„Það viðrar vel til breytinga í Reykjavík“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 11:28 Einar Þorsteinsson á kjörstað. Vísir/Bebbý Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, segir vel viðra til breytinga í Reykjavík. Hann segir daginn leggjast afskaplega vel í sig. Þetta sagði Einar í samtali við fréttastofu er hann mætti á kjörstað í Ölduselsskóla um klukkan 11 í dag. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur verið á nokkurri siglingu í könnunum og gæti jafnvel náð fjórum mönnum inn miðað við þær. Aðspurður um hvað gerist ef svo fari sagði Einar að hann langi að knýja fram breytingar í Reykjavík og láta gott af sér leiða. „Við verðum bara að fylgjast með hvað kemur upp úr kössunum,“ sagði Einar. Hann sagði sömuleiðis að mörg mikilvæg verkefni væru á borðinu fyrir næsta kjörtímabil. Það þyrfti meðal annars að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði, stjórna borginni út frá hagsmunum barna og hugsa um eldri borgara. Varðandi það hvort hann vildi setjast í borgarstjórastólinn, ef Framsókn næði fjórum mönnum í borgarstjórn sagðist Einar ekki hugsa það þannig. Það væri þó svo að allir sem bjóði sig fram til embætta vildu komast í stöðu til að geta haft áhrif. Það væri mikilvægt að Framsókn yrði nægjanlega sterkt afl til að gera breytingar í Ráðhúsinu. Hann sagðist hafa heyrt skýrt ákall um breytta forgangsröðun þar. Það væri þó ekki skynsamlegt að láta sig dreyma. „Þetta kemur í ljós. Ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð en það er ekki aðalatriðið. Það er að mynda meirihluta sem hefur samvinnu að leiðarljósi. Varðandi það sem Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær, að Framsókn væri að daðra við Samfylkinguna í borginni sagði Einar svo ekki vera. „Mér fannst þetta dálítið fyndið. Daður í hinar og þessar áttirnar. Dagur er fallegur maður en hann er harðgiftur svo ég læt það eiga sig.“ Einar vildi ekkert segja um hvaða flokkum Framsókn vildi helst starfa með. Það væri gott fólk í öllum flokkum en samstarf snerist um málefni og það yrði að fá að ráða. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51 Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38 „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Sjá meira
Þetta sagði Einar í samtali við fréttastofu er hann mætti á kjörstað í Ölduselsskóla um klukkan 11 í dag. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur verið á nokkurri siglingu í könnunum og gæti jafnvel náð fjórum mönnum inn miðað við þær. Aðspurður um hvað gerist ef svo fari sagði Einar að hann langi að knýja fram breytingar í Reykjavík og láta gott af sér leiða. „Við verðum bara að fylgjast með hvað kemur upp úr kössunum,“ sagði Einar. Hann sagði sömuleiðis að mörg mikilvæg verkefni væru á borðinu fyrir næsta kjörtímabil. Það þyrfti meðal annars að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði, stjórna borginni út frá hagsmunum barna og hugsa um eldri borgara. Varðandi það hvort hann vildi setjast í borgarstjórastólinn, ef Framsókn næði fjórum mönnum í borgarstjórn sagðist Einar ekki hugsa það þannig. Það væri þó svo að allir sem bjóði sig fram til embætta vildu komast í stöðu til að geta haft áhrif. Það væri mikilvægt að Framsókn yrði nægjanlega sterkt afl til að gera breytingar í Ráðhúsinu. Hann sagðist hafa heyrt skýrt ákall um breytta forgangsröðun þar. Það væri þó ekki skynsamlegt að láta sig dreyma. „Þetta kemur í ljós. Ég er alveg tilbúinn að axla þá ábyrgð en það er ekki aðalatriðið. Það er að mynda meirihluta sem hefur samvinnu að leiðarljósi. Varðandi það sem Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær, að Framsókn væri að daðra við Samfylkinguna í borginni sagði Einar svo ekki vera. „Mér fannst þetta dálítið fyndið. Daður í hinar og þessar áttirnar. Dagur er fallegur maður en hann er harðgiftur svo ég læt það eiga sig.“ Einar vildi ekkert segja um hvaða flokkum Framsókn vildi helst starfa með. Það væri gott fólk í öllum flokkum en samstarf snerist um málefni og það yrði að fá að ráða.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51 Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38 „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Sjá meira
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00
Líf um kosningabaráttuna: „Þurfum að varast að fara í manninn“ Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir kosningabaráttuna að þessu sinni hafa verið stutta og snarpa en óvægna á köflum. Hún segir að fólk ætti að forðast að „fara í manninn“ og að málefnin skipti mestu máli. 14. maí 2022 10:51
Pólariseríng minni en síðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir daginn leggjast vel í sig. Annað sé erfitt í öðru eins veðri og nú í morgun. Hún mætti á kjörstað í Árbæjarskóla um klukkan 10 í morgun. 14. maí 2022 10:38
„Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ „Þetta hefur gengið rosalega vel hjá okkur. Við höfum fundið mikinn meðbyr og ég er mjög spennt fyrir deginum. Ég trúi því að þetta fari allt vel og við munum ná mörgum Sósíalistum inn. Þannig að ég segi bara: „Áfram Sósíalistar! Áfram félagshyggjan!“ 14. maí 2022 09:36