„Hefur legið í marineringu í níu á Steinar Fjeldsted skrifar 17. maí 2022 14:31 Hljómsveitin Tilbury var sett saman af fimm fínum tónlistarmönnum úr reykvísku tónlistarsenunni árið 2011. Þeir duttu inn á skemmtilegan samhljóm sem mætti lýsa sem melódískri og angurværri popptónlist með nostalgískum keim, en þar má greina áhrif frá hljómsveitum á borð við The Beach Boys og The Knife. Tilbury gáfu út frumburðinn Exercise árið 2012 og fylgdu honum eftir með plötunni Northern Comfort ári síðar. Þriðja plata Tilbury er svo væntanleg í október á þessu ári. „Lagið hefur legið í marineringu í níu ár og hefði alls ekki mátt liggja þar lengur. Ég er mjög glaður að geta loksins borið það fram á borð.“ Lagið Skylights er angurvært ástarlag frá árinu 2013 og fjallar um söknuð og sameiningu. Líkt og flest önnur lög á væntanlegri plötu Tilbury þá var grunnurinn að laginu tekinn upp árið 2015, árið sem platan átti upphaflega að koma út. Vegna lífsins dróst útgáfan þó talsvert á langinn, en kemur hér loksins út. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected]. Tónlist Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið
Þeir duttu inn á skemmtilegan samhljóm sem mætti lýsa sem melódískri og angurværri popptónlist með nostalgískum keim, en þar má greina áhrif frá hljómsveitum á borð við The Beach Boys og The Knife. Tilbury gáfu út frumburðinn Exercise árið 2012 og fylgdu honum eftir með plötunni Northern Comfort ári síðar. Þriðja plata Tilbury er svo væntanleg í október á þessu ári. „Lagið hefur legið í marineringu í níu ár og hefði alls ekki mátt liggja þar lengur. Ég er mjög glaður að geta loksins borið það fram á borð.“ Lagið Skylights er angurvært ástarlag frá árinu 2013 og fjallar um söknuð og sameiningu. Líkt og flest önnur lög á væntanlegri plötu Tilbury þá var grunnurinn að laginu tekinn upp árið 2015, árið sem platan átti upphaflega að koma út. Vegna lífsins dróst útgáfan þó talsvert á langinn, en kemur hér loksins út. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í [email protected].
Tónlist Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið