Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2022 13:50 Kolbrún ræðir við Hildi Björnsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í nýafstaðinni kosningabaráttunni. Hún segist sorgmædd og kvíði komandi kjörtímabili því nú sé sú von úti að þau geti komið sínum málum fram, í þágu fólksins í borginni. vísir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. „Í borginni var ég að vonast eftir breytingum þannig að fólkið sjálft, þjónusta við það og aðbúnaður þeirra sem hafa það bágt yrði bætt. Þetta eru forgangsmál okkar í Flokki fólksins en mér finnst fólkið sjálft og þarfir þess ekki hafa verið forgangsmál þessa meirihluta samanber alla þessa biðlista og vaxandi fátækt í borginni með tilheyrandi vanlíðan,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. Í dag kynntu leiðtogar Samfylkingar, Pírata, Framsóknarflokks og Viðreisnar það að þau séu nú í viðræðum um meirihlutasamstarf í Reykjavík. Blásið var til blaðamannafundar af því tilefni og helst á þeim sem þar voru fyrir svörum að skilja að fátt geti komið í veg fyrir að af því samstarfi verði. Kolbrún segir þetta mikil vonbrigði. Hana, og þau í Flokki fólksins, langaði mjög að fá tækifæri til að vinna að breyttri forgangsröðun í þágu fólksins næsta kjörtímabil. „Sú von er úti en eftir því sem ég heyri, þá heldur þessi meirihluti áfram og þeirra áherslur eru ekki líklegar til að breytast. Alla vega ekki mikið, held ég. Þess vegna er ég sorgmædd og leið og kvíði næsta kjörtímabili og því að geta ekki haft áhrif til að breyta.“ Kolbrún segist ætla að halda áfram, eftir sem áður, að benda á það sem betur má fara og leggja fram tillögur um breytingar. „Eins og ég hef gert í miklum mæli, ég hef verið mjög afkastamikil en málum okkar í minnihluta hefur bara verið hafnað. Eins og margoft hefur komið fram hjá okkur í minnihlutanum.“ Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Í borginni var ég að vonast eftir breytingum þannig að fólkið sjálft, þjónusta við það og aðbúnaður þeirra sem hafa það bágt yrði bætt. Þetta eru forgangsmál okkar í Flokki fólksins en mér finnst fólkið sjálft og þarfir þess ekki hafa verið forgangsmál þessa meirihluta samanber alla þessa biðlista og vaxandi fátækt í borginni með tilheyrandi vanlíðan,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. Í dag kynntu leiðtogar Samfylkingar, Pírata, Framsóknarflokks og Viðreisnar það að þau séu nú í viðræðum um meirihlutasamstarf í Reykjavík. Blásið var til blaðamannafundar af því tilefni og helst á þeim sem þar voru fyrir svörum að skilja að fátt geti komið í veg fyrir að af því samstarfi verði. Kolbrún segir þetta mikil vonbrigði. Hana, og þau í Flokki fólksins, langaði mjög að fá tækifæri til að vinna að breyttri forgangsröðun í þágu fólksins næsta kjörtímabil. „Sú von er úti en eftir því sem ég heyri, þá heldur þessi meirihluti áfram og þeirra áherslur eru ekki líklegar til að breytast. Alla vega ekki mikið, held ég. Þess vegna er ég sorgmædd og leið og kvíði næsta kjörtímabili og því að geta ekki haft áhrif til að breyta.“ Kolbrún segist ætla að halda áfram, eftir sem áður, að benda á það sem betur má fara og leggja fram tillögur um breytingar. „Eins og ég hef gert í miklum mæli, ég hef verið mjög afkastamikil en málum okkar í minnihluta hefur bara verið hafnað. Eins og margoft hefur komið fram hjá okkur í minnihlutanum.“
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira