„Vonandi förum við á EM eftir tvö ár“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 23. apríl 2022 18:09 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðins í handbolta Vísir: Hulda Margrét Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennaliðsins í handbolta, var svekktur eftir sex marka tap á móti Serbíu, 28-22, í lokaumferð undankeppni EM. Með sigri hefði Ísland tryggt sér sæti en Serbía var of stór biti að þessu sinni. „Þetta þróaðist ekki ósvipað eins og við áttum von á, að þetta væri erfitt en mér fannst við fá tækifæri til að gera eitthvað alvöru úr þessu undir lokin. Mögulega smá stress hjá þeim, það gerðu allir ráð fyrir við værum að fara vinna og ég var að vona að við værum að fá upp þann kafla. Því miður gekk það ekki alveg upp seinustu tíu mínúturnar,“ sagði Arnar við Rúv eftir leikinn. Leikurinn var kaflaskiptur fyrir Ísland. Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn góður og skoruðu stelpurnar 15 mörk en að sama skapi náði varnarleikurinn og markvarslan sér ekki á strik. Í seinni hálfleiknum datt sóknarleikurinn niður en þá hrökk markvarslan í gang. „Leikurinn var þannig að hann var ofboðslega opin í fyrri hálfleik en svo lokaðist þetta í seinni. Mér fannst við ofboðslega tæpar í að skapa okkur færi. Ég á eftir að skoða þetta og átta mig betur á þessu. Ég er auðvitað svekktur en ég er ofboðslega stoltur af þessum stelpum, að spila á mjög erfiðum útivelli gegn mjög sterku liði. Við vorum nálægt því að gera alvöru úr þessu.“ Stelpurnar ætla að halda áfram að bæta sig og vonar Arnar að komast á EM eftir tvö ár. „Við ætlum að halda áfram að bæta okkur. Þessar stelpur eru ótrúlega flottar og það er ótrúlega gaman að vinna með þeim. Vonandi förum við á EM eftir tvö ár.“ Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Þetta þróaðist ekki ósvipað eins og við áttum von á, að þetta væri erfitt en mér fannst við fá tækifæri til að gera eitthvað alvöru úr þessu undir lokin. Mögulega smá stress hjá þeim, það gerðu allir ráð fyrir við værum að fara vinna og ég var að vona að við værum að fá upp þann kafla. Því miður gekk það ekki alveg upp seinustu tíu mínúturnar,“ sagði Arnar við Rúv eftir leikinn. Leikurinn var kaflaskiptur fyrir Ísland. Í fyrri hálfleik var sóknarleikurinn góður og skoruðu stelpurnar 15 mörk en að sama skapi náði varnarleikurinn og markvarslan sér ekki á strik. Í seinni hálfleiknum datt sóknarleikurinn niður en þá hrökk markvarslan í gang. „Leikurinn var þannig að hann var ofboðslega opin í fyrri hálfleik en svo lokaðist þetta í seinni. Mér fannst við ofboðslega tæpar í að skapa okkur færi. Ég á eftir að skoða þetta og átta mig betur á þessu. Ég er auðvitað svekktur en ég er ofboðslega stoltur af þessum stelpum, að spila á mjög erfiðum útivelli gegn mjög sterku liði. Við vorum nálægt því að gera alvöru úr þessu.“ Stelpurnar ætla að halda áfram að bæta sig og vonar Arnar að komast á EM eftir tvö ár. „Við ætlum að halda áfram að bæta okkur. Þessar stelpur eru ótrúlega flottar og það er ótrúlega gaman að vinna með þeim. Vonandi förum við á EM eftir tvö ár.“
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Leik lokið: Serbía - Ísland 28-22| Draumurinn um EM úti Ísland mætti Serbíu í Zrenjanin í lokaumferð undankeppni EM 2022 í handbolta kvenna. Með sigri hefðu Íslendingar komist á sitt fyrsta stórmót í tíu ár. Það gekk hinsvegar ekki eftir, Serbía náði strax forystu og var með yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur 28-22. 23. apríl 2022 15:01