Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2022 12:05 Dmytro Kuleba ræðir málin við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í Brussel í morgun. AP/Olivier Matthys Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu var einnig mættur á fund utanríkisráðherra NATO í Brussel í morgun. Hann sagðist kominn til að funda með ráðherrahópnum en einnig til að eiga tvíhliða fundi með einstöðum ráðamönnum NATO-ríkjanna. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba þar sem hann stóð við hliðina á Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO á leið til ráðherrafundarins. Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna fóru yfir stöðuna í stríðinu í Úkraínu og hryllinginn sem Rússar skildu eftir sig í bænum Bucha með Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu í morgun.AP/Olivier Matthys Útvegun vopna væri besta leiðin á þessari stundu til að hjálpa Úkraínumönnum til að halda aftur af Vladimir Putin Rússlandsforseta og sigra hersveitir hans innan landamæra Úkraínu og tryggja þannig að stíðið breiddist ekki út til annarra landa. „Undanfarnar vikur hefði úkraínski herinn og öll úkraínska þjóðin sýnt að hún geti barist og viti hvernig vinna megi stríðið. En án þeirrar stöðugu og nægjanlegu vopnasendinga sem við óskum eftir nást þessir sigrar aðeins með gífurlegum fórnum,“ sagði Kuleba. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir situr utanríkisráðherrafundinn í Brussell og segir upplifun að fá upplýsingar og stöðumat beint frá Úkraínumönnum. „Hann varar við því að næstu dagar og vikur verði ansi dökkar. Talar heiðarlega og hreinskiptið við okkur þakkar sömuleiðis fyrir það sem vina- og bandalagsþjóðir hafa gert. En kallar eftir því að þau þurfi frekari aðstoð til að geta varist áfram,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún reikni með að stuðningurinn við frjálsa Úkraínu verið aukinn en hver aðildarþjóð NATO ákveði stuðning sinn. Því í raun sé þetta árás á þau gildi og alþjóðalög sem Íslendingar og aðar vestrænar þjóðir byggi á. Ekkert lát er á straumi flóttamanna vestur yfir landamærin frá Úkraínu. Um 12 milljónir íbúa landsins hafa verið flæmdar frá heimilum sínum og hátt í þrjár milljónir manna flúð yfir landamærin.AP/Sergei Grits „Við höfum verið með mannúðaraðstoð og frekari framlög og það kann að vera að þar þurfi að bæta í. Svo er móttaka fólks frá Úkraínu sem skiptir máli,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi íslensk stjórnvöld staðið undir flutningum á vopnum fyrir Úkraínumenn til Póllands og leigt til þess flugvélar. Félag Íslenskra atvinnuflugmanna hefur gagnrýnt að samið hafi verið við Bláfugl um flutningana þar sem félagið hafi brotið á kjörum starfsmanna og ekki virt niðurstöðu Félagsdóms í þeim efnum. Utanríkisráðherra segir sjálfsagt að benda á það sem betur mætti fara. „Svona í stóra samhenginu og þeirri aðstöðu sem fólk í Úkraínu er fannst mér Skipta mestu máli að geta orðið að liði. Mér finnst mikilvægt að folk setji það aðeins í samhengi,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í Brussel í morgun. Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Tengdar fréttir Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu var einnig mættur á fund utanríkisráðherra NATO í Brussel í morgun. Hann sagðist kominn til að funda með ráðherrahópnum en einnig til að eiga tvíhliða fundi með einstöðum ráðamönnum NATO-ríkjanna. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba þar sem hann stóð við hliðina á Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO á leið til ráðherrafundarins. Utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna fóru yfir stöðuna í stríðinu í Úkraínu og hryllinginn sem Rússar skildu eftir sig í bænum Bucha með Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu í morgun.AP/Olivier Matthys Útvegun vopna væri besta leiðin á þessari stundu til að hjálpa Úkraínumönnum til að halda aftur af Vladimir Putin Rússlandsforseta og sigra hersveitir hans innan landamæra Úkraínu og tryggja þannig að stíðið breiddist ekki út til annarra landa. „Undanfarnar vikur hefði úkraínski herinn og öll úkraínska þjóðin sýnt að hún geti barist og viti hvernig vinna megi stríðið. En án þeirrar stöðugu og nægjanlegu vopnasendinga sem við óskum eftir nást þessir sigrar aðeins með gífurlegum fórnum,“ sagði Kuleba. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir situr utanríkisráðherrafundinn í Brussell og segir upplifun að fá upplýsingar og stöðumat beint frá Úkraínumönnum. „Hann varar við því að næstu dagar og vikur verði ansi dökkar. Talar heiðarlega og hreinskiptið við okkur þakkar sömuleiðis fyrir það sem vina- og bandalagsþjóðir hafa gert. En kallar eftir því að þau þurfi frekari aðstoð til að geta varist áfram,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún reikni með að stuðningurinn við frjálsa Úkraínu verið aukinn en hver aðildarþjóð NATO ákveði stuðning sinn. Því í raun sé þetta árás á þau gildi og alþjóðalög sem Íslendingar og aðar vestrænar þjóðir byggi á. Ekkert lát er á straumi flóttamanna vestur yfir landamærin frá Úkraínu. Um 12 milljónir íbúa landsins hafa verið flæmdar frá heimilum sínum og hátt í þrjár milljónir manna flúð yfir landamærin.AP/Sergei Grits „Við höfum verið með mannúðaraðstoð og frekari framlög og það kann að vera að þar þurfi að bæta í. Svo er móttaka fólks frá Úkraínu sem skiptir máli,“ segir utanríkisráðherra. Að auki hafi íslensk stjórnvöld staðið undir flutningum á vopnum fyrir Úkraínumenn til Póllands og leigt til þess flugvélar. Félag Íslenskra atvinnuflugmanna hefur gagnrýnt að samið hafi verið við Bláfugl um flutningana þar sem félagið hafi brotið á kjörum starfsmanna og ekki virt niðurstöðu Félagsdóms í þeim efnum. Utanríkisráðherra segir sjálfsagt að benda á það sem betur mætti fara. „Svona í stóra samhenginu og þeirri aðstöðu sem fólk í Úkraínu er fannst mér Skipta mestu máli að geta orðið að liði. Mér finnst mikilvægt að folk setji það aðeins í samhengi,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í Brussel í morgun.
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur NATO Tengdar fréttir Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Vaktin: Segir Bucha hafa orðið fyrir valinu vegna líkindanna við orðið „butcher“ Utanríkisráðherra Úkraínu segir þrjú mál verða á dagskrá þegar hann ræðir við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast sem fyrst, annars muni margir deyja. 7. apríl 2022 06:45