Í janúar 2020 var Nakken ráðin af San Francisco Giants. Varð hún þá fyrsti kvenkyns þjálfarinn í fullu starfi í sögu deildarinnar. Á dögunum skráði hún sig svo í sögubækurnar á nýjan leik.
Snemma leiks gegn San Diego Padres lét Antoan Richardson, einn af þjálfurum Giants, reka sig upp í stúku. Kom það í hlut Nakken að stíga inn og aðstoða kylfinga (e. hitters) liðsins það sem eftir lifði leiks. Þar með varð hún fyrsta konan til að þjálfa innan vallar í MLB-deildinni á meðan leik stendur.
Alyssa Nakken becomes the first female coach to make an on-field appearance in a major league game.
— The Athletic (@TheAthletic) April 13, 2022
The Giants coach fills in after Antoan Richardson was ejected. pic.twitter.com/cyiREosDj5
Leikurinn vannst svo örugglega, 13-2 lokatölur.
„Það var aldrei spurning að stíga upp og stjórna liðinu út leikinn, það er vinnan mín. Ég hef aldrei fundið fyrir skort á stuðningi frá félaginu. Hópurinn sem við höfum hér er einstakur,“ sagði Nakken eftir leik.