Fulltrúar á Barnaþingi segja mikilvægt að yfirvöld hlusti á tillögur barna Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2022 19:25 Krakkar í ráðgjafahópi sem einnig voru fulltrúar á Barnaþingi í mars afhentu ríkisstjórninni skýrslu um þingið í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/hmp Fulltrúar á nýafstöðnu Barnaþingi, þar sem meðal annars var lögð áhersla á umhverfis- og mannréttindamál, segja mikilvægt að stjórnvöld hlusti á tillögur barna. Forsætisráðherra segir að sérstök umræða verði á Alþingi um niðurstöður þingsins sem ríkisstjórninni voru afhentar í dag. Hópur ungmenna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sem sat Barnaþing í byrjun mars mætti í Ráðherrabústaðinn í dag til að afhenda ríkisstjórninni skýrslu með niðurstöðum þingsins. En margir þingmenn og ráðherrar sóttu einnig þingið í Hörpu í mars. Vilhjálmur Hauksson er í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sat þingiðí Hörpu í vor. Hann var mættur fyrir utan Ráðherrabústaðinn ásamt fleirum í morgun til að afhenda skýrslu um þingstörfin. Vilhjálmur Hauksson segir gaman hvað fulltrúar á Barnaþingi voru ólíkir og settu fram mismunandi skoðanir á einstökum málum.Stöð 2 „Mér finnst mjög áhugavert að heyra hvað öðrum finnst. Svo fannst mér ráðherrarnir líka vera mikið að hlusta á okkur. Það kemur svo í ljós hvort þau voru í rauninni að gera það eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann fer allra sinna ferða í hjólastól. Og þú mætir strax smá hindrun til að komast þangað inn? „Já, mér finnst þetta ekki alveg nógu gott. Því miður. Svo spyr maður bara sjálfan sig hvað ef yrði kosinn einhver fatlaður í ríkisstjórn,“ segir Vilhjálmur en mjög háar og langar tröppur liggja upp í Ráðherrabústaðinn. Börn með fjölbreyttar skoðanir Þórey María sem situr í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og var fulltrúi á Barnaþingi sagði gaman hvað margar og ólíkar skoðanir hefðu komið fram áþinginu. „Og það skiptir dálitlu máli þegar við komum og segjum okkar skoðanir og hugmyndir og alls konar, að þá sé hlustað á það,“ sagði Þórey María þegar hún ávarpaði ríkisstjórnina. Hún teldi ríkisstjórnina þó vera að hlusta. „Því ef þið skoðið skýrsluna síðan vel takið þið kannski eftir því að við höfum alveg jafn miklar skoðanir og þið. Þannig að gangi ykkur vel,“ sagði Þórey María við góðar undirtektir ráðherra. Ráðherrar tóku vel í málflutning krakkanna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna.Stöð 2 Ráðherrunum var síðan öllum afhent eintak af skýrslunni og sérmerktir pokar þingsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikið hafa verið vitnað í Barnaþingið á Alþingi og ljóst að þingið hefði haft áhrif á þingmenn allra flokka sem sóttu það. Nýja skýrslan verði rædd sérstaklega á Alþingi. „Eitt af því sem var rætt sérstaklega man ég í einni umræðu sem ég tók þátt í, var að það ætti að taka tillit til þess að börn eru ekki eins. Það komist ekki öll börn upp alla stiga, eins og það var orðað á þinginu og þetta sat svolítið í mörgum þingmönnum,“ sagði forsætisráðherra í stuttu ávarpi til fulltrúa Barnaþings. Við sáum þegar þau mættu núna að það veitti ekki af að rampa upp Ráðherrabústaðinn? „Já, aðgengismálin eru ekki í nógu góðum farvegi. Við erum að vinna að breytingum núna á stjórnarráðinu. En þetta er eitthvað sem við þekkjum aldeilis og höfum verið að vinna að. Það er að breyta aðgengismálunum,“ sagði Katrín. Vilhjálmur, þú er ánægður að heyra það? „Já, ég er það. Segi bara takk fyrir og ánægður að heyra að það sé verið að vinna í þessu,” sagði Vilhjálmur og Katrín bætti við: „Það ætti að vera löngu búið auðvitað.“ En framkvæmdir standa nú yfir við bakhlið Ráðherrabústaðarins og til þess að allrar sanngirni sé gætt þá var rampur þar við bakdyrnar áður. En eins og sést í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt standa yfir töluverðar framkvæmdir bakvið húsið vegna leka sem kom í snjóunum miklu í vetur. Þannig aðþetta stendur allt til bóta. Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Hópur ungmenna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sem sat Barnaþing í byrjun mars mætti í Ráðherrabústaðinn í dag til að afhenda ríkisstjórninni skýrslu með niðurstöðum þingsins. En margir þingmenn og ráðherrar sóttu einnig þingið í Hörpu í mars. Vilhjálmur Hauksson er í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og sat þingiðí Hörpu í vor. Hann var mættur fyrir utan Ráðherrabústaðinn ásamt fleirum í morgun til að afhenda skýrslu um þingstörfin. Vilhjálmur Hauksson segir gaman hvað fulltrúar á Barnaþingi voru ólíkir og settu fram mismunandi skoðanir á einstökum málum.Stöð 2 „Mér finnst mjög áhugavert að heyra hvað öðrum finnst. Svo fannst mér ráðherrarnir líka vera mikið að hlusta á okkur. Það kemur svo í ljós hvort þau voru í rauninni að gera það eða ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann fer allra sinna ferða í hjólastól. Og þú mætir strax smá hindrun til að komast þangað inn? „Já, mér finnst þetta ekki alveg nógu gott. Því miður. Svo spyr maður bara sjálfan sig hvað ef yrði kosinn einhver fatlaður í ríkisstjórn,“ segir Vilhjálmur en mjög háar og langar tröppur liggja upp í Ráðherrabústaðinn. Börn með fjölbreyttar skoðanir Þórey María sem situr í ráðgjafahópi umboðsmanns barna og var fulltrúi á Barnaþingi sagði gaman hvað margar og ólíkar skoðanir hefðu komið fram áþinginu. „Og það skiptir dálitlu máli þegar við komum og segjum okkar skoðanir og hugmyndir og alls konar, að þá sé hlustað á það,“ sagði Þórey María þegar hún ávarpaði ríkisstjórnina. Hún teldi ríkisstjórnina þó vera að hlusta. „Því ef þið skoðið skýrsluna síðan vel takið þið kannski eftir því að við höfum alveg jafn miklar skoðanir og þið. Þannig að gangi ykkur vel,“ sagði Þórey María við góðar undirtektir ráðherra. Ráðherrar tóku vel í málflutning krakkanna í ráðgjafahópi umboðsmanns barna.Stöð 2 Ráðherrunum var síðan öllum afhent eintak af skýrslunni og sérmerktir pokar þingsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikið hafa verið vitnað í Barnaþingið á Alþingi og ljóst að þingið hefði haft áhrif á þingmenn allra flokka sem sóttu það. Nýja skýrslan verði rædd sérstaklega á Alþingi. „Eitt af því sem var rætt sérstaklega man ég í einni umræðu sem ég tók þátt í, var að það ætti að taka tillit til þess að börn eru ekki eins. Það komist ekki öll börn upp alla stiga, eins og það var orðað á þinginu og þetta sat svolítið í mörgum þingmönnum,“ sagði forsætisráðherra í stuttu ávarpi til fulltrúa Barnaþings. Við sáum þegar þau mættu núna að það veitti ekki af að rampa upp Ráðherrabústaðinn? „Já, aðgengismálin eru ekki í nógu góðum farvegi. Við erum að vinna að breytingum núna á stjórnarráðinu. En þetta er eitthvað sem við þekkjum aldeilis og höfum verið að vinna að. Það er að breyta aðgengismálunum,“ sagði Katrín. Vilhjálmur, þú er ánægður að heyra það? „Já, ég er það. Segi bara takk fyrir og ánægður að heyra að það sé verið að vinna í þessu,” sagði Vilhjálmur og Katrín bætti við: „Það ætti að vera löngu búið auðvitað.“ En framkvæmdir standa nú yfir við bakhlið Ráðherrabústaðarins og til þess að allrar sanngirni sé gætt þá var rampur þar við bakdyrnar áður. En eins og sést í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt standa yfir töluverðar framkvæmdir bakvið húsið vegna leka sem kom í snjóunum miklu í vetur. Þannig aðþetta stendur allt til bóta.
Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira