Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2022 12:00 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til tals í meirihlutaviðræðum. Vísir/Ragnar Visage Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. „Þessi mál eru enn bara öll í skoðun og umræðu, það þarf líka að sækja gögn inn í borgarkerfið og sjá heildarmyndina eftir því sem við ræðum með ítarlegri hætti um þessi mál,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. Framsókn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafa verið í formlegum meirihlutaviðræðum í Reykjavík í fimm daga en Einar segir að engin endanleg niðurstaða hafi náðst í neinum málaflokka. Málin séu öll enn í umræðu. Þá sé ekki búið að úthluta formennsku í borgarráðum til ákveðinna flokka. Eru komin einhver drög að því hverjir fara með formennsku í ákveðnum ráðum? „Nei, við höfum bara verið að ræða málefnin,“ segir Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra sagði á fimmtudag að tímabært sé að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Einar segir það ekki hafa komið til umræðu. „Nei, það hefur ekki komið til tals.“ Kjörtímabili borgarstjórnar, sem kosin var fyrir fjórum árum, lýkur í dag og nýtt kjörtímabil hefst á morgun. Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní næstkomandi en Einar segir meirihlutann ætla að taka sér góðan tíma í viðræðurnar. „Fyrst er bara að ná lendingu og við tökum okkur allan þann tíma sem við þurfum til þess. Undir eru næstu fjögur ár og nokkrir dagar til eða frá skipta engu í því stóra samhengi,“ segir Einar. „Aðalatriðið er það að svara kalli kjósenda um breytingar og Framsókn ætlar að setja mark sitt á þennan meirihluta sem verið er að mynda núna. Við erum af heilindum í þessu samtali og ég skynja það að allir flokkar eru að horfa björtum augum til næstu fjögurra ára og eru metnaðarfullir í því að ná samstöðu um þessi grundvallarmál.“ Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
„Þessi mál eru enn bara öll í skoðun og umræðu, það þarf líka að sækja gögn inn í borgarkerfið og sjá heildarmyndina eftir því sem við ræðum með ítarlegri hætti um þessi mál,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. Framsókn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafa verið í formlegum meirihlutaviðræðum í Reykjavík í fimm daga en Einar segir að engin endanleg niðurstaða hafi náðst í neinum málaflokka. Málin séu öll enn í umræðu. Þá sé ekki búið að úthluta formennsku í borgarráðum til ákveðinna flokka. Eru komin einhver drög að því hverjir fara með formennsku í ákveðnum ráðum? „Nei, við höfum bara verið að ræða málefnin,“ segir Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra sagði á fimmtudag að tímabært sé að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Einar segir það ekki hafa komið til umræðu. „Nei, það hefur ekki komið til tals.“ Kjörtímabili borgarstjórnar, sem kosin var fyrir fjórum árum, lýkur í dag og nýtt kjörtímabil hefst á morgun. Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní næstkomandi en Einar segir meirihlutann ætla að taka sér góðan tíma í viðræðurnar. „Fyrst er bara að ná lendingu og við tökum okkur allan þann tíma sem við þurfum til þess. Undir eru næstu fjögur ár og nokkrir dagar til eða frá skipta engu í því stóra samhengi,“ segir Einar. „Aðalatriðið er það að svara kalli kjósenda um breytingar og Framsókn ætlar að setja mark sitt á þennan meirihluta sem verið er að mynda núna. Við erum af heilindum í þessu samtali og ég skynja það að allir flokkar eru að horfa björtum augum til næstu fjögurra ára og eru metnaðarfullir í því að ná samstöðu um þessi grundvallarmál.“
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56
Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07
Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31