Sögulegt ávarp í þingsal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2022 12:01 Birgir Ármannsson segir að ávarp Úkraínuforseta á Alþingi í dag sé einstæður viðburður í sögu þingsins. Vísir Úkraínuforseti ávarpar Alþingi í dag í gegnum fjarfundarbúnað í sérstakri athöfn. Þetta er í fyrsta skipti sem slík athöfn fer fram í þingsal. Forseti Alþingis segir um sögulegan viðburð að ræða. Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar Alþingi klukkan tvö í dag en þetta er í tuttugasta og sjöunda skipti sem forsetinn ávarpar þjóðþing síðan innrásin í Úkraínu hófst. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir nokkurn aðdraganda að málinu. „Þetta hefur verið rætt milli ríkjanna um nokkra vikna skeið en það kom ekki fram fyrr en í þessari viku að þetta gæti orðið á þessum tíma,“ segir Birgir. Hann segir um sérstakan viðburð að ræða í þinghúsinu sem muni taka um hálftíma. „Ég mun bjóða fólk velkomið og forseti Íslands segir svo nokkur orð. Að því loknu munum við í gegnum fjarfundarbúnað geta séð og heyrt Selenskí flytja ávarp sitt. Það verður túlkað,“ segir hann. Þá muni forsætisráðherra þakka Úkraínuforseta fyrir ávarpið að því loknu. Hann segir að viðburðurinn í þingsal sé aðeins fyrir þingmenn en honum verði streymt í beinni útsendingu. Meira verði lagt í útsendinguna en venjulega. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ segir Birgir að lokum. Ávarpið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Selenskí ávarpar íslensku þjóðina á morgun Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina á morgun klukkan 14 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í streymi á Vísi og sömuleiðis á sjónvarpsrás og vef Alþingis. 5. maí 2022 14:06 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar Alþingi klukkan tvö í dag en þetta er í tuttugasta og sjöunda skipti sem forsetinn ávarpar þjóðþing síðan innrásin í Úkraínu hófst. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir nokkurn aðdraganda að málinu. „Þetta hefur verið rætt milli ríkjanna um nokkra vikna skeið en það kom ekki fram fyrr en í þessari viku að þetta gæti orðið á þessum tíma,“ segir Birgir. Hann segir um sérstakan viðburð að ræða í þinghúsinu sem muni taka um hálftíma. „Ég mun bjóða fólk velkomið og forseti Íslands segir svo nokkur orð. Að því loknu munum við í gegnum fjarfundarbúnað geta séð og heyrt Selenskí flytja ávarp sitt. Það verður túlkað,“ segir hann. Þá muni forsætisráðherra þakka Úkraínuforseta fyrir ávarpið að því loknu. Hann segir að viðburðurinn í þingsal sé aðeins fyrir þingmenn en honum verði streymt í beinni útsendingu. Meira verði lagt í útsendinguna en venjulega. „Þetta er sögulegt í tvennum skilningi. Annars vegar eru ekki fordæmi fyrir því að erlendur þjóðhöfðingi ávarpi Alþingismenn og við erum líka í fyrsta skipti að nota fjarfundarbúnað í ávarpi í þingsal. Og eins er óvenjulegt er að fundurinn muni að stórum hluta fara fram á erlendum tungumálum. Þetta er spennandi og óvenjulegt þó tilefnið sé dapurlegt,“ segir Birgir að lokum. Ávarpið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Selenskí ávarpar íslensku þjóðina á morgun Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina á morgun klukkan 14 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í streymi á Vísi og sömuleiðis á sjónvarpsrás og vef Alþingis. 5. maí 2022 14:06 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Selenskí ávarpar íslensku þjóðina á morgun Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina á morgun klukkan 14 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í streymi á Vísi og sömuleiðis á sjónvarpsrás og vef Alþingis. 5. maí 2022 14:06