„Bæði léttir og um leið smá viðskilnaðarkvíði“ Eiður Þór Árnason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. apríl 2022 23:15 Margir hafa gert það að páskahefð að mæta í Hallgrímskirkju til að hlýða á lestur Sigurðar Skúlasonar. Vísir Sigurður Skúlason leikari flutti alla Passíusálmana í Hallgrímskirkju í dag í síðasta sinn. Lesturinn tók rúmar fimm klukkustundir og var Sigurður furðu brattur eftir þetta mikla þrekvirki. Rúmlega þúsund manns komu í kirkjuna til að hlýða á lesturinn og var stöðugur straumur þar í dag. Þetta var í tólfta sinn sem leikarinn flutti sálmana í heild sinni og segir það skrítna tilfinningu að vera kominn að leiðarlokum. „Það er bæði léttir og um leið smá viðskilnaðarkvíði. Þetta er búið að vera að þróast þetta samband við Hallgrím og Passíusálmanna, við píslarsöguna, og það hefur bara dýpkað og batnað með árunum. Þannig að það er bæði og léttir og eftirsjá,“ sagði Sigurður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður um hvernig þetta hafi upphaflega komið til segir hann að það hafi fyrst og fremst verið áskorunin sjálf sem hafi knúið hann til þess að láta á þetta reyna. „Þetta er svo mikil glíma fyrir mann sem er að fást við að nota röddina, leika, eða lesa upp og fyrir utan það að reyna að ná skilningi á trúarbrögðunum eða trú Hallgríms Péturssonar og ást hans á Jesú Kristi.“ Sigurður endaði á því að taka lokaerindið í 48. sálmi og gerði um leið orð Hallgríms að sínum. Hjartans innstu æðar mínar elski, lofi, prísi þig. En hjartablóð og benjar þínar blessi, hressi, græði mig. Hjartans þýðar þakkir fínar þér sé, gæskan eilíflig. Páskar Trúmál Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Rúmlega þúsund manns komu í kirkjuna til að hlýða á lesturinn og var stöðugur straumur þar í dag. Þetta var í tólfta sinn sem leikarinn flutti sálmana í heild sinni og segir það skrítna tilfinningu að vera kominn að leiðarlokum. „Það er bæði léttir og um leið smá viðskilnaðarkvíði. Þetta er búið að vera að þróast þetta samband við Hallgrím og Passíusálmanna, við píslarsöguna, og það hefur bara dýpkað og batnað með árunum. Þannig að það er bæði og léttir og eftirsjá,“ sagði Sigurður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður um hvernig þetta hafi upphaflega komið til segir hann að það hafi fyrst og fremst verið áskorunin sjálf sem hafi knúið hann til þess að láta á þetta reyna. „Þetta er svo mikil glíma fyrir mann sem er að fást við að nota röddina, leika, eða lesa upp og fyrir utan það að reyna að ná skilningi á trúarbrögðunum eða trú Hallgríms Péturssonar og ást hans á Jesú Kristi.“ Sigurður endaði á því að taka lokaerindið í 48. sálmi og gerði um leið orð Hallgríms að sínum. Hjartans innstu æðar mínar elski, lofi, prísi þig. En hjartablóð og benjar þínar blessi, hressi, græði mig. Hjartans þýðar þakkir fínar þér sé, gæskan eilíflig.
Páskar Trúmál Þjóðkirkjan Hallgrímskirkja Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira