Helgi Kjartansson, oddviti T-listans, var að vonum ánægður með niðurstöðuna þegar fréttastofa náði tali af honum, en listinn vann einnig mikinn sigur í kosningunum fyrir fjórum árum.
Helgi segir T-listann hafa gefið út fyrir kosningar að stefnt yrði að því að Ásta Stefánsdóttir myndi áfram gegna embætti sveitarstjóra, myndi listinn vinna sigur. Hann segist vona að hægt verði að ganga frá ráðningu á næstu dögum.
Sigur T-listans í Bláskógabyggð var næststærsti sigur lista á landinu, en listinn tryggði sér um 68 prósent atkvæða. Einungis í Skaftárhreppi var sigur Ö-lista stærri, þar sem hann hlaut um 69 prósent atkvæða.
Úrslit sveitarstjórnarkosninga í Bláskógabyggð:
- Á kjörskrá voru 794. Atkvæði greiddu 576 eða 72,5 %
- 19 atkvæði voru auð eða ógild.
- T- listi hlaut 391 atkvæði og 5 fulltrúa kjörna.
- Þ- listi hlaut 166 atkvæði og 2 fulltrúa kjörna.
Eftirtalin náðu kjöri frá T lista:
- Helgi Kjartansson Dalbraut 2 Reykholti
- Stefanía Hákonardóttir Laugardalshólum
- Sveinn Sveinbjörnsson Heiðarbæ
- Guðrún Magnúsdóttir Bræðratungu
- Guðni Sighvatsson Hrísholti 10 Laugarvatni
Frá Þ lista náðu kjöri:
- Anna Greta Ólafsdóttir Bæjarholti 11 Laugarási
- Jón Forni Snæbjörnsson Torfholti 2 Laugarvatni