Íslendingar senda milljarð í mannúðar- og efnahagsaðstoð til Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2022 20:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, og Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag að Ísland muni auka framlag sitt til mannúðarmála og efnahagsaðstoðar til Úkraínu. Framlagið nemi nú samtals einum milljarði króna. Þetta tilkynnti Katrín á framlagaráðstefnu til stuðnings Úkraínu sem fór fram í Varsjá í Póllandi. Ísland hefur þegar lagt til 575 milljónir króna en Katrín tilkynnti í dag um 425 milljónir til viðbótar. Af milljarðinum nema framlög til mannúðarmála 510 milljónum króna, 230 milljónum verður ráðstafað síðar til mannúðar- og efnahagsstuðnings við Úkraínu og 260 milljónir fara í sjóð á vegum Alþjóðabankans sem styðja mun efnahag Úkraínu. „Með þessu nær tvöföldum við núverandi stuðning okkar við Úkraínu, þar sem megináherslan er áfram á mannúðarmál, stuðning við fólk á flótta og viðkvæma hópa en við leggjum einnig fram efnahagsaðstoð. Við Íslendingar viljum leggja okkar af mörkum á þeim sviðum þar við getum gert gagn,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Fundaði með forsætisráðherrum Úkraínu og Pólland og von der Leyen Þar kemur jafnframt fram að í ávarpi, sem Katrín flutti á fundinum, hafi hún ítrekað fordæmingu íslenskra stjórnvalda á árásarstríði Rússlands. Innrásin væri gróft brot á alþjóðalögum og afleiðingar hennar væru skelfilegar fyrir óbreytta borgara. Sérstaklega þyrfti að huga að áhrifum stríðsins á konur og börn, ekki síst að því er varðar kynbundið ofbeldi og mansal. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjóra ESB í Póllandi í dag.Stjórnarráðið Katrín nýtti ferðina til að funda með Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands þar sem þau ræddu stríðið í Úkraínu en einnig tvíhliða málefni eins og fyrirhugaða opnun sendiráðs Íslands í Varsjá síðar á þessu ári. Þá fundaði hún jafnframt með Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu. Katrín fundaði einnig með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem Úkraína var sömuleiðis efst á baugi og ræddu þær meðal annars þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi. Loks hitti Katrín Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár og heimsótti móttökustöð flóttamannastofnunar Noregs sem rekin er í samvinnu við borgaryfirvöld. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Þetta tilkynnti Katrín á framlagaráðstefnu til stuðnings Úkraínu sem fór fram í Varsjá í Póllandi. Ísland hefur þegar lagt til 575 milljónir króna en Katrín tilkynnti í dag um 425 milljónir til viðbótar. Af milljarðinum nema framlög til mannúðarmála 510 milljónum króna, 230 milljónum verður ráðstafað síðar til mannúðar- og efnahagsstuðnings við Úkraínu og 260 milljónir fara í sjóð á vegum Alþjóðabankans sem styðja mun efnahag Úkraínu. „Með þessu nær tvöföldum við núverandi stuðning okkar við Úkraínu, þar sem megináherslan er áfram á mannúðarmál, stuðning við fólk á flótta og viðkvæma hópa en við leggjum einnig fram efnahagsaðstoð. Við Íslendingar viljum leggja okkar af mörkum á þeim sviðum þar við getum gert gagn,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Fundaði með forsætisráðherrum Úkraínu og Pólland og von der Leyen Þar kemur jafnframt fram að í ávarpi, sem Katrín flutti á fundinum, hafi hún ítrekað fordæmingu íslenskra stjórnvalda á árásarstríði Rússlands. Innrásin væri gróft brot á alþjóðalögum og afleiðingar hennar væru skelfilegar fyrir óbreytta borgara. Sérstaklega þyrfti að huga að áhrifum stríðsins á konur og börn, ekki síst að því er varðar kynbundið ofbeldi og mansal. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjóra ESB í Póllandi í dag.Stjórnarráðið Katrín nýtti ferðina til að funda með Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands þar sem þau ræddu stríðið í Úkraínu en einnig tvíhliða málefni eins og fyrirhugaða opnun sendiráðs Íslands í Varsjá síðar á þessu ári. Þá fundaði hún jafnframt með Denys Shmyhal forsætisráðherra Úkraínu. Katrín fundaði einnig með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB þar sem Úkraína var sömuleiðis efst á baugi og ræddu þær meðal annars þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi. Loks hitti Katrín Rafal Trzaskowski borgarstjóra Varsjár og heimsótti móttökustöð flóttamannastofnunar Noregs sem rekin er í samvinnu við borgaryfirvöld.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira