Stefnir í úrkomumet í Reykjavík Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 16:57 Það stefnir í rigningu yfir páskahelgina, það er í Reykjavík. Akureyringar geta með góðri samvisku stært sig af góðu veðri og þangað stefnir útivistarfólk yfir páska auk þess sem Egilsstaðir eru góður kostur. vísir/vilhelm Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú stefni í áhugaverða keppni um úrkomumet í Reykjavík en metið féll 1921. Landsmenn eru farnir að horfa til veðurs fyrir páskafrí og þeir sem vilja stunda útivist ættu að drífa sig norður á Akureyri eða á Egilsstaði. Hins vegar verður rok og rigning í Reykjavík. Einar heldur úti Bliku, sérstökum vef þar sem hann rýnir í kortin og segir til um horfur. Hann segir að aldrei hafi rignt meira fyrstu 100 dagana í Reykjavík undanfarin 100 árin og það kemur höfuðborgarbúum varla mikið á óvart. Tíundi apríl er hundraðasti dagur ársins, úrkoma hefur verið mikil frá áramótum og bæst drjúgt við í apríl þó þurrt hafi verið að kalla undanfarna daga. Á því verður breyting um helgina. Aftur. Einar klár með regnhlífina og ekki veitir af. Hann segir að vel geti svo farið að úrkomumet í Reykjavík falli.vísir/aðsend Að sögn Einars er heildarúrkoman á þessum 100 dögum orðin 515 millimetrar. Það samsvarar því að um 65 prósent meðalúrkomunnar er þegar komin en líta þarf til 1953 til að finna eitthvað svipað. „Helst að árið 1921 sé til samanburðar. Þá var samanlögð úrkoma í jan, feb og mars 444 mm. Í apríl það ár bættust síðan við 149 mm. Ekki þarf að koma á óvart að árið 1921 er það úrkomusamasta í Reykjavík í sögu mælinga með meira en 1.200 mm úrkomu,“ segir veðurfræðingurinn. Hann segir ekkert sérstakt keppikefli að eltast við þessi úrkomumet frá 1921, en rigna þarf 78 mm til viðbótar í apríl til að halda í við það ár fyrir 4 fyrstu mánuði ársins. „Mið við spár næstu daga gæti það nú alveg gerst. Veðurstofan gerir ráð fyrir um 40 mm frá skírdegi til páskadags og Blika er með yfir 50 mm í sinni spá!“ Veður Páskar Reykjavík Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Landsmenn eru farnir að horfa til veðurs fyrir páskafrí og þeir sem vilja stunda útivist ættu að drífa sig norður á Akureyri eða á Egilsstaði. Hins vegar verður rok og rigning í Reykjavík. Einar heldur úti Bliku, sérstökum vef þar sem hann rýnir í kortin og segir til um horfur. Hann segir að aldrei hafi rignt meira fyrstu 100 dagana í Reykjavík undanfarin 100 árin og það kemur höfuðborgarbúum varla mikið á óvart. Tíundi apríl er hundraðasti dagur ársins, úrkoma hefur verið mikil frá áramótum og bæst drjúgt við í apríl þó þurrt hafi verið að kalla undanfarna daga. Á því verður breyting um helgina. Aftur. Einar klár með regnhlífina og ekki veitir af. Hann segir að vel geti svo farið að úrkomumet í Reykjavík falli.vísir/aðsend Að sögn Einars er heildarúrkoman á þessum 100 dögum orðin 515 millimetrar. Það samsvarar því að um 65 prósent meðalúrkomunnar er þegar komin en líta þarf til 1953 til að finna eitthvað svipað. „Helst að árið 1921 sé til samanburðar. Þá var samanlögð úrkoma í jan, feb og mars 444 mm. Í apríl það ár bættust síðan við 149 mm. Ekki þarf að koma á óvart að árið 1921 er það úrkomusamasta í Reykjavík í sögu mælinga með meira en 1.200 mm úrkomu,“ segir veðurfræðingurinn. Hann segir ekkert sérstakt keppikefli að eltast við þessi úrkomumet frá 1921, en rigna þarf 78 mm til viðbótar í apríl til að halda í við það ár fyrir 4 fyrstu mánuði ársins. „Mið við spár næstu daga gæti það nú alveg gerst. Veðurstofan gerir ráð fyrir um 40 mm frá skírdegi til páskadags og Blika er með yfir 50 mm í sinni spá!“
Veður Páskar Reykjavík Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira