Gefa engan afslátt í baráttunni fyrir heiðarlegum stjórnmálum Bjarki Sigurðsson skrifar 22. apríl 2022 10:17 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni. Aðsend Píratar kynntu stefnumál sín fyrir komandi borgarstjórnarkosningar á Kjarvalsstöðum í gær. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segir að flokkurinn hafi skilað miklum árangri á líðandi kjörtímabili. Píratar hafa brátt verið í meirihlutasamstarfi í borgarstjórn í átta ár og segir Dóra að flokkurinn sé traustsins verður. „Við erum græn, frjálslynd og réttsýn. Píratar stunda og standa fyrir heiðarlegum stjórnmálum sem þýðir að við gefum engan afslátt og erum ekki tilbúin í málamiðlanir sem víkja frá okkar kjarnaprinsippum hvort sem það varðar loftslagsmál, mannréttindamál eða baráttuna gegn spillingu,“ segir Dóra í tilkynningu. Sætta sig ekki við miðjumoð Á næsta kjörtímabili ætlar flokkurinn að „hleypa sólarljósi inn í stjórnsýsluna“ svo spilling og sóun geti hvergi falist. Þá vilja Píratar valdefla íbúa og styrkja lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar. „Píratar gefa engan afslátt í baráttunni fyrir heiðarlegum stjórnmálum og grænni, sanngjarnri og nútímalegri borg. Við sættum okkur ekki við neitt miðjumoð heldur göngum alla leið og erum trú almannahag. Píratar gera gott betra. Við meinum það sem við segjum og orðum fylgja gjörðir,“ segir Dóra. Þrjár víddir Reykjavíkur Á stefnumálakynningarfundinum kynnti flokkurinn þrjár víddir Reykjavíkur undir stjórn Pírata. „Fagleg og nútímaleg lýðræðisborg“, „græn og barnvæn þekkingarborg“ og „aðgengileg og fjölbreytt mannréttindaborg“. Hér fyrir neðan má lesa allar stefnur Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hleypa sólarljósinu inn í stjórnsýsluna svo spilling og sóun geti hvergi falist með því að stórefla gagnsæi og gagnainnviði borgarinnar með meðal annars Gagnsjá Reykjavíkur með yfirsýn yfir gögn borgarinnar og nýrri styrkjagátt með yfirliti yfir veitta styrki og forsendur styrkveitinga. Valdefla íbúa og styrkja lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar með fjölbreyttum og aðgengilegum leiðum til áhrifa og virku samráði við íbúa og hagsmunaaðila á öllum stigum vinnunnar, eins og með nýrri og sameinaðri styrkjagátt og innleiðingu lýðræðisstefnu. Færa Reykjavík inn í nútímann með því að nýta tæknina og hugvitið til að auðvelda fólki lífið og minnka vesen með stafrænni og nútímalegri þjónustu. Skapa stafrænt innritunarferli í leikskóla með yfirliti yfir laus pláss og einfalda þjónustu í skipulags- og uppbyggingarmálum. Gera græn plön og framkvæmdir enn grænni og metnaðarfyllri svo bíllaus lífsstíll þurfi ekki að vera jaðarsport, hraða uppbyggingu Borgarlínu, endurheimta borgarlandið og endurhanna borgarumhverfið fyrir gangandi og hjólandi með þéttingu byggðar og fjölgun göngu- og vistgatna og bíllausra svæða. Allar ákvarðanir eiga að taka mið af markmiðum í loftslagsmálum. Bjóða upp á svæði fyrir lausagöngu hunda í öllum hverfum og huga að þörfum dýra og dýraeigenda eins og hundasvæða og hundagerða strax við þróun nýrra hverfa og innviða frekar en sem eftir á hugsun. Mæta fjölbreyttum þörfum barna og barnafjölskyldna á þeirra forsendum svo að margbreytileiki barna fái að njóta sín, tryggja nægan fjölda leikskóla- og dagvistunarplássa miðað við þörf, innleiða 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla, auka val fjölskyldna þegar bilið er brúað frá fæðingarorlofi. Hraða uppbyggingu fjölbreytts húsnæðis í þéttri lífsgæðabyggð í takt við þarfir almennings, fjölga félagslegum íbúðum sem hlutfalli af heildaruppbyggingu og stuðla að því að öll sveitarfélög axli sinn hluta, tryggja að lágmarki 25% uppbyggingar sé fyrir efnaminni hópa. Beita skaðaminnkandi aðferðum byggt á umburðarlyndi og fordómaleysi, fjölga úrræðum fyrir fólk í heimilisleysi og taka skaðaminnkun alla leið með neyðarskýli fyrir konur án skilyrða og sólarhringsþjónustu í ,,Húsnæði fyrst.“ Bjóða jafnréttis-, kyn-, hinsegin- og kynjafræðsla á öllum skólastigum, ráða fleiri hinseginsérfræðinga og sérfræðinga í Jafnréttisskólann. Bjóða gjaldfrjálsa móðurmálskennslu barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Píratar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Píratar hafa brátt verið í meirihlutasamstarfi í borgarstjórn í átta ár og segir Dóra að flokkurinn sé traustsins verður. „Við erum græn, frjálslynd og réttsýn. Píratar stunda og standa fyrir heiðarlegum stjórnmálum sem þýðir að við gefum engan afslátt og erum ekki tilbúin í málamiðlanir sem víkja frá okkar kjarnaprinsippum hvort sem það varðar loftslagsmál, mannréttindamál eða baráttuna gegn spillingu,“ segir Dóra í tilkynningu. Sætta sig ekki við miðjumoð Á næsta kjörtímabili ætlar flokkurinn að „hleypa sólarljósi inn í stjórnsýsluna“ svo spilling og sóun geti hvergi falist. Þá vilja Píratar valdefla íbúa og styrkja lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar. „Píratar gefa engan afslátt í baráttunni fyrir heiðarlegum stjórnmálum og grænni, sanngjarnri og nútímalegri borg. Við sættum okkur ekki við neitt miðjumoð heldur göngum alla leið og erum trú almannahag. Píratar gera gott betra. Við meinum það sem við segjum og orðum fylgja gjörðir,“ segir Dóra. Þrjár víddir Reykjavíkur Á stefnumálakynningarfundinum kynnti flokkurinn þrjár víddir Reykjavíkur undir stjórn Pírata. „Fagleg og nútímaleg lýðræðisborg“, „græn og barnvæn þekkingarborg“ og „aðgengileg og fjölbreytt mannréttindaborg“. Hér fyrir neðan má lesa allar stefnur Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hleypa sólarljósinu inn í stjórnsýsluna svo spilling og sóun geti hvergi falist með því að stórefla gagnsæi og gagnainnviði borgarinnar með meðal annars Gagnsjá Reykjavíkur með yfirsýn yfir gögn borgarinnar og nýrri styrkjagátt með yfirliti yfir veitta styrki og forsendur styrkveitinga. Valdefla íbúa og styrkja lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar með fjölbreyttum og aðgengilegum leiðum til áhrifa og virku samráði við íbúa og hagsmunaaðila á öllum stigum vinnunnar, eins og með nýrri og sameinaðri styrkjagátt og innleiðingu lýðræðisstefnu. Færa Reykjavík inn í nútímann með því að nýta tæknina og hugvitið til að auðvelda fólki lífið og minnka vesen með stafrænni og nútímalegri þjónustu. Skapa stafrænt innritunarferli í leikskóla með yfirliti yfir laus pláss og einfalda þjónustu í skipulags- og uppbyggingarmálum. Gera græn plön og framkvæmdir enn grænni og metnaðarfyllri svo bíllaus lífsstíll þurfi ekki að vera jaðarsport, hraða uppbyggingu Borgarlínu, endurheimta borgarlandið og endurhanna borgarumhverfið fyrir gangandi og hjólandi með þéttingu byggðar og fjölgun göngu- og vistgatna og bíllausra svæða. Allar ákvarðanir eiga að taka mið af markmiðum í loftslagsmálum. Bjóða upp á svæði fyrir lausagöngu hunda í öllum hverfum og huga að þörfum dýra og dýraeigenda eins og hundasvæða og hundagerða strax við þróun nýrra hverfa og innviða frekar en sem eftir á hugsun. Mæta fjölbreyttum þörfum barna og barnafjölskyldna á þeirra forsendum svo að margbreytileiki barna fái að njóta sín, tryggja nægan fjölda leikskóla- og dagvistunarplássa miðað við þörf, innleiða 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla, auka val fjölskyldna þegar bilið er brúað frá fæðingarorlofi. Hraða uppbyggingu fjölbreytts húsnæðis í þéttri lífsgæðabyggð í takt við þarfir almennings, fjölga félagslegum íbúðum sem hlutfalli af heildaruppbyggingu og stuðla að því að öll sveitarfélög axli sinn hluta, tryggja að lágmarki 25% uppbyggingar sé fyrir efnaminni hópa. Beita skaðaminnkandi aðferðum byggt á umburðarlyndi og fordómaleysi, fjölga úrræðum fyrir fólk í heimilisleysi og taka skaðaminnkun alla leið með neyðarskýli fyrir konur án skilyrða og sólarhringsþjónustu í ,,Húsnæði fyrst.“ Bjóða jafnréttis-, kyn-, hinsegin- og kynjafræðsla á öllum skólastigum, ráða fleiri hinseginsérfræðinga og sérfræðinga í Jafnréttisskólann. Bjóða gjaldfrjálsa móðurmálskennslu barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.
Hleypa sólarljósinu inn í stjórnsýsluna svo spilling og sóun geti hvergi falist með því að stórefla gagnsæi og gagnainnviði borgarinnar með meðal annars Gagnsjá Reykjavíkur með yfirsýn yfir gögn borgarinnar og nýrri styrkjagátt með yfirliti yfir veitta styrki og forsendur styrkveitinga. Valdefla íbúa og styrkja lýðræðisleg vinnubrögð stjórnsýslunnar með fjölbreyttum og aðgengilegum leiðum til áhrifa og virku samráði við íbúa og hagsmunaaðila á öllum stigum vinnunnar, eins og með nýrri og sameinaðri styrkjagátt og innleiðingu lýðræðisstefnu. Færa Reykjavík inn í nútímann með því að nýta tæknina og hugvitið til að auðvelda fólki lífið og minnka vesen með stafrænni og nútímalegri þjónustu. Skapa stafrænt innritunarferli í leikskóla með yfirliti yfir laus pláss og einfalda þjónustu í skipulags- og uppbyggingarmálum. Gera græn plön og framkvæmdir enn grænni og metnaðarfyllri svo bíllaus lífsstíll þurfi ekki að vera jaðarsport, hraða uppbyggingu Borgarlínu, endurheimta borgarlandið og endurhanna borgarumhverfið fyrir gangandi og hjólandi með þéttingu byggðar og fjölgun göngu- og vistgatna og bíllausra svæða. Allar ákvarðanir eiga að taka mið af markmiðum í loftslagsmálum. Bjóða upp á svæði fyrir lausagöngu hunda í öllum hverfum og huga að þörfum dýra og dýraeigenda eins og hundasvæða og hundagerða strax við þróun nýrra hverfa og innviða frekar en sem eftir á hugsun. Mæta fjölbreyttum þörfum barna og barnafjölskyldna á þeirra forsendum svo að margbreytileiki barna fái að njóta sín, tryggja nægan fjölda leikskóla- og dagvistunarplássa miðað við þörf, innleiða 6 tíma gjaldfrjálsan leikskóla, auka val fjölskyldna þegar bilið er brúað frá fæðingarorlofi. Hraða uppbyggingu fjölbreytts húsnæðis í þéttri lífsgæðabyggð í takt við þarfir almennings, fjölga félagslegum íbúðum sem hlutfalli af heildaruppbyggingu og stuðla að því að öll sveitarfélög axli sinn hluta, tryggja að lágmarki 25% uppbyggingar sé fyrir efnaminni hópa. Beita skaðaminnkandi aðferðum byggt á umburðarlyndi og fordómaleysi, fjölga úrræðum fyrir fólk í heimilisleysi og taka skaðaminnkun alla leið með neyðarskýli fyrir konur án skilyrða og sólarhringsþjónustu í ,,Húsnæði fyrst.“ Bjóða jafnréttis-, kyn-, hinsegin- og kynjafræðsla á öllum skólastigum, ráða fleiri hinseginsérfræðinga og sérfræðinga í Jafnréttisskólann. Bjóða gjaldfrjálsa móðurmálskennslu barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Píratar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira