Biðlisti á námskeið um aðskilnaðarkvíða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2022 22:02 Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir hundaatferlisráðgjafi hjá Hundalífstíl. Vísir/Arnar Biðlisti er hjá hundaþjálfara sem sérhæfir sig í aðskilnaðarkvíða hunda en í verstu tilvikum þarf að gefa hundinum kvíðalyf. Talið er að allt að fjórir af hverjum tíu hundum þjáist af aðskilnaðarkvíða. Sprenging hefur verið í hundahaldi síðustu ár þar sem margir unnu heima í samkomutakmörkunum. En nú eru breyttir tímar og flestir hafa snúið aftur á vinnustaðinn. Snöggar breytingar á samveru milli eiganda og hunds getur hins vegar valdið aðskilnaðarkvíða hjá hundum en talið er að milli 20-40 prósent þeirra þjáist af honum. „ Margir eru að skella sér í vinnuna eftir langan tíma heima og fara í fyrsta skipti í einn til þrjá tíma í burtu frá hundinum sínum og það getur verið of mikið til að byrja með. Við þurfum að byrja með einhverjar sekúndur og auka svo tímann smám saman sem við erum í burtu,“ segir Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir hundaatferlisráðgjafi hjá Hundalífstíl. Mikilvægt sé að byrja sem fyrst að þjálfa hundinn. „Ef það eru ungir hvolpar að gera þá svona gægjuleiki eins og við lítil börn. Hvolparnir verða að æfa sig í að skilja að þegar eitthvað hverfur þá kemur það til baka,“ segir Sigrún. Sigrún sem hefur sérhæft sig í aðskilnaðarkvíða segir að sífellt fleiri hundaeigendur leiti aðstoðar vegna hans. Sigrún segir mikilvægt að þjálfa hunda sem fyrst í að vera eina. Alls ekki megi skilja þá skyndilega eftir eina heima án þess að þeir hafi verið þjálfaðir áður. „Eins og er er biðlisti í slík námskeið og ég er varla byrjuð að auglýsa það er bara svo mikið að gera. Rakkar eru t.d. í 60% meiri hættu en tíkur á að þjást af aðskilnaðarkvíða en einkenni hans eru til að mynda meira gelt eða væl en svo eru sumir hundar sem þagna alveg.,“ segir hún. Hún segir að í alvarlegustu tilvikum þurfi að gefa hundunum kvíðalyf. „Kvíðalyf alveg eins og fyrir fólk er bara mikilvægt tæki til að hjálpa hundum sem eru rosalega kvíðnir,“ segir hún. Í Bandaríkjunum hefur CBD- fyrir hunda verið auglýst sem lyf gegn kvíða. Sigrún segist hafa heyrt af því. „Ég mæli hins vegar ekkert sérstaklega með CBD-fyrir hunda því ég hef ekki séð neinar rannsóknir um gagnsemi þessi við kvíða hjá þeim,“ segir hún að lokum. Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Sprenging hefur verið í hundahaldi síðustu ár þar sem margir unnu heima í samkomutakmörkunum. En nú eru breyttir tímar og flestir hafa snúið aftur á vinnustaðinn. Snöggar breytingar á samveru milli eiganda og hunds getur hins vegar valdið aðskilnaðarkvíða hjá hundum en talið er að milli 20-40 prósent þeirra þjáist af honum. „ Margir eru að skella sér í vinnuna eftir langan tíma heima og fara í fyrsta skipti í einn til þrjá tíma í burtu frá hundinum sínum og það getur verið of mikið til að byrja með. Við þurfum að byrja með einhverjar sekúndur og auka svo tímann smám saman sem við erum í burtu,“ segir Sigrún Bjarglind Ingólfsdóttir hundaatferlisráðgjafi hjá Hundalífstíl. Mikilvægt sé að byrja sem fyrst að þjálfa hundinn. „Ef það eru ungir hvolpar að gera þá svona gægjuleiki eins og við lítil börn. Hvolparnir verða að æfa sig í að skilja að þegar eitthvað hverfur þá kemur það til baka,“ segir Sigrún. Sigrún sem hefur sérhæft sig í aðskilnaðarkvíða segir að sífellt fleiri hundaeigendur leiti aðstoðar vegna hans. Sigrún segir mikilvægt að þjálfa hunda sem fyrst í að vera eina. Alls ekki megi skilja þá skyndilega eftir eina heima án þess að þeir hafi verið þjálfaðir áður. „Eins og er er biðlisti í slík námskeið og ég er varla byrjuð að auglýsa það er bara svo mikið að gera. Rakkar eru t.d. í 60% meiri hættu en tíkur á að þjást af aðskilnaðarkvíða en einkenni hans eru til að mynda meira gelt eða væl en svo eru sumir hundar sem þagna alveg.,“ segir hún. Hún segir að í alvarlegustu tilvikum þurfi að gefa hundunum kvíðalyf. „Kvíðalyf alveg eins og fyrir fólk er bara mikilvægt tæki til að hjálpa hundum sem eru rosalega kvíðnir,“ segir hún. Í Bandaríkjunum hefur CBD- fyrir hunda verið auglýst sem lyf gegn kvíða. Sigrún segist hafa heyrt af því. „Ég mæli hins vegar ekkert sérstaklega með CBD-fyrir hunda því ég hef ekki séð neinar rannsóknir um gagnsemi þessi við kvíða hjá þeim,“ segir hún að lokum.
Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira