Kristján Edelstein bæjarlistamaður Akureyrar Atli Ísleifsson skrifar 22. apríl 2022 09:44 Kristján Edelstein. Akureyrarbær Tónlistarmaðurinn Kristján Edelstein er bæjarlistamaður Akureyrar fyrir árið 2022. Þetta var tilkynnt í gær á Vorkomu Akureyrarbæjar sem er haldin árlega á sumardaginn fyrsta. Í tilkynningu segir um Kristján að hann hafi fæðst í Freiburg í Þýskalandi þann 18. ágúst 1962 og hafi haft tónlist að aðalstarfi síðan árið 1981. „Hann stundaði klassískt nám á gítar og píanó í Tónlistarskóla Reykjavíkur og síðar rafgítarnám við Berklee College of Music í Boston. Ungur varð Kristján landskunnur gítarleikari og starfaði með þekktum hljómsveitum, auk þess að leika inn á fjölda hljómplatna fyrir þjóðþekkta tónlistarmenn. Kristján mun verja starfslaunatímabilinu í tónsmíðar, útsetningar, hljóðupptökur og flutning á eigin tónsmíðum. Hann mun kynna nýja tónsmíð á vefmiðlum í hverjum mánuði þar sem mynd og hljóðskrá verður varpað á netið og opnað fyrir gagnvirkar umsagnir og samræður. Að loknu starfsári verða þessar nýju tónsmíðar gefnar út á hljómplötu og útgáfutónleikar eru áformaðir í kjölfarið. Heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs Akureyrar hlutu Þröstur Ásmundsson, fyrrverandi formaður menningarmálanefndar, kennari og þýðandi, og Aðalsteinn Bergdal, menningarfrömuður. Byggingalistaverðlaun Akureyrar hlaut Gísli Jón Kristinsson, arkitekt FAÍ fyrir ævistarf í þágu byggingalistar á Akureyri undanfarna fjóra áratugi. Árlega veitir Akureyrarbær sérstaka viðurkenningu vegna mannréttindamála og í ár voru það annars vegar einstaklingar og hins vegar stofnun sem hlutu viðurkenninguna. Fyrri viðurkenninguna hlaut Norðurslóðanetið sem hefur ötullega sinnt málefnum sem snerta kynjajafnrétti á norðurslóðum. Seinni viðurkenninguna hlutu þær Berglind Júlíusdóttir og Sigríður Edda Ásgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingar og meðlimir í Rauða krossinum á Akureyri, fyrir framlag sitt til verkefnisins Frú Ragnheiður á Akureyri. Þess er loks að geta að Menningarsjóður Akureyrar styrkir árlega ýmis menningarverkefni og í ár voru veittir 18 verkefnastyrkir fyrir 4.350.000 kr. og 9 samstarfssamningar fyrir 3.250.000 kr. Sérstök athygli er vakin á því að enn er mögulegt að sækja um verkefnastyrki í sérstakan sjóð fyrir ungt og efnilegt listafólk, fyrir smærri verkefnum á meðan fjármagn leyfir,“ segir í tilkynningu frá bænum. Akureyri Tónlist Mest lesið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Lífið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Lífið Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Lífið Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Lífið Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Lífið Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Lífið Fleiri fréttir Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í tilkynningu segir um Kristján að hann hafi fæðst í Freiburg í Þýskalandi þann 18. ágúst 1962 og hafi haft tónlist að aðalstarfi síðan árið 1981. „Hann stundaði klassískt nám á gítar og píanó í Tónlistarskóla Reykjavíkur og síðar rafgítarnám við Berklee College of Music í Boston. Ungur varð Kristján landskunnur gítarleikari og starfaði með þekktum hljómsveitum, auk þess að leika inn á fjölda hljómplatna fyrir þjóðþekkta tónlistarmenn. Kristján mun verja starfslaunatímabilinu í tónsmíðar, útsetningar, hljóðupptökur og flutning á eigin tónsmíðum. Hann mun kynna nýja tónsmíð á vefmiðlum í hverjum mánuði þar sem mynd og hljóðskrá verður varpað á netið og opnað fyrir gagnvirkar umsagnir og samræður. Að loknu starfsári verða þessar nýju tónsmíðar gefnar út á hljómplötu og útgáfutónleikar eru áformaðir í kjölfarið. Heiðursviðurkenningar Menningarsjóðs Akureyrar hlutu Þröstur Ásmundsson, fyrrverandi formaður menningarmálanefndar, kennari og þýðandi, og Aðalsteinn Bergdal, menningarfrömuður. Byggingalistaverðlaun Akureyrar hlaut Gísli Jón Kristinsson, arkitekt FAÍ fyrir ævistarf í þágu byggingalistar á Akureyri undanfarna fjóra áratugi. Árlega veitir Akureyrarbær sérstaka viðurkenningu vegna mannréttindamála og í ár voru það annars vegar einstaklingar og hins vegar stofnun sem hlutu viðurkenninguna. Fyrri viðurkenninguna hlaut Norðurslóðanetið sem hefur ötullega sinnt málefnum sem snerta kynjajafnrétti á norðurslóðum. Seinni viðurkenninguna hlutu þær Berglind Júlíusdóttir og Sigríður Edda Ásgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingar og meðlimir í Rauða krossinum á Akureyri, fyrir framlag sitt til verkefnisins Frú Ragnheiður á Akureyri. Þess er loks að geta að Menningarsjóður Akureyrar styrkir árlega ýmis menningarverkefni og í ár voru veittir 18 verkefnastyrkir fyrir 4.350.000 kr. og 9 samstarfssamningar fyrir 3.250.000 kr. Sérstök athygli er vakin á því að enn er mögulegt að sækja um verkefnastyrki í sérstakan sjóð fyrir ungt og efnilegt listafólk, fyrir smærri verkefnum á meðan fjármagn leyfir,“ segir í tilkynningu frá bænum.
Akureyri Tónlist Mest lesið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Lífið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Lífið Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Lífið Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Lífið Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Lífið Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Lífið Fleiri fréttir Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira