Mikil og góð stemmning hefur verið á öllum leikjum úrslitaeinvígisins og það breytist væntanlega ekkert í kvöld.
Stuðningsmenn liðanna söfnuðust saman fyrir leik, hituðu raddböndin og gæddu sér á veitingum í fljótandi og föstu formi.
Valsmenn komu saman í Fjósinu á Hlíðarenda á meðan Grettismenn, stuðningssveit Tindastóls, hittist á Ölveri í Glæsibæ.
Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis, kíkti á Ölver og í Glæsibæ og Fjósið á Hlíðarenda og fangaði stemmninguna. Myndir af hressu stuðningsfólki Vals og Tindastóls má sjá hér fyrir neðan.
Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19:15. Þá verða leiknum gerð góð skil á Vísi.












