Málar hrúta, kýr, skeggjaða karla og Emil í Kattholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2022 19:50 Karl Jóhann með hrútinn, sem hann er nýlega búini að mála. Myndin hefur vakið mikla athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrútar, svín, kýr, Emil í Kattholti, skeggjaðir karlar, konan hans, börnin þeirra og hann sjálfur er meðal þess, sem myndlistarmaður í Kópavogi málar í frítímum sínum. Hrúturinn þykir einstaklega glæsilegur. Hér erum við að tala um Karl Jóhann Jónsson, myndlistarmanni í Kópavogi. Hann er Reykvíkingur en á mikið af skyldfólki í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi og var meðal annars í sveit á bænum Grafarbakka við Flúðir. Myndirnar hans eru ótrúlega flottar og vekja alltaf mikla athygli, sjáið þið til dæmis þennan flotta hrút, sem hann var að mála og myndin af Emil í Kattholti og svo eru það allar andlitsmyndirnar af honum sjálfum og fjölskyldunni, ásamt öðru fólki. „Ég hef í raun og veru alltaf málað og teiknað frá því að ég man eftir mér en ég fór í myndlistanámið eftir stúdentspróf, var í Myndlistar- og handíðaskólanum. Ég vinn inn í seríur, ég er alltaf að byrja á nýjum seríum, sennilega vegna þess að ég er með svo mikinn athyglisbrest, þá hoppa ég oft yfir í eitthvað annað og byrja aftur á nýrri seríu,“ segir Karl Jóhann og hlær. Karl Jóhann eyðir meira og minna öllum sínum frítíma við að mála myndir inn í bílskúr heima hjá sér. Emil í Kattholti er í miklu uppáhaldi hjá Karli. „Já, ég samsama mig mjög mikið við hann í æsku, var með hvítt hár eins og hann en ekki jafn óþekkur.“ Emil í Kattholti hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo allar dýramyndirnar þínar, þær eru mjög fallegar. „Já, þakka þér fyrir. Dýrin eru eitthvað sem ég hef alltaf haldið mikið upp á. Hrúturinn var allavega málaður fyrir góðan Framsóknarmann. Ég hef málað nokkrar hrútamyndir og yfirleitt mála ég þá eftir myndum því þeir vilja aldrei vera kyrrir þegar ég reyni að mála þá,“ bætir Karl við hlæjandi. Hrúturinn sem var málaður fyrir góðan Framsóknarmann eins og Karl Jóhann segir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl hefur líka mikla ánægju að mála myndir af körlum með skegg. „Það er einhver svona della líklega frá því að pabbi gaf mér bók með málverkum eftir Renbrand þegar ég var bara krakki og ég hreyfst alltaf af þessu klassíska þema,“Men við berad.“ Karlar með skegg eru í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni enda er hann búin að mála margar þannig myndir í gegnum árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl Jóhann er í fullu starfi í Hörðuvallaskóla, sem myndlistarkennari, syngur í Karlakór Reykjavíkur og málar og málar fyrir fólk óski það eftir mynd frá honum. Þá er bara að setja sig í samband við hann. Sjálfsmynd af Karli Jóhanni, hér með sjóhatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kópavogur Myndlist Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Karl Jóhann Jónsson, myndlistarmanni í Kópavogi. Hann er Reykvíkingur en á mikið af skyldfólki í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi og var meðal annars í sveit á bænum Grafarbakka við Flúðir. Myndirnar hans eru ótrúlega flottar og vekja alltaf mikla athygli, sjáið þið til dæmis þennan flotta hrút, sem hann var að mála og myndin af Emil í Kattholti og svo eru það allar andlitsmyndirnar af honum sjálfum og fjölskyldunni, ásamt öðru fólki. „Ég hef í raun og veru alltaf málað og teiknað frá því að ég man eftir mér en ég fór í myndlistanámið eftir stúdentspróf, var í Myndlistar- og handíðaskólanum. Ég vinn inn í seríur, ég er alltaf að byrja á nýjum seríum, sennilega vegna þess að ég er með svo mikinn athyglisbrest, þá hoppa ég oft yfir í eitthvað annað og byrja aftur á nýrri seríu,“ segir Karl Jóhann og hlær. Karl Jóhann eyðir meira og minna öllum sínum frítíma við að mála myndir inn í bílskúr heima hjá sér. Emil í Kattholti er í miklu uppáhaldi hjá Karli. „Já, ég samsama mig mjög mikið við hann í æsku, var með hvítt hár eins og hann en ekki jafn óþekkur.“ Emil í Kattholti hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo allar dýramyndirnar þínar, þær eru mjög fallegar. „Já, þakka þér fyrir. Dýrin eru eitthvað sem ég hef alltaf haldið mikið upp á. Hrúturinn var allavega málaður fyrir góðan Framsóknarmann. Ég hef málað nokkrar hrútamyndir og yfirleitt mála ég þá eftir myndum því þeir vilja aldrei vera kyrrir þegar ég reyni að mála þá,“ bætir Karl við hlæjandi. Hrúturinn sem var málaður fyrir góðan Framsóknarmann eins og Karl Jóhann segir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl hefur líka mikla ánægju að mála myndir af körlum með skegg. „Það er einhver svona della líklega frá því að pabbi gaf mér bók með málverkum eftir Renbrand þegar ég var bara krakki og ég hreyfst alltaf af þessu klassíska þema,“Men við berad.“ Karlar með skegg eru í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni enda er hann búin að mála margar þannig myndir í gegnum árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl Jóhann er í fullu starfi í Hörðuvallaskóla, sem myndlistarkennari, syngur í Karlakór Reykjavíkur og málar og málar fyrir fólk óski það eftir mynd frá honum. Þá er bara að setja sig í samband við hann. Sjálfsmynd af Karli Jóhanni, hér með sjóhatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kópavogur Myndlist Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira