Þyrluflugmenn fá að áfrýja til Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2022 15:28 Frá Aðalvík á Hornströndum. Vísir Hæstiréttur hefur veitt þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra þess og tveimur flugmönnum leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar, þar sem þeim var gert að greiða sekt fyrir að hafa lent tveimur þyrlum í friðlandi Hornstranda fyrir tveimur árum. Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Tekist var á um málið í Héraðsdómi Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir tveir voru sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins. Byggði héraðsdómur sýknuna á því að ákvæði í stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins, þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að lenda þyrlum innnan friðlandsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar, ætti sér ekki fullnægjandi lagastoð í lögum um náttúruvernd. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem komist var að gagnstæðri niðurstöðu, reglurnar sem giltu í friðlandinu ætti sér stoð í lögum. Var þyrlufyrirtækið dæmt til að greiða 150 þúsund krónur í sekt en framkvæmdastjórinn og flugmennirnir 75 þúsund krónur hver. Ákveðið var að óska eftir leyfi til að skjóta dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Vildu þeir meina að refsiheimildin sem deilt var um væri ekki að finna í auglýsingu um staðfestingu á stjórnun- og verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum. Hafi almenna þýðingu að leysa úr málinu Að auki var vísað í 215. grein laga um meðferð sakamála, þar sem fram kemur meðal annars að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk hans eða ákæruvaldsins um áfrýjunarleyfi, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að úrlausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Var einnig vísað í að leyfisbeiðendur voru sakfelldir í Landsrétti en höfðu verið sýknaðir í héraði. Þegar þannig hagar til skal að jafnaði orðið við ósk um áfrýjunarleyfi. Var beiðnin því samþykkt. Dómsmál Fréttir af flugi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. 19. febrúar 2022 09:20 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Tekist var á um málið í Héraðsdómi Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir tveir voru sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins. Byggði héraðsdómur sýknuna á því að ákvæði í stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins, þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að lenda þyrlum innnan friðlandsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar, ætti sér ekki fullnægjandi lagastoð í lögum um náttúruvernd. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem komist var að gagnstæðri niðurstöðu, reglurnar sem giltu í friðlandinu ætti sér stoð í lögum. Var þyrlufyrirtækið dæmt til að greiða 150 þúsund krónur í sekt en framkvæmdastjórinn og flugmennirnir 75 þúsund krónur hver. Ákveðið var að óska eftir leyfi til að skjóta dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Vildu þeir meina að refsiheimildin sem deilt var um væri ekki að finna í auglýsingu um staðfestingu á stjórnun- og verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum. Hafi almenna þýðingu að leysa úr málinu Að auki var vísað í 215. grein laga um meðferð sakamála, þar sem fram kemur meðal annars að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk hans eða ákæruvaldsins um áfrýjunarleyfi, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að úrlausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Var einnig vísað í að leyfisbeiðendur voru sakfelldir í Landsrétti en höfðu verið sýknaðir í héraði. Þegar þannig hagar til skal að jafnaði orðið við ósk um áfrýjunarleyfi. Var beiðnin því samþykkt.
Dómsmál Fréttir af flugi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. 19. febrúar 2022 09:20 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59
Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. 19. febrúar 2022 09:20