Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2022 13:04 Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins geta ekki myndað meirihluta í borgarstjórn án Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur borgarfulltrúa Viðreisnar. Foto: Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. Möguleikar á myndun meirihluta í borgarstjórn eru ekki margir í augnablikinu þar sem níu borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa myndað bandalag, Píratar útilokað samstarf við sex fulltrúa Sjálfstæðisflokksins eins og Sósíalistar með sína tvo fulltrúa sem að auki hafa útilokað samstarf við Viðreisn. Þá hefur eini borgarfulltrúi Vinstri grænna ákveðið að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta. Ljóst er í þessari stöðu að nýr meirihluti verður ekki myndaður án þátttöku fjögurra borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Á meðan afstaða flokka er óbreytt er því ljóst að flokkurinn hlýtur að taka upp viðræður við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar þótt flokkurinn geti raunar myndað meirihluta án hennar með Samfylkingu og Pírötum. Samkomulag um hvor þessarra manna verði borgarstjóri getur ráðið miklu um hvaða meirihluti verði myndaður í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu er mikill þrýstingur á Einar Þorsteinsson innan Framsóknarflokksins um að greinilegt verði á nýjum meirihluta að breytingar hafi átt sér stað í borgarstjórn og hann fái þar af leiðandi borgarstjórastólinn. Þá er þrýst á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur borgarfulltrúa Viðreisnar úr mörgum áttum að að segja sig frá bandalaginu við Samfylkinguna og Pírata og ganga til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Það breytir hins vegar ekki kröfu fólks innan Framsóknar á að Einar fái borgarstjórastólinn. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins beinlínis skorar á Þórdísi Lóu að slíta bandalaginu við Samfylkinguna og Pírata. Kolbrún Baldursdóttir telur að málefnum Flokks fólksins yrði vel borgið í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn.Vísir/Vilhelm „Algerlega. Ég held að hún ætti virkilega að skoða þennan möguleika. Held að þetta gæti orðið mjög skemmtilegt og einmitt ekki nein sérstök átök. Við munum auðvitað öll þurfa að fá okkar málum framgengt. Maður sé ekki að upplifa sig að vera að svíkja sinn kjósendahóp. En síðan er eins og gengur málamiðlanir,“ segir Kolbrún En meirihluti Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar yrði ekki myndaður án Flokks fólksins. Kolbrún segir að alger samstaða ætti hins vegar að geta náðst um stór mál eins og Sundabraut sem Flokkur fólksins vilji að ráðist verði í strax. Aðaláhersla Flokks fólksins sé á velferðarmálunum, taka utan um viðkvæma hópa og útrýma biðlistum. Og þú heldur að þú getir náð þeim málum fram í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn? „Já, það er náttúrlega mjög margt sem skarast. Eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað mikið fyrir leikskólamálum og þessu samtali við borgarbúa. Og Framsókn hefur talað mikið fyrir barnafjölskyldum. Að vilja gera mikið fyrir börn og barnafjölskyldur. Þannig að ég hef séð mikla skörun í þessum málum á milli þessara flokka,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. 18. maí 2022 19:58 Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22 Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Möguleikar á myndun meirihluta í borgarstjórn eru ekki margir í augnablikinu þar sem níu borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hafa myndað bandalag, Píratar útilokað samstarf við sex fulltrúa Sjálfstæðisflokksins eins og Sósíalistar með sína tvo fulltrúa sem að auki hafa útilokað samstarf við Viðreisn. Þá hefur eini borgarfulltrúi Vinstri grænna ákveðið að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta. Ljóst er í þessari stöðu að nýr meirihluti verður ekki myndaður án þátttöku fjögurra borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Á meðan afstaða flokka er óbreytt er því ljóst að flokkurinn hlýtur að taka upp viðræður við bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar þótt flokkurinn geti raunar myndað meirihluta án hennar með Samfylkingu og Pírötum. Samkomulag um hvor þessarra manna verði borgarstjóri getur ráðið miklu um hvaða meirihluti verði myndaður í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Samkvæmt heimildum fréttastofu er mikill þrýstingur á Einar Þorsteinsson innan Framsóknarflokksins um að greinilegt verði á nýjum meirihluta að breytingar hafi átt sér stað í borgarstjórn og hann fái þar af leiðandi borgarstjórastólinn. Þá er þrýst á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur borgarfulltrúa Viðreisnar úr mörgum áttum að að segja sig frá bandalaginu við Samfylkinguna og Pírata og ganga til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Það breytir hins vegar ekki kröfu fólks innan Framsóknar á að Einar fái borgarstjórastólinn. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins beinlínis skorar á Þórdísi Lóu að slíta bandalaginu við Samfylkinguna og Pírata. Kolbrún Baldursdóttir telur að málefnum Flokks fólksins yrði vel borgið í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Viðreisn.Vísir/Vilhelm „Algerlega. Ég held að hún ætti virkilega að skoða þennan möguleika. Held að þetta gæti orðið mjög skemmtilegt og einmitt ekki nein sérstök átök. Við munum auðvitað öll þurfa að fá okkar málum framgengt. Maður sé ekki að upplifa sig að vera að svíkja sinn kjósendahóp. En síðan er eins og gengur málamiðlanir,“ segir Kolbrún En meirihluti Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar yrði ekki myndaður án Flokks fólksins. Kolbrún segir að alger samstaða ætti hins vegar að geta náðst um stór mál eins og Sundabraut sem Flokkur fólksins vilji að ráðist verði í strax. Aðaláhersla Flokks fólksins sé á velferðarmálunum, taka utan um viðkvæma hópa og útrýma biðlistum. Og þú heldur að þú getir náð þeim málum fram í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn? „Já, það er náttúrlega mjög margt sem skarast. Eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað mikið fyrir leikskólamálum og þessu samtali við borgarbúa. Og Framsókn hefur talað mikið fyrir barnafjölskyldum. Að vilja gera mikið fyrir börn og barnafjölskyldur. Þannig að ég hef séð mikla skörun í þessum málum á milli þessara flokka,“ segir Kolbrún Baldursdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. 18. maí 2022 19:58 Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22 Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. 18. maí 2022 19:58
Annar meirihluti ef Framsókn gengur inn í samstarfið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir að ef Framsóknarflokkurinn fer í samstarf við þrjá fráfarandi meirihlutaflokkana í borginni þá verði það annar meirihluti en sá sem er að líða undir lok. Ekki sé ólíklegt að Viðreisn og Framsókn vinni saman á nýju kjörtímabili. 18. maí 2022 18:22
Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25