„Markmiðið er að hafa 10 liða efstu deild“ Atli Arason skrifar 12. maí 2022 06:30 Njarðvíkurkonur komu upp úr 1. deildinni og urðu Íslandsmeistarar á fyrsta ári. Vísir/Bára Dröfn Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að markmið stjórnar KKÍ sé að fjölga liðum í Subway-deild kvenna úr átta liðum í tíu á næstu árum. Fjölgunin megi þó ekki bitna á 1. deildinni, sem gæti þar að leiðandi bitnað á íþróttinni í heild. „Þegar 1. deildin er orðin stöðug 10 liða deild þá er hægt að taka tvö lið upp og vera með 10 liða Subway-deild kvenna. Markmið okkar er að vera með 10 liða efstu deild en við verðum líka að hugsa um heildina,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í kvöld áður en hann bætti við. „Það er í fyrsta sinn núna í vetur þar sem við erum með nægilegan fjölda í 1. deild kvenna, til að geta farið að huga að því að fjölga liðum í efstu deild kvenna.“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við viljum sjá núna hvernig skráningin verður í 1. deild kvenna fyrir næsta vetur og ef það verður sambærileg skráning í 1. deild kvenna, að þetta verður einhver 9 til 11 lið sem skrá sig aftur þá er kominn grundvöllur til að huga að því eftir eitt til tvö ár að fjölga liðum í Subway-deild kvenna í 10 lið.“ Umræðan um fjölgun liða í efstu deild hefur verið í gegnum gangandi á þessu tímabili og varð enn háværari eftir að Njarðvík, nýliðar í deildinni í ár, gerðu sér lítið fyrir og unnu sjálfan Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. „Ég skil alveg umræðuna því það hefur verið mikil fjölgun í meistaraflokki kvenna og mikill fjölgun kvenna og stúlkna í körfubolta á undanförnum árum sem er mjög jákvætt, við verðum samt að hafa það í huga að við getum ekki fjölgað í efstu deild og látið það bitna á fyrstu deildinni, við getum eyðilagt þá góðu vinnu sem við erum búin að gera með því að fjölga of snemma,“ svaraði Hannes aðspurður út í umræðuna um fjölgun liða sem hefur verið umtöluð um í flestum körfuboltahlaðvörpum landsins. „Að sama skapi megum við heldur ekki bíða of lengi með að fjölga liðum í deildinni en þetta er eitthvað sem við þurfum að vega og meta á næstunni“ Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, steig fram í sviðsljósið fyrr á tímabilinu og kallaði eftir því að liðum yrði fjölgað. Hannes nefnir að stjórn KKÍ hefur rætt þetta mikið undanfarið og er að reyna að horfa í rétta tímapunktinn til að gera þessa breytingu. „Við höfum rætt um fjölgun liða fram og til baka í stjórn KKÍ, hvenær væri rétti tímapunkturinn að gera þetta og við í stjórninni erum stanslaust að ræða við öll félögin og vitum alveg hvað er um að vera. Það vilja allir fjölga liðum í Subway-deild kvenna á einhverjum tímapunkti. Það er þing næsta vor og þá getur alveg eins komið tillaga frá félögunum um að fjölga liðum sem gæti verið samþykkt. Svo getur stjórnin líka lagt fram sömu tillögu um að fjölga liðum.“ „Ef félögin vilja breyta einhverju þá þarf að vera mjög mikill meirihluti, sem vill virkilega gera eitthvað. Ég sé það fyrir mér að eftir tvö ár, miðað við fjölgunina í körfuboltanum, þá eigum við að geta verið komin með 10 liða efstu deild,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að endingu. Subway-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
„Þegar 1. deildin er orðin stöðug 10 liða deild þá er hægt að taka tvö lið upp og vera með 10 liða Subway-deild kvenna. Markmið okkar er að vera með 10 liða efstu deild en við verðum líka að hugsa um heildina,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í kvöld áður en hann bætti við. „Það er í fyrsta sinn núna í vetur þar sem við erum með nægilegan fjölda í 1. deild kvenna, til að geta farið að huga að því að fjölga liðum í efstu deild kvenna.“ Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við viljum sjá núna hvernig skráningin verður í 1. deild kvenna fyrir næsta vetur og ef það verður sambærileg skráning í 1. deild kvenna, að þetta verður einhver 9 til 11 lið sem skrá sig aftur þá er kominn grundvöllur til að huga að því eftir eitt til tvö ár að fjölga liðum í Subway-deild kvenna í 10 lið.“ Umræðan um fjölgun liða í efstu deild hefur verið í gegnum gangandi á þessu tímabili og varð enn háværari eftir að Njarðvík, nýliðar í deildinni í ár, gerðu sér lítið fyrir og unnu sjálfan Íslandsmeistaratitilinn á dögunum. „Ég skil alveg umræðuna því það hefur verið mikil fjölgun í meistaraflokki kvenna og mikill fjölgun kvenna og stúlkna í körfubolta á undanförnum árum sem er mjög jákvætt, við verðum samt að hafa það í huga að við getum ekki fjölgað í efstu deild og látið það bitna á fyrstu deildinni, við getum eyðilagt þá góðu vinnu sem við erum búin að gera með því að fjölga of snemma,“ svaraði Hannes aðspurður út í umræðuna um fjölgun liða sem hefur verið umtöluð um í flestum körfuboltahlaðvörpum landsins. „Að sama skapi megum við heldur ekki bíða of lengi með að fjölga liðum í deildinni en þetta er eitthvað sem við þurfum að vega og meta á næstunni“ Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, steig fram í sviðsljósið fyrr á tímabilinu og kallaði eftir því að liðum yrði fjölgað. Hannes nefnir að stjórn KKÍ hefur rætt þetta mikið undanfarið og er að reyna að horfa í rétta tímapunktinn til að gera þessa breytingu. „Við höfum rætt um fjölgun liða fram og til baka í stjórn KKÍ, hvenær væri rétti tímapunkturinn að gera þetta og við í stjórninni erum stanslaust að ræða við öll félögin og vitum alveg hvað er um að vera. Það vilja allir fjölga liðum í Subway-deild kvenna á einhverjum tímapunkti. Það er þing næsta vor og þá getur alveg eins komið tillaga frá félögunum um að fjölga liðum sem gæti verið samþykkt. Svo getur stjórnin líka lagt fram sömu tillögu um að fjölga liðum.“ „Ef félögin vilja breyta einhverju þá þarf að vera mjög mikill meirihluti, sem vill virkilega gera eitthvað. Ég sé það fyrir mér að eftir tvö ár, miðað við fjölgunina í körfuboltanum, þá eigum við að geta verið komin með 10 liða efstu deild,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að endingu.
Subway-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum