Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. apríl 2022 14:00 Egill Aðalsteinsson Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins almennt góða hér á landi þar sem sífellt færri eru nú að greinast. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 50 prósent landsmanna nælt sér í veirunna en líklega er raunverulegur fjöldi mun hærri. Önnur áhrif veirunnar eru þó að koma í ljós víða um heim en niðurstöður nýrrar rannsóknar frá Svíþjóð benda til að það sé aukin áhætta á blóðtappamyndun hjá Covid sjúklingum í allt að sex mánuði eftir smit. Niðurstöðurnar voru birtar fyrr í mánuðinum en þar kom í ljós að fjórir af hverjum tíu þúsund sem fengu Covid höfðu myndað blóðtappi í djúpæðakerfi (e. deep vein thrombosis) á tímabilinu, frá febrúar 2020 til maí 2021, samanborið við einn af hverjum tíu þúsund sem ekki höfðu fengið Covid. Enn fremur höfðu sautján af hverjum tíu þúsund Covid sjúklingum fengið blóðtappa í lungu (e. pulmonary embolism) á tímabilinu, samanborið við færri en einn af hverjum tíu þúsund hjá þeim sem ekki höfðu fengið Covid. Aukin hætta hafi verið á blóðtöppum í fótum í allt að þrjá mánuði og í lungum í allt að sex mánuði. Þá var aukin áhætta á innvortis blæðingum, þar á meðal heilablóðfalli, í allt að tvo mánuði. https://twitter.com/search?q=covid%20dvt&src=typed_query Þórólfur segir það lengi hafa legið fyrir að það séu auknar líkur á blóðtappamyndun eftir Covid-sýkingu. Þá er einnig aukin áhætta eftir bólusetningu með ákveðnum bóluefnum en hættan er þó töluvert meiri greinist einstaklingur með veiruna. Hingað til hefur þó verið talað um styttri tíma. „Það hefur verið talað um þessa auknu áhættu fyrstu vikurnar eftir smit, og bólusetningu líka. Hvort að það er eitthvað lengra eftir smit heldur en áður var talið, það er alveg mögulegt,“ segir Þórólfur. Tilefni til að fara varlega Fréttastofa hefur heyrt af tilviki þar sem Íslendingur sem hafði greinst með Covid fékk blóðtappa eftir flug. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er það þó ekki algengt og eru ekki til tölur yfir slík tilvik hér á landi. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort fólk sé í meiri hættu þegar það fer í flug eftir að hafa smitast. Það er þó vitað að það er aukin áhætta á blóðtappa þegar fólk situr lengi hreyfingarlaust, til að mynda í flugvél eða löngum bílferðum. Á internetinu má finna ýmsar leiðbeiningar um hvernig er hægt að fyrirbyggja blóðtappa í flugi, til að mynda þessar hér fyrir ofan frá Lyfju. Skjáskot Aðspurður um hvort það sé tilefni til að fólk fari varlega, nú sérstaklega þegar ferðaþjónustan er aftur að fara á flug, segir Þórólfur að svo geti verið, þá einna helst fyrstu vikurnar eftir smit. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar til, bæði að fólk hreyfi sig og noti ákveðna teygjusokka, og að fólk noti jafnvel einhverja blóðþynningu eins og asprín eða eitthvað meðan á flugferð stendur og það getur alveg gilt áfram,“ segir Þórólfur. Hvað aðrar langtímaafleiðingar Covid varðar, bæði líkamlegar og andlegar, segir Þórólfur að þær eigi eftir að koma í ljós á næstu mánuðum. „Við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar og það er jafnvel talið að einhverjir tugir prósenta af fólki sem að smitast get i átt við þessi vandamál að stríða en þetta á bara eftir að skýra dálítið betur,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni. 6. janúar 2022 20:00 Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins. 13. október 2021 09:53 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins almennt góða hér á landi þar sem sífellt færri eru nú að greinast. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 50 prósent landsmanna nælt sér í veirunna en líklega er raunverulegur fjöldi mun hærri. Önnur áhrif veirunnar eru þó að koma í ljós víða um heim en niðurstöður nýrrar rannsóknar frá Svíþjóð benda til að það sé aukin áhætta á blóðtappamyndun hjá Covid sjúklingum í allt að sex mánuði eftir smit. Niðurstöðurnar voru birtar fyrr í mánuðinum en þar kom í ljós að fjórir af hverjum tíu þúsund sem fengu Covid höfðu myndað blóðtappi í djúpæðakerfi (e. deep vein thrombosis) á tímabilinu, frá febrúar 2020 til maí 2021, samanborið við einn af hverjum tíu þúsund sem ekki höfðu fengið Covid. Enn fremur höfðu sautján af hverjum tíu þúsund Covid sjúklingum fengið blóðtappa í lungu (e. pulmonary embolism) á tímabilinu, samanborið við færri en einn af hverjum tíu þúsund hjá þeim sem ekki höfðu fengið Covid. Aukin hætta hafi verið á blóðtöppum í fótum í allt að þrjá mánuði og í lungum í allt að sex mánuði. Þá var aukin áhætta á innvortis blæðingum, þar á meðal heilablóðfalli, í allt að tvo mánuði. https://twitter.com/search?q=covid%20dvt&src=typed_query Þórólfur segir það lengi hafa legið fyrir að það séu auknar líkur á blóðtappamyndun eftir Covid-sýkingu. Þá er einnig aukin áhætta eftir bólusetningu með ákveðnum bóluefnum en hættan er þó töluvert meiri greinist einstaklingur með veiruna. Hingað til hefur þó verið talað um styttri tíma. „Það hefur verið talað um þessa auknu áhættu fyrstu vikurnar eftir smit, og bólusetningu líka. Hvort að það er eitthvað lengra eftir smit heldur en áður var talið, það er alveg mögulegt,“ segir Þórólfur. Tilefni til að fara varlega Fréttastofa hefur heyrt af tilviki þar sem Íslendingur sem hafði greinst með Covid fékk blóðtappa eftir flug. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er það þó ekki algengt og eru ekki til tölur yfir slík tilvik hér á landi. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort fólk sé í meiri hættu þegar það fer í flug eftir að hafa smitast. Það er þó vitað að það er aukin áhætta á blóðtappa þegar fólk situr lengi hreyfingarlaust, til að mynda í flugvél eða löngum bílferðum. Á internetinu má finna ýmsar leiðbeiningar um hvernig er hægt að fyrirbyggja blóðtappa í flugi, til að mynda þessar hér fyrir ofan frá Lyfju. Skjáskot Aðspurður um hvort það sé tilefni til að fólk fari varlega, nú sérstaklega þegar ferðaþjónustan er aftur að fara á flug, segir Þórólfur að svo geti verið, þá einna helst fyrstu vikurnar eftir smit. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar til, bæði að fólk hreyfi sig og noti ákveðna teygjusokka, og að fólk noti jafnvel einhverja blóðþynningu eins og asprín eða eitthvað meðan á flugferð stendur og það getur alveg gilt áfram,“ segir Þórólfur. Hvað aðrar langtímaafleiðingar Covid varðar, bæði líkamlegar og andlegar, segir Þórólfur að þær eigi eftir að koma í ljós á næstu mánuðum. „Við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar og það er jafnvel talið að einhverjir tugir prósenta af fólki sem að smitast get i átt við þessi vandamál að stríða en þetta á bara eftir að skýra dálítið betur,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni. 6. janúar 2022 20:00 Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins. 13. október 2021 09:53 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni. 6. janúar 2022 20:00
Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins. 13. október 2021 09:53