónusta Segja má að Óskar hafi alist upp með skíðin föst á fótunum, í heimabænum Ísafirði. Það er því ekki síst sú reynsla og ráðgjöf sem viðskiptavinir sækja í Sportval. „Við erum einmitt mjög stolt af að geta boðið faglega þjónustu og ráðgjöf,“ segir Bára Mjöll Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Sportvals. „Óskar býr yfir mikilli reynslu sem gönguskíðakennari og hlaupaþjálfari og fólk leitar til okkar því það veit að hér fær það faglega ráðgjöf. Allir sem hér vinna tengjast útivist á einhvern hátt, gönguskíðum, utanvegahlaupum, hjólreiðum og fjalla- og skíðamennsku. Við viljum miðla þeirri þekkingu heiðarlega og faglega og upplifun viðskiptavina er okkur mikilvæg. Það er grundvallaratriði að fólk kaupi réttan búnað sem hentar því svo upplifun þess af útivistinni og hreyfingu verði sem best,“ segir Bára. Sprenging í vinsældum gönguskíða Óskar segir almennan áhuga á útivist hafa stóraukist síðustu ár og sérstaklega á gönguskíðum, jafnt brautarskíðum sem utanbrautarskíðum, sem og hlaupum almennt. „Í gamla daga þekkti maður alla í sporinu en núna þekki ég kannski 10 prósent. Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað fólk er orðið opnara fyrir því að hreyfa sig úti. Fólk fór að horfa út fyrir líkamsræktarstöðvarnar í covid og gönguskíðin urðu geysi vinsæl, bæði brautarskíði en ekki síður ferðaskíði. Á þeim er fólk ekki bundið við spor heldur getur farið í leiðangra hvort sem það er bara í kringum sumarbústaðinn eða upp á jökla. Það er frábær upplifun að skoða landið á skíðum. Fólk heillast af þessu,“ segir Óskar. Þá sé hreyfingin sem fólk fær út úr skíðamennsku alhliða. „Skíðaganga er mikil „core“ æfing. Fólk reynir virkilega á sig og þetta er hreyfing sem fer vel með mann, það koma engin högg á líkamann líkt og í hlaupunum, en það getur verið frábært að blanda þessu tvennu saman. Hann segir einnig ánægjulegt hversu margir eru farnir að stunda hlaup og fjallgöngur. „Það jafnast fátt á við það að hreyfa sig úti í náttúrunni, svo líður manni líka svo vel í sálinni að hreyfa sig svona úti,“ segir Óskar. Stóraukið vöruúrval Bára segir frábært að vera komin í nýtt og stærra húsnæði. „Við vorum í raun búin að sprengja utan af okkur gamla húsnæðið og í þeim strúktúrbreytingum og endurmörkun sem við höfðum ráðist í var rökrétt að flytja. Við erum rosalega ánægð hér, staðsetningin er frábær og næg bílastæði. Við höfum stóraukið vöruúrvalið og höfum verið að bæta við okkur nýjum merkjum og vörum sem við finnum að viðskiptavinir okkar eru að kalla eftir. Við höfum farið úr því að vera alfarið fókuseruð á gönguskíðamennskuna yfir í að bjóða upp á meira úrval tengt útivist almennt, svo sem fjallgöngum, og hlaupum, en einnig að styrkja úrvalið í vörum sem tengjast ferðaskíðamennskunni sem teygir sig langt inn í sumarið. Við erum mjög stolt af þeim vörumerkjum sem við bjóðum upp á,“ segir Bára en Sportval selur fjölda merkja frá Evrópu og Skandinavíu. „Norska merkið Åsnes er mjög flott og vandað og finnska merkið Peltonen er einnig mjög sterkt skíðamerki. Þá erum við með fatnað frá sænska merkinu Craft fyrir hlaupin, gönguskíðin, hjólreiðarnar og ræktina. Haglöfs útivistarfatnaðurinn er einnig mjög vinsæll og ullarfatnaðurinn frá We Norwegians, en hann er einstaklega smart. Við erum einnig með búnað eins og bakpoka, gönguskó og hlaupaskó og þar má nefna merki eins og Fjellpulken, Brooks og Alfa. Svo má ekki gleyma Neon ítölsku merki sem framleiðir m.a. sólgleraugu, hjólahjálma og sokka. „Það er ekki nóg að vera vel útbúin/n maður þarf líka að lúkka vel," segir Bára að lokum og brosir. Nánari upplýsingar á Sportval.is Skíðaíþróttir Heilsa Hlaup Hjólreiðar Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við opnuðum litla verslun með gönguskíðabúnað í desember 2018 og höfðum opið í tvo tíma á dag til að byrja með. Í takt við aukinn áhuga almennt á útvist stækkuðum við hratt og bættum við vörumerkjum í samræmi við samtal við okkar viðskiptavini. Fljótlega varð búðin að fullu starfi hjá mér. Nú bjóðum við búnað fyrir alla almenna útivist, göngur, hlaup, gönguskíða- og ferðaskíðamennsku ásamt íþrótta- og útivistarfatnaði ,“ segir Óskar Jakobsson, útivistarfrömuður og eigandi Sportvals. Fagleg þjónusta Segja má að Óskar hafi alist upp með skíðin föst á fótunum, í heimabænum Ísafirði. Það er því ekki síst sú reynsla og ráðgjöf sem viðskiptavinir sækja í Sportval. „Við erum einmitt mjög stolt af að geta boðið faglega þjónustu og ráðgjöf,“ segir Bára Mjöll Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Sportvals. „Óskar býr yfir mikilli reynslu sem gönguskíðakennari og hlaupaþjálfari og fólk leitar til okkar því það veit að hér fær það faglega ráðgjöf. Allir sem hér vinna tengjast útivist á einhvern hátt, gönguskíðum, utanvegahlaupum, hjólreiðum og fjalla- og skíðamennsku. Við viljum miðla þeirri þekkingu heiðarlega og faglega og upplifun viðskiptavina er okkur mikilvæg. Það er grundvallaratriði að fólk kaupi réttan búnað sem hentar því svo upplifun þess af útivistinni og hreyfingu verði sem best,“ segir Bára. Sprenging í vinsældum gönguskíða Óskar segir almennan áhuga á útivist hafa stóraukist síðustu ár og sérstaklega á gönguskíðum, jafnt brautarskíðum sem utanbrautarskíðum, sem og hlaupum almennt. „Í gamla daga þekkti maður alla í sporinu en núna þekki ég kannski 10 prósent. Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað fólk er orðið opnara fyrir því að hreyfa sig úti. Fólk fór að horfa út fyrir líkamsræktarstöðvarnar í covid og gönguskíðin urðu geysi vinsæl, bæði brautarskíði en ekki síður ferðaskíði. Á þeim er fólk ekki bundið við spor heldur getur farið í leiðangra hvort sem það er bara í kringum sumarbústaðinn eða upp á jökla. Það er frábær upplifun að skoða landið á skíðum. Fólk heillast af þessu,“ segir Óskar. Þá sé hreyfingin sem fólk fær út úr skíðamennsku alhliða. „Skíðaganga er mikil „core“ æfing. Fólk reynir virkilega á sig og þetta er hreyfing sem fer vel með mann, það koma engin högg á líkamann líkt og í hlaupunum, en það getur verið frábært að blanda þessu tvennu saman. Hann segir einnig ánægjulegt hversu margir eru farnir að stunda hlaup og fjallgöngur. „Það jafnast fátt á við það að hreyfa sig úti í náttúrunni, svo líður manni líka svo vel í sálinni að hreyfa sig svona úti,“ segir Óskar. Stóraukið vöruúrval Bára segir frábært að vera komin í nýtt og stærra húsnæði. „Við vorum í raun búin að sprengja utan af okkur gamla húsnæðið og í þeim strúktúrbreytingum og endurmörkun sem við höfðum ráðist í var rökrétt að flytja. Við erum rosalega ánægð hér, staðsetningin er frábær og næg bílastæði. Við höfum stóraukið vöruúrvalið og höfum verið að bæta við okkur nýjum merkjum og vörum sem við finnum að viðskiptavinir okkar eru að kalla eftir. Við höfum farið úr því að vera alfarið fókuseruð á gönguskíðamennskuna yfir í að bjóða upp á meira úrval tengt útivist almennt, svo sem fjallgöngum, og hlaupum, en einnig að styrkja úrvalið í vörum sem tengjast ferðaskíðamennskunni sem teygir sig langt inn í sumarið. Við erum mjög stolt af þeim vörumerkjum sem við bjóðum upp á,“ segir Bára en Sportval selur fjölda merkja frá Evrópu og Skandinavíu. „Norska merkið Åsnes er mjög flott og vandað og finnska merkið Peltonen er einnig mjög sterkt skíðamerki. Þá erum við með fatnað frá sænska merkinu Craft fyrir hlaupin, gönguskíðin, hjólreiðarnar og ræktina. Haglöfs útivistarfatnaðurinn er einnig mjög vinsæll og ullarfatnaðurinn frá We Norwegians, en hann er einstaklega smart. Við erum einnig með búnað eins og bakpoka, gönguskó og hlaupaskó og þar má nefna merki eins og Fjellpulken, Brooks og Alfa. Svo má ekki gleyma Neon ítölsku merki sem framleiðir m.a. sólgleraugu, hjólahjálma og sokka. „Það er ekki nóg að vera vel útbúin/n maður þarf líka að lúkka vel," segir Bára að lokum og brosir. Nánari upplýsingar á Sportval.is
Skíðaíþróttir Heilsa Hlaup Hjólreiðar Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira