Stærsti skjálftinn á svæðinu síðan kerfið var sett upp 1991 Árni Sæberg skrifar 14. maí 2022 17:57 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruváreftirlits hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/vilhelm Snarpur jarðskálfti varð í fjöllunum norðan við Lambafell við Þrengslin í dag. Hann var 4,8 að stærð. Jarðskjálftafræðingur segir auknar líkur á frekari jarðskjálfavirkni á svæðinu. Skjálftinn í dag er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu frá því að mælakerfi Veðurstofunnar var sett upp árið 1991. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri í náttúrurváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands, segir tilkynningum hafa rignt yfir Veðurstofu Íslands en skjálftinn fannst á stóru svæði, frá Borgarfirði og allt austur í Fljótshlíð. Íbúar Hveragerðis fundu mest fyrir skjálftanum en engar tilkynningar um tjón hafa borist. Fréttamaður okkar ræddi við Kristínu þegar hún var nýkomin af vakt á Veðurstofunni. Kristín segir þó að lögreglan á Suðurlandi hafi farið í Raufarhólshelli eftir að fólk inni í hellinum óskaði eftir aðstoð hennar. Ekkert liggur fyrir um hvort slys hafi orðið á fólkinu að svo stöddu. Kristín segir að hellar séu ekki slæmir staðir að vera á í jarðskjálftum. Rætt var við Kristínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þegar skjálftar á borð við þennan verði séu alltaf auknar líkur á frekari skjálftavirkni. Ekki sé þó tilefni til að hafa áhyggjur af skjálfta á borð við Suðurlandsskjálftann eða eldgosi. Kristín segir töluverða spennuuppbyggingu hafa verið á Reykjanesskaga undanfarið en að óljóst sé hvort skjálftinn í dag tengist jarðhræringum á Reykjanesskaga undanfarið. ,,Það er erfitt að segja, ekki hægt að taka það út af borðinu, en erfitt að sjá hvort þetta tengist,“ segir Kristín. Þá segir hún að ljóst sé að skjálftinn tengist ekki starfsemi virkjunarinnar á Hellisheiði, en það sé alltaf athugað þegar skjálftar verða svo nálægt virkjunum. Um hefðbundnar jarðhræringar hafi verið að ræða. Takmörkuð eftirskjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið en þó má búast við henni áfram næsta sólahring og jafnvel daga. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Hveragerði Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri í náttúrurváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands, segir tilkynningum hafa rignt yfir Veðurstofu Íslands en skjálftinn fannst á stóru svæði, frá Borgarfirði og allt austur í Fljótshlíð. Íbúar Hveragerðis fundu mest fyrir skjálftanum en engar tilkynningar um tjón hafa borist. Fréttamaður okkar ræddi við Kristínu þegar hún var nýkomin af vakt á Veðurstofunni. Kristín segir þó að lögreglan á Suðurlandi hafi farið í Raufarhólshelli eftir að fólk inni í hellinum óskaði eftir aðstoð hennar. Ekkert liggur fyrir um hvort slys hafi orðið á fólkinu að svo stöddu. Kristín segir að hellar séu ekki slæmir staðir að vera á í jarðskjálftum. Rætt var við Kristínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að þegar skjálftar á borð við þennan verði séu alltaf auknar líkur á frekari skjálftavirkni. Ekki sé þó tilefni til að hafa áhyggjur af skjálfta á borð við Suðurlandsskjálftann eða eldgosi. Kristín segir töluverða spennuuppbyggingu hafa verið á Reykjanesskaga undanfarið en að óljóst sé hvort skjálftinn í dag tengist jarðhræringum á Reykjanesskaga undanfarið. ,,Það er erfitt að segja, ekki hægt að taka það út af borðinu, en erfitt að sjá hvort þetta tengist,“ segir Kristín. Þá segir hún að ljóst sé að skjálftinn tengist ekki starfsemi virkjunarinnar á Hellisheiði, en það sé alltaf athugað þegar skjálftar verða svo nálægt virkjunum. Um hefðbundnar jarðhræringar hafi verið að ræða. Takmörkuð eftirskjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið en þó má búast við henni áfram næsta sólahring og jafnvel daga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Hveragerði Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent