Einar segir stöðuna galopna og hefur áhuga á borgarstjórastólnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. maí 2022 11:54 Einar Þorsteinsson telur stöðuna enn galopna og vill ræða við oddvita allra flokka. Vísir/Vilhelm Oddviti Framsóknarflokksins vill ræða við oddvita allra flokka í Reykjavík í dag. Hann segist hafa áhuga á stóli borgarstjóra og telur stöðuna galopna. Þrátt fyrir það virðast fáir valkostir í myndun meirihluta á borðinu eins og staðan er núna. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hafa ákveðið að fylgjast að í viðræðum um myndun nýs meirihluta eftir að Vinstri Græn ákváðu að taka ekki þátt meirihlutasamstarfi. Samkvæmt því hafa möguleikar Sjálfstæðisflokksins til að mynda meirihluta minnkað verulega þar sem bæði Píratar og Sósíalistar hafa útilokað við þá samstarf. Samfylking eða Viðreisn með Flokki fólksins væru því nauðsynleg púsl. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar sagði þó í Íslandi í dag í gær að samstarf Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri ólíklegt. „Þessi stóru mál sem nutu svona mikils fylgis hefur Sjálfstæðisflokknum ekki lánast að ná samstöðu um, ekki einu sinni í eigin hópi. Þannig mér líst þannig á að þau þurfi kannski að byrja á því áður en þau fara að vinna með öðrum,“ sagði Dagur í gærkvöldi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar hefur ekki beinlínis útlilokað samstarf við neinn flokk.vísir/Vilhelm Viðreisn hefur ekki útilokað samstarf til hægri en eins og staðan er nú virðist raunhæfast að viðræður byrji hjá bandalaginu - eða flokkunum sem eftir standa af meirihlutanum og Framsókn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar telur stöðuna þó galopna og útilokar ekkert. „Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að oddvitar allra flokka nálgist þessi samtöl með opnum huga. Ég skil vel að þau vilji halda sér saman. Þau hafa unnið saman undanfarin ár og verkefnið er að mynda nýjan meirihluta.“ Hann og Dagur ætli að hittast og ræða málin yfir kaffibolla og eins vilji hann heyra í öllum öðrum. Formlegar viðræður hefjist þó ekki í dag. „Í dag eru símtöl milli allra oddvita heyri ég og það er gott. Ég vil heyra í öllum oddvitum flokkanna vegna þess að þetta verða vinnufélagar mínir næstu fjögur árin og ég legg áherslu á að fólk sé lausnamiðað í því að ná saman um málefnin. Þessi óformlegu samtöl sem eiga sér núna stað ganga út á að skoða hvaða fletir eru á samstarfi,“ segir Einar. Samfylking, Viðreisn og Píratar ætla að fylgjast að í viðræðum en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, útlokar þó ekki samstarf til hægri.vísir/Vilhelm Hann bendir á að meirihlutinn hafi fallið og telur kjósendur vilja breytingar. „Það kallar bæði á breytingu á stefnu borgarinnar í mörgum málum en líka hvað varðar pólitíska forystu.“ Í viðræðum leggi Framsókn meðal annars áherslu á breytingu á stefnu í húsnæðismálum, málefnum barna, Sundabraut og breytt vinnubrögð með aukinni samvinnu í borgarstjórn. Hann segist ekki gera kröfu um stól borgarstjóra en er þó áhugasamur. „Ég held að allir oddvitar sem bjóða sig fram vilji komast í þá stöðu að geta haft sem mest áhrif og ég er einn af þeim,“ segir Einar. „Það hafa allir áhuga á því að vera borgarstjóri ef þeir eru í borgarpólitíkinni held ég.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hafa ákveðið að fylgjast að í viðræðum um myndun nýs meirihluta eftir að Vinstri Græn ákváðu að taka ekki þátt meirihlutasamstarfi. Samkvæmt því hafa möguleikar Sjálfstæðisflokksins til að mynda meirihluta minnkað verulega þar sem bæði Píratar og Sósíalistar hafa útilokað við þá samstarf. Samfylking eða Viðreisn með Flokki fólksins væru því nauðsynleg púsl. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar sagði þó í Íslandi í dag í gær að samstarf Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri ólíklegt. „Þessi stóru mál sem nutu svona mikils fylgis hefur Sjálfstæðisflokknum ekki lánast að ná samstöðu um, ekki einu sinni í eigin hópi. Þannig mér líst þannig á að þau þurfi kannski að byrja á því áður en þau fara að vinna með öðrum,“ sagði Dagur í gærkvöldi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar hefur ekki beinlínis útlilokað samstarf við neinn flokk.vísir/Vilhelm Viðreisn hefur ekki útilokað samstarf til hægri en eins og staðan er nú virðist raunhæfast að viðræður byrji hjá bandalaginu - eða flokkunum sem eftir standa af meirihlutanum og Framsókn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar telur stöðuna þó galopna og útilokar ekkert. „Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að oddvitar allra flokka nálgist þessi samtöl með opnum huga. Ég skil vel að þau vilji halda sér saman. Þau hafa unnið saman undanfarin ár og verkefnið er að mynda nýjan meirihluta.“ Hann og Dagur ætli að hittast og ræða málin yfir kaffibolla og eins vilji hann heyra í öllum öðrum. Formlegar viðræður hefjist þó ekki í dag. „Í dag eru símtöl milli allra oddvita heyri ég og það er gott. Ég vil heyra í öllum oddvitum flokkanna vegna þess að þetta verða vinnufélagar mínir næstu fjögur árin og ég legg áherslu á að fólk sé lausnamiðað í því að ná saman um málefnin. Þessi óformlegu samtöl sem eiga sér núna stað ganga út á að skoða hvaða fletir eru á samstarfi,“ segir Einar. Samfylking, Viðreisn og Píratar ætla að fylgjast að í viðræðum en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, útlokar þó ekki samstarf til hægri.vísir/Vilhelm Hann bendir á að meirihlutinn hafi fallið og telur kjósendur vilja breytingar. „Það kallar bæði á breytingu á stefnu borgarinnar í mörgum málum en líka hvað varðar pólitíska forystu.“ Í viðræðum leggi Framsókn meðal annars áherslu á breytingu á stefnu í húsnæðismálum, málefnum barna, Sundabraut og breytt vinnubrögð með aukinni samvinnu í borgarstjórn. Hann segist ekki gera kröfu um stól borgarstjóra en er þó áhugasamur. „Ég held að allir oddvitar sem bjóða sig fram vilji komast í þá stöðu að geta haft sem mest áhrif og ég er einn af þeim,“ segir Einar. „Það hafa allir áhuga á því að vera borgarstjóri ef þeir eru í borgarpólitíkinni held ég.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira