Mótmæli á Filippseyjum eftir kosningasigur Marcos Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2022 09:35 Andstæðingar Marcos yngri mótmæla fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar í Manila. Vísir/EPA Hundruð námsmanna mótmæltu kosningasigri Ferdinands Marcos yngri fyrir utan skrifstofur kjörstjórnar eftir forsetakosningarnar á Filippseyjum í dag. Sonur einræðisherrann er fyrsti frambjóðandinn í seinni tíð sem vinnur hreinan meirihluta í forsetakosningum. Þegar búið var að telja um 98% atkvæða hafði Marcos tvöfalt fleiri atkvæði en Leni Robredo, næsti keppinautur hans. Opinberlega verða endanleg úrslit ekki staðfest fyrr en í lok mánaðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mótmælendurnir við kjörstjórnina héldu því fram að einhver brögð hefðu verið í tafli í kosningunum. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Manila segir að fregnir hafi verið um bilaðar kosningavélar og myndbönd sem virðist sýna atkvæðakaup. Kjörstjórnin vísaði frá kærum ólíkra hópa, meðal annars frá fórnarlömbum einræðisherrans Marcos eldri sem vildu að sonurinn yrði úrskurðaður ókjörgengur fyrir dóms sem hann hlaut fyrir skattsvik árið 1995. Þeim úrskurði verður áfrýjað til hæstaréttar landsins. Marcos yngri er sonur og nafni einræðisherra Filippseyja sem ríkti í tvo áratugi til 1986 þegar hann var hrakinn burt í fjöldamótmælum almennings. Um helming valdatíma síns voru herlög í gildi sem forsetinn nýtti til að ofsækja andófsfólk og andstæðinga sína. Þegar Marcos-fjölskyldan hrökklaðist úr landi er hún talin hafa haft með sér um tíu milljarða dollara sem hún stal úr opinberum sjóðum. Stjórnvöld hafa síðan reynt að endurheimta féð. Verðandi forsetinn er 64 ára gamall en hann sneri aftur til Filippseyja árið 1991 og tók sæti í öldungadeild þingsins. Í kosningabaráttunni nú tók hann ekki þátt í kappræðum frambjóðenda og veitti ekki viðtöl. Þess í stað hélt hann stóra kosningafundi með dúndrandi popptónlist og dansi. Andstæðingar Marcos sökuðu framboð Marcos um að dreifa upplýsingafalsi, ekki síst um arfleið föður síns og fjölskyldu. Þá er óljóst hver stefnumál hans verða sem forseti en búist er við því að hann fylgi stefnu Rodrigo Duterte, fráfarandi forseta. Duterte lagði áherslu á stór innviðaverkefni, náin tengsl við Kína og sterkan hagvöxt. Filippseyjar Tengdar fréttir Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23 Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þegar búið var að telja um 98% atkvæða hafði Marcos tvöfalt fleiri atkvæði en Leni Robredo, næsti keppinautur hans. Opinberlega verða endanleg úrslit ekki staðfest fyrr en í lok mánaðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mótmælendurnir við kjörstjórnina héldu því fram að einhver brögð hefðu verið í tafli í kosningunum. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC í Manila segir að fregnir hafi verið um bilaðar kosningavélar og myndbönd sem virðist sýna atkvæðakaup. Kjörstjórnin vísaði frá kærum ólíkra hópa, meðal annars frá fórnarlömbum einræðisherrans Marcos eldri sem vildu að sonurinn yrði úrskurðaður ókjörgengur fyrir dóms sem hann hlaut fyrir skattsvik árið 1995. Þeim úrskurði verður áfrýjað til hæstaréttar landsins. Marcos yngri er sonur og nafni einræðisherra Filippseyja sem ríkti í tvo áratugi til 1986 þegar hann var hrakinn burt í fjöldamótmælum almennings. Um helming valdatíma síns voru herlög í gildi sem forsetinn nýtti til að ofsækja andófsfólk og andstæðinga sína. Þegar Marcos-fjölskyldan hrökklaðist úr landi er hún talin hafa haft með sér um tíu milljarða dollara sem hún stal úr opinberum sjóðum. Stjórnvöld hafa síðan reynt að endurheimta féð. Verðandi forsetinn er 64 ára gamall en hann sneri aftur til Filippseyja árið 1991 og tók sæti í öldungadeild þingsins. Í kosningabaráttunni nú tók hann ekki þátt í kappræðum frambjóðenda og veitti ekki viðtöl. Þess í stað hélt hann stóra kosningafundi með dúndrandi popptónlist og dansi. Andstæðingar Marcos sökuðu framboð Marcos um að dreifa upplýsingafalsi, ekki síst um arfleið föður síns og fjölskyldu. Þá er óljóst hver stefnumál hans verða sem forseti en búist er við því að hann fylgi stefnu Rodrigo Duterte, fráfarandi forseta. Duterte lagði áherslu á stór innviðaverkefni, náin tengsl við Kína og sterkan hagvöxt.
Filippseyjar Tengdar fréttir Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23 Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Sonur einræðisherrans gæti unnið stórsigur Kosið er til forseta Filippseyja í dag og stefnir í að Ferdinand Marcos yngri, sonur alræmds einræðisherra eyjanna, gæti unnið yfirburðasigur. Búist er við mikilli kjörsókn en ekki er ljóst hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. 9. maí 2022 10:23
Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. 5. maí 2022 09:17