Vaktin: Óbreyttir borgarar myrtir í Donetsk Fanndís Birna Logadóttir, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 9. apríl 2022 19:25 Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar voru myrtir í Donetsk-héraði í dag. Andrea Carrubba/Anadolu Agency via Getty Images Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir 44 dögum hefur rússneskum hersveitum orðið lítið ágengt. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu á næstu dögum beita sér fyrir því að Alþjóðaglæpadómstóllinn taki fyrir mögulega stríðsglæpi Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Nýr hersforingi hefur tekið við skipulagningu innrásarinnar en gert er ráð fyrir auknum árásum í austurhluta Úkraínu á næstu dögum og vikum. Samið hefur verið um að opna öruggar flóttaleiðir á tíu stöðum, þar á meðal Mariupol. Yfirvöld í austurhluta landsins hvetja íbúa til að yfirgefa svæðið. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa ráðist á lestarstöð í Kramatorsk þar sem 52 létust. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að réttað verði yfir Rússum fyrir stríðsglæpi en yfirvöld í Rússlandi neita alfarið sök. Forsetinn kallar eftir auknum refsiaðgerðum gegn Rússum og vill að Vesturlandin leggi algert bann á rússneska orku, olíu og gas. Þá hefur hann kallað eftir fleiri vopnum. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir Rússa vísvitandi ráðast á almenna borgara og telur ljóst að þeir muni á næstu dögum og vikum einblína á Donbas, Mariupol og Mykolaiv. Ríkisstjórnir og bankar víða um heim hafa heitið fjárstuðningi við mannúðar- og flóttamannaaðstoð í og við Úkraínu, upp á meira en tíu milljarða evra, eða um 1.390 milljarða króna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Helstu vendingar: Nýr hersforingi hefur tekið við skipulagningu innrásarinnar en gert er ráð fyrir auknum árásum í austurhluta Úkraínu á næstu dögum og vikum. Samið hefur verið um að opna öruggar flóttaleiðir á tíu stöðum, þar á meðal Mariupol. Yfirvöld í austurhluta landsins hvetja íbúa til að yfirgefa svæðið. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa ráðist á lestarstöð í Kramatorsk þar sem 52 létust. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að réttað verði yfir Rússum fyrir stríðsglæpi en yfirvöld í Rússlandi neita alfarið sök. Forsetinn kallar eftir auknum refsiaðgerðum gegn Rússum og vill að Vesturlandin leggi algert bann á rússneska orku, olíu og gas. Þá hefur hann kallað eftir fleiri vopnum. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir Rússa vísvitandi ráðast á almenna borgara og telur ljóst að þeir muni á næstu dögum og vikum einblína á Donbas, Mariupol og Mykolaiv. Ríkisstjórnir og bankar víða um heim hafa heitið fjárstuðningi við mannúðar- og flóttamannaaðstoð í og við Úkraínu, upp á meira en tíu milljarða evra, eða um 1.390 milljarða króna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira