Einar Freyr Elínarson, sem skipaði þriðja sætið á lista B-listans, verður nýr sveitarstjóri og mun taka við embættinu af Þorbjörgu Gísladóttur, en B-listinn gaf það út fyrir kosningar að Einar Freyr væri sveitarstjóraefni listans.
Alls voru 499 á kjörskrá og greiddu samtals 370 atkvæði - 302 á kjörstað og 68 utankjörfundar. Kjörsókn var því 74,15 prósent.
- A-listinn fékk 169 atkvæði og tvo menn kjörna
- B-listinn fékk 193 atkvæði og þrjá menn kjörna
- Auð atkvæði voru sjö og eitt atkvæði ógilt.
Einar Freyr var oddviti T-listans í sveitarstjórnarkosningunum 2018 og náði listinn meirihluta í sveitarstjórn. B-listinn var svo myndaður fyrir þessar kosningar þar sem einn sveitarstjórnarfulltrúa L-lista gekk til liðs við B-lista. Á A-listanum nú var svo að finna nokkra fulltrúa sem áður voru á lista L-listans á síðasta kjörtímabili.
Fréttin hefur verið uppfærð.