Ríkið þarf að greiða olíufélögum rúmlega hálfan milljarð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2022 15:50 Atlantsolía og Skeljungur höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu og höfðu betur. Vísir Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Skeljungi 448 milljónir króna í dómsmáli sem snerist um endurgreiðslu flutningsjöfnungargjalds. Ríkið þarf jafn framt að greiða Atlantsolíu 86 milljónir vegna sambærilegs máls. Þetta er niðurstaða Landsréttar í málum Skeljungs og Atlantsolíu gegn íslenska ríkinu. Landsréttur sneri því við dómum héraðsdóms Reykjavíkur í málunum þar sem ríkið var sýknað af kröfum olíufélaganna á síðasta ári. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málunum tveimur í dag. Í dómunum kemur fram að Skeljungur og Atlantsolía hafi höfðað mál gegn ríkinu til endurgreiðslu svokallaðs flutningsjöfnunargjalds sem lagt var á fyrirtækin á árunum 2016 til 208. Deilt var um hvort gjaldið væri lögmætt eður ei. Kemur fram í dómum Landsréttar að ekki væri deilt um að gjaldið teldist skattur. Í dómum Landsréttar er vísað í ákvæði stjórnarskrárinnar þess efnis að ekki megi leggja á skatt né breyta eða taka af nema með lögum. LandsrétturVísir/Vilhelm. Tekið er fram að í lögum hafi verið gert ráð fyrir að flutningsgjald væri lagt á allar olíuvörur sem fluttar væru til landsins rynni í flutningsjöfnunarsjóð olíuvara. Fjárhæð gjaldsins var þó ekki ákveðin í umrædd lögum en Byggðastofnun falið að ákveða gjaldið fyrir minnst þrjá mánuði í senn. Gegn stjórnarskránni Í dómum Landsréttar segir að í lögunum hafi einu stjórnvaldi verið falið að ákveða fjárhæð skattsins með það fyrir augum að fjárhæðin nægði til að greiða kostnað sem öðru stjórnvaldi var falið að afmarka. Með þessu hafi stjórnvöldum verið falin ákvörðun um meginatriði skattheimtunna. Fyrrnefnd stjórnarskrárákvæði leggi bann við svo almennu framsali skattlagningarvalds til stjórnvalda. Féllst Landsréttur því á kröfur Skeljungs og Atlantsolíu um endurgreiðslu hinna ofgreiddu gjalda. Alls þarf íslenska ríkið að greiða Skeljungi 448,6 milljónir króna og Atlantsolíu 86,9 milljónir króna Dóma Landsréttar má lesa hér og hér. Dómsmál Bensín og olía Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar í málum Skeljungs og Atlantsolíu gegn íslenska ríkinu. Landsréttur sneri því við dómum héraðsdóms Reykjavíkur í málunum þar sem ríkið var sýknað af kröfum olíufélaganna á síðasta ári. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málunum tveimur í dag. Í dómunum kemur fram að Skeljungur og Atlantsolía hafi höfðað mál gegn ríkinu til endurgreiðslu svokallaðs flutningsjöfnunargjalds sem lagt var á fyrirtækin á árunum 2016 til 208. Deilt var um hvort gjaldið væri lögmætt eður ei. Kemur fram í dómum Landsréttar að ekki væri deilt um að gjaldið teldist skattur. Í dómum Landsréttar er vísað í ákvæði stjórnarskrárinnar þess efnis að ekki megi leggja á skatt né breyta eða taka af nema með lögum. LandsrétturVísir/Vilhelm. Tekið er fram að í lögum hafi verið gert ráð fyrir að flutningsgjald væri lagt á allar olíuvörur sem fluttar væru til landsins rynni í flutningsjöfnunarsjóð olíuvara. Fjárhæð gjaldsins var þó ekki ákveðin í umrædd lögum en Byggðastofnun falið að ákveða gjaldið fyrir minnst þrjá mánuði í senn. Gegn stjórnarskránni Í dómum Landsréttar segir að í lögunum hafi einu stjórnvaldi verið falið að ákveða fjárhæð skattsins með það fyrir augum að fjárhæðin nægði til að greiða kostnað sem öðru stjórnvaldi var falið að afmarka. Með þessu hafi stjórnvöldum verið falin ákvörðun um meginatriði skattheimtunna. Fyrrnefnd stjórnarskrárákvæði leggi bann við svo almennu framsali skattlagningarvalds til stjórnvalda. Féllst Landsréttur því á kröfur Skeljungs og Atlantsolíu um endurgreiðslu hinna ofgreiddu gjalda. Alls þarf íslenska ríkið að greiða Skeljungi 448,6 milljónir króna og Atlantsolíu 86,9 milljónir króna Dóma Landsréttar má lesa hér og hér.
Dómsmál Bensín og olía Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira