Óttast um líf sitt verði þau send til Grikklands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2022 19:17 Fatima Mohamud kom hingað til lands frá Sómalíu með viðkomu í Grikklandi og óttast að verða send aftur til Grikklands. Vísir Flóttafólk sem til stendur að senda úr landi óttast um líf sitt verði það sent til Grikklands, þar sem þeirra bíði ekkert nema líf á götunni. Fyrirhuguðum fjöldabrottvísunum var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælin hófust á fimmta tímanum í dag en fyrr í dag hittust liðsmenn ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International og stóðu að skiltagerð, sem öllum mótmælendum var frjálst að taka þátt í. Þaðan lá leið þeirra á Austurvöll, en þar hafði fólk safnast saman með til þess að mótmæla fyrirhuguðum brottvísunum. Í hópi mótmælenda var flóttafólk sem til stendur að vísa úr landi. „Við erum frá Sómalíu og þar geisar stríð. Þar ríkir enginn friður. Við komum til Grikklands frá Sómalíu. Lífið í Grikklandi er mjög erfitt. Við sofum á götum úti. Þar er engan mat að fá eða gistirými. Þar er ekki friðsælt og við viljum ekki láta flytja okkur aftur þangað,“ segir Fatima Mohamud. Þó til standi að vísa fólkinu úr landi, veit það ekki nákvæmlega hvenær sá dagur kemur, þó stjórnvöld segi daginn nálgast. „Við vitum ekki nákvæmlega hvenær en okkur er sagt að við eigum að vera tilbúin að fara aftur til Grikklands og verða flutt úr landi,” bætir Fatima við. Nokkur fjöldi kom saman á Austurvelli í dag.Vísir Vildi sýna fólkinu stuðning Þá voru fleiri mótmælendur sem lögðu leið sína á Austurvöll til að sýna samstöðu með flóttafólki. Khattabi Al Muohammad er flóttamaður frá Sýrlandi sem hefur verið á Íslandi frá árinu 2016. Hvers vegna komstu hingað í dag? „Ég kom til að styðja þetta fólk því við erum á sama báti. Ég hef verið hér í um sjö ár en veit ekki hvenær dómsmálaráðherra segir mér að fara.“ Flóttafólkið sem til stendur að senda til Grikklands óttast að enda þar á götunni. „Við viljum að ríkisstjórnin hjálpi okkur og veiti okkur tækifæri til að búa hér,“ segir Fatima. Flóttafólk á Íslandi Grikkland Sómalía Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Mótmælin hófust á fimmta tímanum í dag en fyrr í dag hittust liðsmenn ungliðahreyfingar Íslandsdeildar Amnesty International og stóðu að skiltagerð, sem öllum mótmælendum var frjálst að taka þátt í. Þaðan lá leið þeirra á Austurvöll, en þar hafði fólk safnast saman með til þess að mótmæla fyrirhuguðum brottvísunum. Í hópi mótmælenda var flóttafólk sem til stendur að vísa úr landi. „Við erum frá Sómalíu og þar geisar stríð. Þar ríkir enginn friður. Við komum til Grikklands frá Sómalíu. Lífið í Grikklandi er mjög erfitt. Við sofum á götum úti. Þar er engan mat að fá eða gistirými. Þar er ekki friðsælt og við viljum ekki láta flytja okkur aftur þangað,“ segir Fatima Mohamud. Þó til standi að vísa fólkinu úr landi, veit það ekki nákvæmlega hvenær sá dagur kemur, þó stjórnvöld segi daginn nálgast. „Við vitum ekki nákvæmlega hvenær en okkur er sagt að við eigum að vera tilbúin að fara aftur til Grikklands og verða flutt úr landi,” bætir Fatima við. Nokkur fjöldi kom saman á Austurvelli í dag.Vísir Vildi sýna fólkinu stuðning Þá voru fleiri mótmælendur sem lögðu leið sína á Austurvöll til að sýna samstöðu með flóttafólki. Khattabi Al Muohammad er flóttamaður frá Sýrlandi sem hefur verið á Íslandi frá árinu 2016. Hvers vegna komstu hingað í dag? „Ég kom til að styðja þetta fólk því við erum á sama báti. Ég hef verið hér í um sjö ár en veit ekki hvenær dómsmálaráðherra segir mér að fara.“ Flóttafólkið sem til stendur að senda til Grikklands óttast að enda þar á götunni. „Við viljum að ríkisstjórnin hjálpi okkur og veiti okkur tækifæri til að búa hér,“ segir Fatima.
Flóttafólk á Íslandi Grikkland Sómalía Tengdar fréttir „Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
„Þetta er framkvæmd sem í raun hefði aldrei átt að koma til tals“ Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli síðdegis í dag vegna fyrirhugaðrar fjöldabrottvísunar stjórnvalda á flóttafólki hér á landi. Skipuleggjandi segir að þó fækkað hafi í hópi þeirra sem vísa eigi úr landi sé krafa mótmælenda sú að allur hópurinn fái að dvelja hér. 28. maí 2022 13:25