Forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 18:08 Sheikh Khalifa bin Zayed Al Nahyan með Karli Bretaprins í Lundúnum. Getty/ John Stillwell Sheikh Khalifa bin Zayed al-Nahyan forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna er látinn, 73 ára að aldri. Khalifa hefur verið forseti furstadæmanna frá árinu 2004 en hefur aðeins komið fram við hátíðartilefni vegna heilablóðfalls sem hann fékk árið 2014. Hálfbróðir Khalifa, Mohamed bin Zayed al-Nahyan, hefur tekið við innanríkismálum. Fjölskyldan er ein ríkasta konungsfjölskylda heims og er talin eiga um 150 milljarða Bandaríkjadala, eða um 20 billjónir króna. Auk þess að vera forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna var Sheikh Khalifa einnig leiðtogi Abu Dhabi, höfuðborgar olíuríkjanna sjö sem sameinast í arabísku furstadæmunum. Andlát hans var tilkynnt á ríkisfréttastofunni WAM í dag. Forsetaembættið boðaði í dag til fjörutíu sorgardaga, flaggað verður í hálfa stöng frá deginum í dag og fólk þarf ekki að mæta til vinnu næstu þrjá daga, hvorki í opinbera- né einkageiranum. Eins og áður segir tók Khalifa við embætti annars forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna í nóvember 2004 og við embætti leiðtoga Abu Dabhi eftir andlát föður hans. Fyrsta áratuginn leiddi hann umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslu Sameinuðu arabísku furstadæmanna og stjórnsýslu Abu Dhabi. Eftir að hann fékk heilablóðfall árið 2014 hefur hann hins vegar haldið sig frá sviðsljósinu og hefur sjaldan komið fram opinberlega, þó hann hafi hadlið áfram að stjórna ríkinu á bak við luktar dyr. Mohammed bin Rashid al-Maktoum, varaforseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna og leiðtogi Dubai, mun taka við forsetaembættinu tímabundið þar til ríkisráð furstadæmanna boðar til fundar leiðtoga furstadæmanna sjö. Það verður að gerast innan þrjátíu daga og þar verður nýr forseti landsins valinn. Sameinuðu arabísku furstadæmin Andlát Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Hálfbróðir Khalifa, Mohamed bin Zayed al-Nahyan, hefur tekið við innanríkismálum. Fjölskyldan er ein ríkasta konungsfjölskylda heims og er talin eiga um 150 milljarða Bandaríkjadala, eða um 20 billjónir króna. Auk þess að vera forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna var Sheikh Khalifa einnig leiðtogi Abu Dhabi, höfuðborgar olíuríkjanna sjö sem sameinast í arabísku furstadæmunum. Andlát hans var tilkynnt á ríkisfréttastofunni WAM í dag. Forsetaembættið boðaði í dag til fjörutíu sorgardaga, flaggað verður í hálfa stöng frá deginum í dag og fólk þarf ekki að mæta til vinnu næstu þrjá daga, hvorki í opinbera- né einkageiranum. Eins og áður segir tók Khalifa við embætti annars forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna í nóvember 2004 og við embætti leiðtoga Abu Dabhi eftir andlát föður hans. Fyrsta áratuginn leiddi hann umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslu Sameinuðu arabísku furstadæmanna og stjórnsýslu Abu Dhabi. Eftir að hann fékk heilablóðfall árið 2014 hefur hann hins vegar haldið sig frá sviðsljósinu og hefur sjaldan komið fram opinberlega, þó hann hafi hadlið áfram að stjórna ríkinu á bak við luktar dyr. Mohammed bin Rashid al-Maktoum, varaforseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna og leiðtogi Dubai, mun taka við forsetaembættinu tímabundið þar til ríkisráð furstadæmanna boðar til fundar leiðtoga furstadæmanna sjö. Það verður að gerast innan þrjátíu daga og þar verður nýr forseti landsins valinn.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Andlát Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira