Fulltrúar Bankasýslunnar komu fyrir fund nefndarinnar í morgun, sem sömuleiðis var opinn, og svöruðu spurningum hennar. Á föstudaginn mæta auk Bjarna þeir Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri, Sigurður H. Helgason skrifstofustjóri, Jón Gunnar Vilhelmsson sérfræðingur og Haraldur Steinþórsson lögfræðingur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.
Fundinum verður líkt og fundinum í morgun streymt á vef Alþingis og sjónvarpsrás þingsins. Fundurinn hefst klukkan 8:30 og er gert ráð fyrir að hann standi yfir í klukkustund.