Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2022 06:53 Íhaldsmenn eru nú í meirihluta meðal dómara hæstaréttar, eftir að Donald Trump skipaði þrjá á sínum stutta valdatíma. Hæstiréttur Bandaríkjanna Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. Frétt Politico byggir á drögum að dómsniðurstöðu meirihluta réttarins, sem er sögð hafa verið skrifuð af hæstaréttardómaranum Samuel Alito. Þar segir Alito að niðurstaða réttarins í Roe gegn Wade hafi verið röng og að það sé löggjafarvaldsins að ákveða að heimila eða ekki heimila hvort konur í viðkomandi ríki fái að gangast undir þungunarrof. Svo virðist sem drögunum hafi verið lekið, sem er fordæmalaust í sögu réttarins. „Það er niðurstaða okkar að það verður að snúa Roe og Casey,“ segir í dómnum, sem sérfræðingar vestanhafs segja líklega ófalsaðan. „Það er komin tími til að fara að stjórnarskránni og skila kjörnum fulltrúum þjóðarinnar aftur ákvarðanavaldinu um þungunarrof.“ Löggjöfin smíðuð til höfuðs Roe gegn Wade Málið sem liggur fyrir hæstarétti núna varðar nýja löggjöf í Mississippi sem kveður á um næstum algilt bann við þungunarrofi eftir 15. viku meðgöngu. Málið var höfðað af síðustu heilbrigðisstofnuninni í ríkinu þar sem enn er hægt að gangast undir þungunarrof, Jackson Women's Health Organization, en þannig tókst að fresta gildistöku laganna. Eftir málflutning í desember lá í loftinu að hæstiréttur myndi dæma ríkinu í hag en ekki þótti útséð með það hvort hann myndi ganga svo langt að snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade, eins og nú liggur fyrir. Á þeim tíma sagði hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor ljóst að löggjafinn í Mississippi hefði smíðað lögin sem ögrun við Roe gegn Wade og varaði meðdómara sína gegn því að láta freistast. „Mun þessi stofnun lifa þann óþef sem þetta mun skapa meðal almennings, um að stjórnarskráinn og túlkun hennar séu bara pólitískur gjörningur? Ég sé ekki að það sé mögulegt,“ sagði hún. Hitt málið sem getið er í niðurstöðu dómsins, Planned Parenthood gegn Casey, fór fyrir hæstarétt tveimur áratugum eftir að niðurstaða fékkst í Roe gegn Wade en í því máli staðfesti dómstóllinn fyrri niðurstöðu sína og ákvað að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til þess að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Fjöldi ríkja mun freista þess að banna þungunarrof Politico greindi frá niðurstöðu réttarins í gær og eins og fyrr segir segja sérfræðingar allar líkur á því að dómurinn sé ófalsaður og vísa meðal annars til forms, lengdar og orðalags, sem líkist öðrum meirihlutaálitum sem Alito hefur skrifað. Niðurstaðan var óhugsandi fyrir nokkrum árum en pólitísk slagsíða hæstaréttar gjörbreyttist þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu og skipaði á stuttum valdatíma sínum þrjá dómara við dómstólinn. Málið hefur strax vakið gríðarlega reiði vestanhafs, enda er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Mótmæli hafa þegar átt sér stað og verið boðuð og ljóst að þeir sem styðja rétt kvenna til að gangast undir þungunarrof munu ekki sætta sig við þessi málalok. Íhaldsmenn fagna á sama tíma og segja niðurstöðuna löngu tímabæra. Ákvörðun hæstaréttar mun hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt samfélag, enda um að ræða eitt mesta hitamál síðustu áratuga. Gera má ráð fyrir að fjöldi ríkja muni í kjölfarið banna þungunarrof en óvíst er hvaða áhrif niðurstaðan mun hafa í kosningum næstu misserin. Þungunarrof Bandaríkin Mannréttindi Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Frétt Politico byggir á drögum að dómsniðurstöðu meirihluta réttarins, sem er sögð hafa verið skrifuð af hæstaréttardómaranum Samuel Alito. Þar segir Alito að niðurstaða réttarins í Roe gegn Wade hafi verið röng og að það sé löggjafarvaldsins að ákveða að heimila eða ekki heimila hvort konur í viðkomandi ríki fái að gangast undir þungunarrof. Svo virðist sem drögunum hafi verið lekið, sem er fordæmalaust í sögu réttarins. „Það er niðurstaða okkar að það verður að snúa Roe og Casey,“ segir í dómnum, sem sérfræðingar vestanhafs segja líklega ófalsaðan. „Það er komin tími til að fara að stjórnarskránni og skila kjörnum fulltrúum þjóðarinnar aftur ákvarðanavaldinu um þungunarrof.“ Löggjöfin smíðuð til höfuðs Roe gegn Wade Málið sem liggur fyrir hæstarétti núna varðar nýja löggjöf í Mississippi sem kveður á um næstum algilt bann við þungunarrofi eftir 15. viku meðgöngu. Málið var höfðað af síðustu heilbrigðisstofnuninni í ríkinu þar sem enn er hægt að gangast undir þungunarrof, Jackson Women's Health Organization, en þannig tókst að fresta gildistöku laganna. Eftir málflutning í desember lá í loftinu að hæstiréttur myndi dæma ríkinu í hag en ekki þótti útséð með það hvort hann myndi ganga svo langt að snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade, eins og nú liggur fyrir. Á þeim tíma sagði hæstaréttardómarinn Sonia Sotomayor ljóst að löggjafinn í Mississippi hefði smíðað lögin sem ögrun við Roe gegn Wade og varaði meðdómara sína gegn því að láta freistast. „Mun þessi stofnun lifa þann óþef sem þetta mun skapa meðal almennings, um að stjórnarskráinn og túlkun hennar séu bara pólitískur gjörningur? Ég sé ekki að það sé mögulegt,“ sagði hún. Hitt málið sem getið er í niðurstöðu dómsins, Planned Parenthood gegn Casey, fór fyrir hæstarétt tveimur áratugum eftir að niðurstaða fékkst í Roe gegn Wade en í því máli staðfesti dómstóllinn fyrri niðurstöðu sína og ákvað að konur ættu stjórnarskrárvarinn rétt til þess að gangast undir þungunarrof þar til fóstrið gæti lifað sjálfstæðu lífi utan líkama konunnar. Fjöldi ríkja mun freista þess að banna þungunarrof Politico greindi frá niðurstöðu réttarins í gær og eins og fyrr segir segja sérfræðingar allar líkur á því að dómurinn sé ófalsaður og vísa meðal annars til forms, lengdar og orðalags, sem líkist öðrum meirihlutaálitum sem Alito hefur skrifað. Niðurstaðan var óhugsandi fyrir nokkrum árum en pólitísk slagsíða hæstaréttar gjörbreyttist þegar Donald Trump sat í Hvíta húsinu og skipaði á stuttum valdatíma sínum þrjá dómara við dómstólinn. Málið hefur strax vakið gríðarlega reiði vestanhafs, enda er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Mótmæli hafa þegar átt sér stað og verið boðuð og ljóst að þeir sem styðja rétt kvenna til að gangast undir þungunarrof munu ekki sætta sig við þessi málalok. Íhaldsmenn fagna á sama tíma og segja niðurstöðuna löngu tímabæra. Ákvörðun hæstaréttar mun hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarískt samfélag, enda um að ræða eitt mesta hitamál síðustu áratuga. Gera má ráð fyrir að fjöldi ríkja muni í kjölfarið banna þungunarrof en óvíst er hvaða áhrif niðurstaðan mun hafa í kosningum næstu misserin.
Þungunarrof Bandaríkin Mannréttindi Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira