Söknuðu „Johnny“ og pressuðu á að Jón Dagur slyppi úr frystinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 08:30 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar sigri með félögum sínum í AGF. Getty/Lars Ronbog Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson var settur út í kuldann hjá danska félaginu AGF þegar hann vildi ekki skrifa undir nýjan samning. Nú hefur félagið neyðst til að kalla aftur á þennan öfluga Íslending og það var ekki síst fyrir pressu frá liðsfélögum hans. Samningur Jóns Dags og AGF rennur út í sumar og þegar hann vildi ekki framlengja hann beið hans frystikistan. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað með AGF síðan 7. mars og er búinn að missa af fimm deildarleikjum í röð. Jón Dagur hefur samt sem áður æft á fullu og ekki verið að tjá sig um stöðuna í fjölmiðlum. Það eina sem hann hefur gert til að setja smá pressu á stjórn AGF er að birta myndir af sér af golfvellinum og annars staðar á leikdögum til að minna á það að hann sé enn leikmaður félagsins en fái ekki að spila. Samlet AGF-trup krævede Jon Dagur tilbage https://t.co/GWIIZJ9E4g— bold.dk (@bolddk) April 27, 2022 Patrick Mortensen, fyrirliði AGF, ræddi stöðu Jóns Dags og endurkomu hans í viðtali við TV2. Mortensen segir að leikmenn liðsins hafi viljað fá íslenska landsliðsmanninn inn í liðið og létu þá skoðun sína í ljós. „Við leikmennirnir höfðum látið okkar skoðun í ljós og að við söknum Johnny og að hann eigi skilið að spila. Við vorum ekki ánægðir með þetta og félagið fékk að vita af því,“ sagði Patrick Mortensen. „Ég veit ekki hvort við höfum haft áhrif á niðurstöðuna því aðeins félagið getur svarað því. Við sögðum bara okkar skoðun,“ sagði Mortensen. „Þegar þú ert með ‚Johnny' á hverjum degi þá er ekki hægt annað en að elska hann. Það var ekkert að þessum færslum hans á samfélagsmiðlum og þetta er bara létt grín. Það eru engin leiðindi þar,“ sagði Mortensen. Jón Dagur kvaddi stuðningsmenn AGF fyrir mánuði síðan en forráðamenn félagsins urðu á endanum að fá hann aftur í liðið.https://t.co/43uhxPnokC— Sportið á Vísi (@VisirSport) April 26, 2022 „Hann er strákur sem elskar að spila fótbolta. Það getur verið mjög erfitt að lenda í þeirri stöðu að fá svona skilaboð frá klúbbnum þegar þú ert að verða samningslaus. Hann er kominn til baka á sínum eigin verðleikum og við höfum stutt hann eins mikið og við höfðum getað,“ sagði Mortensen. „Jón er Jón og hefur tekið mjög fagmannlega á þessu allan tímann. Hann er einbeittur og hefur tekið rétt á þessu og það hafa aldrei verið einhverjar deilur á ferðinni,“ sagði Stig Inge Bjørnebye, íþróttastjóri AGF. AGF mætir OB in Óðinsvéum á sunnudaginn en liðið er sex stigum á undan Velje sem situr í fallsæti. Danski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Samningur Jóns Dags og AGF rennur út í sumar og þegar hann vildi ekki framlengja hann beið hans frystikistan. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað með AGF síðan 7. mars og er búinn að missa af fimm deildarleikjum í röð. Jón Dagur hefur samt sem áður æft á fullu og ekki verið að tjá sig um stöðuna í fjölmiðlum. Það eina sem hann hefur gert til að setja smá pressu á stjórn AGF er að birta myndir af sér af golfvellinum og annars staðar á leikdögum til að minna á það að hann sé enn leikmaður félagsins en fái ekki að spila. Samlet AGF-trup krævede Jon Dagur tilbage https://t.co/GWIIZJ9E4g— bold.dk (@bolddk) April 27, 2022 Patrick Mortensen, fyrirliði AGF, ræddi stöðu Jóns Dags og endurkomu hans í viðtali við TV2. Mortensen segir að leikmenn liðsins hafi viljað fá íslenska landsliðsmanninn inn í liðið og létu þá skoðun sína í ljós. „Við leikmennirnir höfðum látið okkar skoðun í ljós og að við söknum Johnny og að hann eigi skilið að spila. Við vorum ekki ánægðir með þetta og félagið fékk að vita af því,“ sagði Patrick Mortensen. „Ég veit ekki hvort við höfum haft áhrif á niðurstöðuna því aðeins félagið getur svarað því. Við sögðum bara okkar skoðun,“ sagði Mortensen. „Þegar þú ert með ‚Johnny' á hverjum degi þá er ekki hægt annað en að elska hann. Það var ekkert að þessum færslum hans á samfélagsmiðlum og þetta er bara létt grín. Það eru engin leiðindi þar,“ sagði Mortensen. Jón Dagur kvaddi stuðningsmenn AGF fyrir mánuði síðan en forráðamenn félagsins urðu á endanum að fá hann aftur í liðið.https://t.co/43uhxPnokC— Sportið á Vísi (@VisirSport) April 26, 2022 „Hann er strákur sem elskar að spila fótbolta. Það getur verið mjög erfitt að lenda í þeirri stöðu að fá svona skilaboð frá klúbbnum þegar þú ert að verða samningslaus. Hann er kominn til baka á sínum eigin verðleikum og við höfum stutt hann eins mikið og við höfðum getað,“ sagði Mortensen. „Jón er Jón og hefur tekið mjög fagmannlega á þessu allan tímann. Hann er einbeittur og hefur tekið rétt á þessu og það hafa aldrei verið einhverjar deilur á ferðinni,“ sagði Stig Inge Bjørnebye, íþróttastjóri AGF. AGF mætir OB in Óðinsvéum á sunnudaginn en liðið er sex stigum á undan Velje sem situr í fallsæti.
Danski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira