Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2022 22:03 Sólveig Anna er harðorð í garð varaformanns Eflingar í nýrri stöðuuppfærslu. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, greindi frá því í samtali við fréttastofu í gær að félagsmenn Eflingar hefðu safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem kallað var eftir félagsfundi og að stjórnin yrði að verða við því samkvæmt lögum félagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aftur á móti í stöðuuppfærslu á Facebook í kvöld að Agnieszka hafi reynt að fá starfsmann félagsins, sem að sögn Sólveigar hefur engin félagsleg völd til að boða félagsfund, til að senda tölvupóst á alla félagsmenn. „Sem betur fer er þekking starfsmannsins á lögunum betri en varaformanns svo að henni varð ekki kápan úr klæðinu. Með þessu gerði varaformaður tilraun til að þvinga fram ólöglegt fundarboð en samkvæmt lögum félagsins er það stjórnar að boða félagsfund,“ segir Sólveig Anna. Segist ekki taka þátt í að brjóta lög félagsins Agnieszka tók skýrt fram í samtali við fréttastofu í gær að það hefðu verið félagsmenn sem söfnuðu undirskriftunum og að stjórninni bæri lagaleg skylda til að verða við kröfunni ef fleiri en 300 félagsmenn krefjast félagsfundar. Í dag sagðist hún efast það stórlega að stjórnin yrði við kröfunni. Sólveig Anna gagnrýnir framferði hennar harðlega. „Að varaformaður hafi svo yfirborðskennda þekkingu á lögum félagsins að hún skilji ekki og/eða þekki ekki hvar ábyrgð á boðun funda liggur er til skammar,“ segir Sólveig. „Í dag hefur hún svo stigið fram og látið sem að ég ætli með “einræðistilburðum” að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. Það er með öllu ósatt. Ég, ólíkt henni, tek stöðu mína og ábyrgð sem formaður alvarlega. Ég mun ekki taka þátt í því að brjóta lög félagsins,“ segir hún enn fremur. Krafa félagsmanna er að fundurinn fari fram á föstudag en Sólveig segir að stjórnin muni koma saman og ákveða dagsetningu fundarins, sem svo verður auglýstur með réttum hætti samkvæmt lögum. „Staðreyndin er sú að varaformaður reyndi að þvinga fram fund ólöglega en ég er að fara eftir lögum félagsins,“ segir Sólveig. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Vill að uppsagnir verði dregnar til baka: „Þetta kemur öllu verkafólki Íslands við” Trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís segir hópuppsagnir félagsins skaða alla verkalýðshreyfingu landsins og setja vont fordæmi fyrir komandi kjaraviðræður. Félagsmenn Eflingar krefjast félagsfundar til að ræða uppsagnirnar og ætlar stjórnin að verða við því. 20. apríl 2022 21:29 Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. 20. apríl 2022 12:38 Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19 Vantrauststillaga mögulega til umræðu á félagsfundi Eflingar Félagsmenn Eflingar hafa safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem þess er krafist að kallað verði til félagsfundar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að greiða atkvæði um vantrauststillögu á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, á fundinum. 19. apríl 2022 20:48 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, greindi frá því í samtali við fréttastofu í gær að félagsmenn Eflingar hefðu safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem kallað var eftir félagsfundi og að stjórnin yrði að verða við því samkvæmt lögum félagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aftur á móti í stöðuuppfærslu á Facebook í kvöld að Agnieszka hafi reynt að fá starfsmann félagsins, sem að sögn Sólveigar hefur engin félagsleg völd til að boða félagsfund, til að senda tölvupóst á alla félagsmenn. „Sem betur fer er þekking starfsmannsins á lögunum betri en varaformanns svo að henni varð ekki kápan úr klæðinu. Með þessu gerði varaformaður tilraun til að þvinga fram ólöglegt fundarboð en samkvæmt lögum félagsins er það stjórnar að boða félagsfund,“ segir Sólveig Anna. Segist ekki taka þátt í að brjóta lög félagsins Agnieszka tók skýrt fram í samtali við fréttastofu í gær að það hefðu verið félagsmenn sem söfnuðu undirskriftunum og að stjórninni bæri lagaleg skylda til að verða við kröfunni ef fleiri en 300 félagsmenn krefjast félagsfundar. Í dag sagðist hún efast það stórlega að stjórnin yrði við kröfunni. Sólveig Anna gagnrýnir framferði hennar harðlega. „Að varaformaður hafi svo yfirborðskennda þekkingu á lögum félagsins að hún skilji ekki og/eða þekki ekki hvar ábyrgð á boðun funda liggur er til skammar,“ segir Sólveig. „Í dag hefur hún svo stigið fram og látið sem að ég ætli með “einræðistilburðum” að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. Það er með öllu ósatt. Ég, ólíkt henni, tek stöðu mína og ábyrgð sem formaður alvarlega. Ég mun ekki taka þátt í því að brjóta lög félagsins,“ segir hún enn fremur. Krafa félagsmanna er að fundurinn fari fram á föstudag en Sólveig segir að stjórnin muni koma saman og ákveða dagsetningu fundarins, sem svo verður auglýstur með réttum hætti samkvæmt lögum. „Staðreyndin er sú að varaformaður reyndi að þvinga fram fund ólöglega en ég er að fara eftir lögum félagsins,“ segir Sólveig.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Vill að uppsagnir verði dregnar til baka: „Þetta kemur öllu verkafólki Íslands við” Trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís segir hópuppsagnir félagsins skaða alla verkalýðshreyfingu landsins og setja vont fordæmi fyrir komandi kjaraviðræður. Félagsmenn Eflingar krefjast félagsfundar til að ræða uppsagnirnar og ætlar stjórnin að verða við því. 20. apríl 2022 21:29 Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. 20. apríl 2022 12:38 Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19 Vantrauststillaga mögulega til umræðu á félagsfundi Eflingar Félagsmenn Eflingar hafa safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem þess er krafist að kallað verði til félagsfundar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að greiða atkvæði um vantrauststillögu á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, á fundinum. 19. apríl 2022 20:48 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Vill að uppsagnir verði dregnar til baka: „Þetta kemur öllu verkafólki Íslands við” Trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís segir hópuppsagnir félagsins skaða alla verkalýðshreyfingu landsins og setja vont fordæmi fyrir komandi kjaraviðræður. Félagsmenn Eflingar krefjast félagsfundar til að ræða uppsagnirnar og ætlar stjórnin að verða við því. 20. apríl 2022 21:29
Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. 20. apríl 2022 12:38
Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19
Vantrauststillaga mögulega til umræðu á félagsfundi Eflingar Félagsmenn Eflingar hafa safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem þess er krafist að kallað verði til félagsfundar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að greiða atkvæði um vantrauststillögu á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, á fundinum. 19. apríl 2022 20:48
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent