Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2022 15:26 Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn og segir blaðamanni Vísis það að hann muni ekki finna einn einasta stjórnmálamann sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. Vísir/Arnar Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. Víst er að margir sjá á eftir Pawel úr borgarstjórn. Félagi hans í Viðreisn, þingmaðurinn Sigmar Guðmundsson, segir: „Ég hef ekki enn hitt þann mann sem heldur því fram að borgarstjórn Reykjavíkur væri betri án Pawels. Andstæðingar Viðreisnar halda því ekki einu sinni fram enda nýtur hann virðingar þvert á flokka.“ Þó Pawel reyni ekki að breiða yfir það að niðurstaða kosninganna séu vonbrigði, þá sé þetta ekki svartnætti og dauði. Hann hafi náð kjöri sem 1. varaborgarfulltrúi. Hann muni starfa fyrir Reykvíkinga sem varaborgarfulltrúi og á honum að heyra að í mörg horn sé að líta. „Við erum þakklát fyrir þessi 3111 atkvæði sem við í Viðreisn fengum og munum nýta það umboð til góðra verka. Það er heil austurstúka á Laugardalsvellinum sem valdi okkur umfram tíu önnur framboð. Það er mikið af fólki þótt súlan sé lág. Við munum ekki bregðast því trausti heldur freista þess að taka þátt í að mynda starfhæfan meirihluta.“ Markaðssetning Framsóknar betri Í ljósi þess að Viðreisn, sem hefur talað fyrir skynsamlegri nálgun á hinum ýmsu úrlausnarefnum og því að stór hluti kjósenda telur sig landslausa, hefur flokknum ekki tekist að ná vopnum sínum. Pawel er spurður hvar hnífurinn standi í kúnni með það en hann svarar því svo til að tími fyrir þá sjálfsskoðun muni eflaust koma. „Gengi Framsóknar sýnir alla vega að flokkar sem staðsetja sig á miðju og höfða til öfgaleysis hafa sannarlega tækifæri. Mitt mat er að Framsókn hafi í þetta skipti tekist að markaðssetja þá hugmynd betur en okkur tókst til.“ En var það ekki einfaldlega svo að Framsókn tókst vel upp með að höfða til afstöðu- og skoðanaleysis landsmanna? Eins og ef til vill má lesa í nánast mæðulegt slagorð flokksins: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn? „Ég veit ekki hvort ég vilji afgreiða árangur pólitískra andstæðing með þeim hætti. Stefna Framsóknar varðand Borgarlínu var til dæmis skýrari en stefna XD. Við fundum það sterkt seinast að ákveðinn hópur fólks er alltaf til í að gefa "nýjum framboðum" tækifæri. Það fólk vildi gefa Framsókn tækifæri nú,“ segir Pawel. Mætti sleppa verkefnisstjórunum Vert er að nýta tækifærið og spyrja Pawel, sem nú hefur setið í borgarstjórn í fjögur ár, hvað honum sýnist um vinnuna í Ráðhúsi Reykjavíkur, er hún óskilvirk? „Ég vil taka það fram að heilt yfir hefur mér fundist samstarfið í meirihlutanum ganga mjög vel. Hvað varðar hluti sem gera mætti betur fara þá finnst að stjórnsýslan mætti einsetja sér meiri teymisvinnu. Það er að búa til teymis sem vinna að verkefnum, leysa þau og fara í næsta, frekar en að ráða verkefnastjóra sem fást aðeins við afmarkað verkefni.“ Pawel segir að það verkefni sem nú sé handan horns sé að vinna að því að Viðreisn komist í meirihluta í Reykjavík. Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Sjá meira
Víst er að margir sjá á eftir Pawel úr borgarstjórn. Félagi hans í Viðreisn, þingmaðurinn Sigmar Guðmundsson, segir: „Ég hef ekki enn hitt þann mann sem heldur því fram að borgarstjórn Reykjavíkur væri betri án Pawels. Andstæðingar Viðreisnar halda því ekki einu sinni fram enda nýtur hann virðingar þvert á flokka.“ Þó Pawel reyni ekki að breiða yfir það að niðurstaða kosninganna séu vonbrigði, þá sé þetta ekki svartnætti og dauði. Hann hafi náð kjöri sem 1. varaborgarfulltrúi. Hann muni starfa fyrir Reykvíkinga sem varaborgarfulltrúi og á honum að heyra að í mörg horn sé að líta. „Við erum þakklát fyrir þessi 3111 atkvæði sem við í Viðreisn fengum og munum nýta það umboð til góðra verka. Það er heil austurstúka á Laugardalsvellinum sem valdi okkur umfram tíu önnur framboð. Það er mikið af fólki þótt súlan sé lág. Við munum ekki bregðast því trausti heldur freista þess að taka þátt í að mynda starfhæfan meirihluta.“ Markaðssetning Framsóknar betri Í ljósi þess að Viðreisn, sem hefur talað fyrir skynsamlegri nálgun á hinum ýmsu úrlausnarefnum og því að stór hluti kjósenda telur sig landslausa, hefur flokknum ekki tekist að ná vopnum sínum. Pawel er spurður hvar hnífurinn standi í kúnni með það en hann svarar því svo til að tími fyrir þá sjálfsskoðun muni eflaust koma. „Gengi Framsóknar sýnir alla vega að flokkar sem staðsetja sig á miðju og höfða til öfgaleysis hafa sannarlega tækifæri. Mitt mat er að Framsókn hafi í þetta skipti tekist að markaðssetja þá hugmynd betur en okkur tókst til.“ En var það ekki einfaldlega svo að Framsókn tókst vel upp með að höfða til afstöðu- og skoðanaleysis landsmanna? Eins og ef til vill má lesa í nánast mæðulegt slagorð flokksins: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn? „Ég veit ekki hvort ég vilji afgreiða árangur pólitískra andstæðing með þeim hætti. Stefna Framsóknar varðand Borgarlínu var til dæmis skýrari en stefna XD. Við fundum það sterkt seinast að ákveðinn hópur fólks er alltaf til í að gefa "nýjum framboðum" tækifæri. Það fólk vildi gefa Framsókn tækifæri nú,“ segir Pawel. Mætti sleppa verkefnisstjórunum Vert er að nýta tækifærið og spyrja Pawel, sem nú hefur setið í borgarstjórn í fjögur ár, hvað honum sýnist um vinnuna í Ráðhúsi Reykjavíkur, er hún óskilvirk? „Ég vil taka það fram að heilt yfir hefur mér fundist samstarfið í meirihlutanum ganga mjög vel. Hvað varðar hluti sem gera mætti betur fara þá finnst að stjórnsýslan mætti einsetja sér meiri teymisvinnu. Það er að búa til teymis sem vinna að verkefnum, leysa þau og fara í næsta, frekar en að ráða verkefnastjóra sem fást aðeins við afmarkað verkefni.“ Pawel segir að það verkefni sem nú sé handan horns sé að vinna að því að Viðreisn komist í meirihluta í Reykjavík.
Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Sjá meira