Hluti fagfjárfesta fékk lánað fyrir kaupum á hlutum í Íslandsbanka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 13. apríl 2022 14:53 Hluti fjárfestanna sem keyptu hlut í Íslandsbanka í síðasta hlutafjárútboði fékk lán fyrir kaupunum. Vísir/EGill Hluti þeirra fagfjárfesta sem keyptu hlut í Íslandsbanka í síðasta hlutafjárútboði í bankanum fékk lán fyrir kaupunum. Þetta staðfestir Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins í samtali við fréttastofu. „Hluti þátttakenda fer í gegnum lánastofnanir, annað hvort til að fá fjármögnun eða gegnum skiptasamninga,“ segir Jón Gunnar en skiptasamningar eru samningar sem notaðir eru til að draga úr áhættu í viðskiptum. Hann segir Bankasýsluna ekki hafa upplýsingar um það hvort einhverjir kaupendur hafi þegar selt sinn hlut í bankanum eftir útboðið þar sem hluti þátttakenda fari í gegn um lánastofnanir. Því birtist á hluthafalista Íslandsbanka fjármálastofnanir sem stórir hluthafar. „Þannig að margir þessara fjárfesta sem tóku þátt í útboðinu geri ég ráð fyrir hafa farið og fengið fjármögnun í gegnum lánastofnun og hlutdeild þeirra og eignarhald í bankanum birtist þar,“ segir Jón Gunnar. Þannig að það eru einhverjir fjárfestar sem tóku lán fyrir kaupunum? „Þú sérð á listanum yfir hluthafa í Íslandsbanka að þar eru Landsbankinn og Arion banki ofarlega og það er skýringin á því.“ Hann segir þá ekki heldur liggja fyrir hvort erlendir kaupendur hafi selt sína hluti í bankanum. „Þeir hafa einnig farið í gegn um skiptasamninga erlendis þannig að við höfum ekki fullkomnar upplýsingar um það hverjir hafa selt. En það þarf ekki að koma á óvart að einhverjir selji þegar hlutur í félagi hækkar um átta prósent eftir útboð,“ segir Jón Gunnar. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Fólki misbýður brask“ Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd. 13. apríl 2022 13:00 Spá 7,7 prósenta verðbólgutoppi í sumar Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum og ná toppi í sumar. 12. apríl 2022 10:56 Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
„Hluti þátttakenda fer í gegnum lánastofnanir, annað hvort til að fá fjármögnun eða gegnum skiptasamninga,“ segir Jón Gunnar en skiptasamningar eru samningar sem notaðir eru til að draga úr áhættu í viðskiptum. Hann segir Bankasýsluna ekki hafa upplýsingar um það hvort einhverjir kaupendur hafi þegar selt sinn hlut í bankanum eftir útboðið þar sem hluti þátttakenda fari í gegn um lánastofnanir. Því birtist á hluthafalista Íslandsbanka fjármálastofnanir sem stórir hluthafar. „Þannig að margir þessara fjárfesta sem tóku þátt í útboðinu geri ég ráð fyrir hafa farið og fengið fjármögnun í gegnum lánastofnun og hlutdeild þeirra og eignarhald í bankanum birtist þar,“ segir Jón Gunnar. Þannig að það eru einhverjir fjárfestar sem tóku lán fyrir kaupunum? „Þú sérð á listanum yfir hluthafa í Íslandsbanka að þar eru Landsbankinn og Arion banki ofarlega og það er skýringin á því.“ Hann segir þá ekki heldur liggja fyrir hvort erlendir kaupendur hafi selt sína hluti í bankanum. „Þeir hafa einnig farið í gegn um skiptasamninga erlendis þannig að við höfum ekki fullkomnar upplýsingar um það hverjir hafa selt. En það þarf ekki að koma á óvart að einhverjir selji þegar hlutur í félagi hækkar um átta prósent eftir útboð,“ segir Jón Gunnar.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Fólki misbýður brask“ Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd. 13. apríl 2022 13:00 Spá 7,7 prósenta verðbólgutoppi í sumar Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum og ná toppi í sumar. 12. apríl 2022 10:56 Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
„Fólki misbýður brask“ Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd. 13. apríl 2022 13:00
Spá 7,7 prósenta verðbólgutoppi í sumar Íslandsbanki spáir því að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum og ná toppi í sumar. 12. apríl 2022 10:56
Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30