Þetta kom fram í máli Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, á blaðamannafundi í kvöld vegna skotárásarinnar. Blaðamenn CNN greina frá því á Twitter að Abbott hafi sagt að fjórtán nemendur skólans hafi látist, auk eins kennara.
JUST IN: Gov. Greg Abbott gives an update on the school shooting in Uvalde. INFO: https://t.co/rhVwftZh2Y pic.twitter.com/4JSRU5FQlR
— CBS Austin (@cbsaustin) May 24, 2022
Abbott greindi frá því að árásarmaðurinn, Salvador Ramos, að nafni hafi verið átján ára gamll og að hann hafi látið lífið í skotárásinni. Sagði Abbott að Ramos hafi verið vopnaður skammbyssu og mögulega riffli.
Fifteen have been killed in a shooting at Robb elementary school, according to Governor Greg Abbott — 14 students and 1 teacher.
— Jake Tapper (@jaketapper) May 24, 2022
Abbott said the shooter is also deceased.
Snemma var ljóst að um alvarlega skotárás var að ræða. Skömmu eftir að fregnir af henni brutust út greindi spítalinn í Uvalde frá því að tvö börn sem flutt voru á spítalann eftir skotárásina væru látin. Alls voru þrettán fluttir á spítalann eftir árásina.

Ljóst er að skotárásin er ein sú mannskæðasta í skóla í Bandaríkjunum frá upphafi, en skotárásir í skólum hafa verið tíðar þar undanfarin ár og áratugi.
Mannskæðasta skotárásin var framin í Virginia Tech-háskólanum árið 2007 þegar 33 voru skotnir til bana.
Mannskæðasta skotárásin í grunnskóla í Bandaríkjunum var framin árið 2012 í Sandy Hook grunnskólanum í Connecticut, þegar 28 létust.