Málar hrúta, kýr, skeggjaða karla og Emil í Kattholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2022 19:50 Karl Jóhann með hrútinn, sem hann er nýlega búini að mála. Myndin hefur vakið mikla athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrútar, svín, kýr, Emil í Kattholti, skeggjaðir karlar, konan hans, börnin þeirra og hann sjálfur er meðal þess, sem myndlistarmaður í Kópavogi málar í frítímum sínum. Hrúturinn þykir einstaklega glæsilegur. Hér erum við að tala um Karl Jóhann Jónsson, myndlistarmanni í Kópavogi. Hann er Reykvíkingur en á mikið af skyldfólki í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi og var meðal annars í sveit á bænum Grafarbakka við Flúðir. Myndirnar hans eru ótrúlega flottar og vekja alltaf mikla athygli, sjáið þið til dæmis þennan flotta hrút, sem hann var að mála og myndin af Emil í Kattholti og svo eru það allar andlitsmyndirnar af honum sjálfum og fjölskyldunni, ásamt öðru fólki. „Ég hef í raun og veru alltaf málað og teiknað frá því að ég man eftir mér en ég fór í myndlistanámið eftir stúdentspróf, var í Myndlistar- og handíðaskólanum. Ég vinn inn í seríur, ég er alltaf að byrja á nýjum seríum, sennilega vegna þess að ég er með svo mikinn athyglisbrest, þá hoppa ég oft yfir í eitthvað annað og byrja aftur á nýrri seríu,“ segir Karl Jóhann og hlær. Karl Jóhann eyðir meira og minna öllum sínum frítíma við að mála myndir inn í bílskúr heima hjá sér. Emil í Kattholti er í miklu uppáhaldi hjá Karli. „Já, ég samsama mig mjög mikið við hann í æsku, var með hvítt hár eins og hann en ekki jafn óþekkur.“ Emil í Kattholti hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo allar dýramyndirnar þínar, þær eru mjög fallegar. „Já, þakka þér fyrir. Dýrin eru eitthvað sem ég hef alltaf haldið mikið upp á. Hrúturinn var allavega málaður fyrir góðan Framsóknarmann. Ég hef málað nokkrar hrútamyndir og yfirleitt mála ég þá eftir myndum því þeir vilja aldrei vera kyrrir þegar ég reyni að mála þá,“ bætir Karl við hlæjandi. Hrúturinn sem var málaður fyrir góðan Framsóknarmann eins og Karl Jóhann segir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl hefur líka mikla ánægju að mála myndir af körlum með skegg. „Það er einhver svona della líklega frá því að pabbi gaf mér bók með málverkum eftir Renbrand þegar ég var bara krakki og ég hreyfst alltaf af þessu klassíska þema,“Men við berad.“ Karlar með skegg eru í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni enda er hann búin að mála margar þannig myndir í gegnum árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl Jóhann er í fullu starfi í Hörðuvallaskóla, sem myndlistarkennari, syngur í Karlakór Reykjavíkur og málar og málar fyrir fólk óski það eftir mynd frá honum. Þá er bara að setja sig í samband við hann. Sjálfsmynd af Karli Jóhanni, hér með sjóhatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kópavogur Myndlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hér erum við að tala um Karl Jóhann Jónsson, myndlistarmanni í Kópavogi. Hann er Reykvíkingur en á mikið af skyldfólki í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi og var meðal annars í sveit á bænum Grafarbakka við Flúðir. Myndirnar hans eru ótrúlega flottar og vekja alltaf mikla athygli, sjáið þið til dæmis þennan flotta hrút, sem hann var að mála og myndin af Emil í Kattholti og svo eru það allar andlitsmyndirnar af honum sjálfum og fjölskyldunni, ásamt öðru fólki. „Ég hef í raun og veru alltaf málað og teiknað frá því að ég man eftir mér en ég fór í myndlistanámið eftir stúdentspróf, var í Myndlistar- og handíðaskólanum. Ég vinn inn í seríur, ég er alltaf að byrja á nýjum seríum, sennilega vegna þess að ég er með svo mikinn athyglisbrest, þá hoppa ég oft yfir í eitthvað annað og byrja aftur á nýrri seríu,“ segir Karl Jóhann og hlær. Karl Jóhann eyðir meira og minna öllum sínum frítíma við að mála myndir inn í bílskúr heima hjá sér. Emil í Kattholti er í miklu uppáhaldi hjá Karli. „Já, ég samsama mig mjög mikið við hann í æsku, var með hvítt hár eins og hann en ekki jafn óþekkur.“ Emil í Kattholti hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo allar dýramyndirnar þínar, þær eru mjög fallegar. „Já, þakka þér fyrir. Dýrin eru eitthvað sem ég hef alltaf haldið mikið upp á. Hrúturinn var allavega málaður fyrir góðan Framsóknarmann. Ég hef málað nokkrar hrútamyndir og yfirleitt mála ég þá eftir myndum því þeir vilja aldrei vera kyrrir þegar ég reyni að mála þá,“ bætir Karl við hlæjandi. Hrúturinn sem var málaður fyrir góðan Framsóknarmann eins og Karl Jóhann segir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl hefur líka mikla ánægju að mála myndir af körlum með skegg. „Það er einhver svona della líklega frá því að pabbi gaf mér bók með málverkum eftir Renbrand þegar ég var bara krakki og ég hreyfst alltaf af þessu klassíska þema,“Men við berad.“ Karlar með skegg eru í miklu uppáhaldi hjá Karli Jóhanni enda er hann búin að mála margar þannig myndir í gegnum árin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karl Jóhann er í fullu starfi í Hörðuvallaskóla, sem myndlistarkennari, syngur í Karlakór Reykjavíkur og málar og málar fyrir fólk óski það eftir mynd frá honum. Þá er bara að setja sig í samband við hann. Sjálfsmynd af Karli Jóhanni, hér með sjóhatt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kópavogur Myndlist Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira