„Þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og vísa í kjaftasögu til stuðnings“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2022 19:15 Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson tapaði í dag meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður hans í málinu, segir dóminn vera kolrangan að sínu mati. Vísir/Vilhelm Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Lögmaður Ingólfs telur dóminn marka þau tímamót að segja megi hvað sem er um hvern sem er á internetinu. Ingólfur krafðist þess að fimm ummæli Sindra um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá krafðist hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beindust öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ „Hann er kolrangur að mínu mati, kolrangur dómur. Umbjóðanda mínum er gefið það að sök að hafa stundað það síðastliðin tólf til þrettán ár að hafa samfarir við börn. Viðkomandi aðili sem þessi ummæli viðhefur færir ekkert fram því til stuðnings enda hefur umbjóðandi minn ekki stundað það að hafa samfarir við börn,“ segir Auður Björg Jónsdóttir lögmaður Ingólfs. „Hvar eru þessi börn?“ Í dómi héraðsdóms segir að Sindri hafi í góðri trú viðhaft ummælin vegna Twitter-þráðs, sem vakti mikla umræðu, þar sem fjöldi fólks lýsti sögum sem það hafði heyrt af Ingólfi í gegn um tíðina. „Þó að á Twitter segi, og segjum að dómari vilji leggja það til grundvallar, einhverjar sögusagnir um að hann hafi áreitt einhverjar stúlkur, sent sms eða haft samskipti við niðri í bæ, þá er ekkert í þessum ummælum sem segir að hann hafi sofið hjá barni,“ segir Auður. Horfa má á viðtalið við Auði í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Hvar eru þessi börn sem hann er búinn að stunda að sofa hjá síðastliðin tólf til þrettán ár eins og Sindri heldur fram? Hvað eru þetta mörg börn? Hversu oft var þetta? Hvenær reið hann síðast barni? Þetta eru svo fráleitar ásakanir og það er fáránlegt að menn skuli ekki bera ábyrgð á svona ásökunum. Með vísan til þess að á Twitter segi kjaftasögur um einhverja allt aðra og vægari hegðun,“ segir hún. „Svörin voru nánast öll frásagnir af því að þessir aðilar höfðu heyrt eitthvað. Það er að segja þeir voru ekki að lýsa eigin upplifun af tónlistarmanninum heldur vísuðu í að þeir höfðu heyrt sögur af honum.“ Dómurinn mat að ummæli Sindra væru viðbrögð við þjóðfélagsumræðu Fram kemur í dómnum að niðurstaða hans byggi þar að auki á Facebook-færslu sem Sindri birti á Facebook-síðu sinni 17. júlí. Fram kemur í dómnum að þar hafi Sindri útskýrt ummæli sín enn frekar á þann veg að með barni væri hann að vísa til einstaklinga undir átján ára aldri en samkvæmt íslenskum lögum varðaði það fullorðinn karlmann ekki refsingu að eiga samræmi við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján ára. „Hann viðhefur þessi ummæli inni á Vísi og á Stundinni, sem eru fréttamiðlar, svo kemur hann eftir á með þessa leiðréttingu á sinni Facebook-síðu þannig að ef það ætti að leiða til refsilækkunar eða þess að hann beri ekki ábyrgð á ummælunum þá ættu ummælin að birtast á sama stað og hann viðhefur upphaflegu ummælin,“ segir Auður. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs.Vísir/SIgurjón Fram kemur í dómnum að af gögnum málsins sé ljóst að ummæli Sindra um málið hafi verið viðbrögð við orðræðu í þjóðfélaginu. Hann hafi haft rúmt frelsi til tjáningar og ummælin verið framlag til opinberrar umræðu. „Dómurinn lítur til þess að eftir að hann viðhafði ummælin og eftir að hann fékk kröfubréf frá lögmanni umbjóðanda míns að þá segir hann á sínu Facebook-svæði að hann hafi ekki verið að meina að minn umbjóðandi hafi verið að hafa samfarir við börn heldur hafi hann verið að meina þetta sem ádeilu við það að það sé refsilaust að sofa hjá börnum sem eru eldri en fimmtánára. Það á sér enga stoð í ummælunum sjálfum, sem eru sett fram fyrirvaralaust,“ segir Auður. Vill áfrýja dómnum Auður segir dóminn hafa mikla þýðingu í meiðyrðamálum. „Þetta þýðir í rauninni bara að þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og þú getur vísað í kjaftasögu því til stuðnings. Dómurinn í rauninni segir að ef þú heyrir kjaftasögu af einhverjum, sama hversu gróf hún er, þá máttu viðhafa hana opinberlega refsi- og bótalaust,“ segir Auður. Muniði áfrýja niðurstöðunni? „Ég vil áfrýja og ég verð bara að leggja það í hendur umbjóðanda míns að ákveða hvað við gerum en mér finnst klárt að eigi að áfrýja þessum dómi.“ Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54 „Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot. 4. maí 2022 21:38 Ingó tilkynnti í dómsal að hann ætti von á barni Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, sagði frá því í dómsal í morgun að hann ætti von á barni. 2. maí 2022 11:40 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Ingólfur krafðist þess að fimm ummæli Sindra um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá krafðist hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beindust öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“ „Hann er kolrangur að mínu mati, kolrangur dómur. Umbjóðanda mínum er gefið það að sök að hafa stundað það síðastliðin tólf til þrettán ár að hafa samfarir við börn. Viðkomandi aðili sem þessi ummæli viðhefur færir ekkert fram því til stuðnings enda hefur umbjóðandi minn ekki stundað það að hafa samfarir við börn,“ segir Auður Björg Jónsdóttir lögmaður Ingólfs. „Hvar eru þessi börn?“ Í dómi héraðsdóms segir að Sindri hafi í góðri trú viðhaft ummælin vegna Twitter-þráðs, sem vakti mikla umræðu, þar sem fjöldi fólks lýsti sögum sem það hafði heyrt af Ingólfi í gegn um tíðina. „Þó að á Twitter segi, og segjum að dómari vilji leggja það til grundvallar, einhverjar sögusagnir um að hann hafi áreitt einhverjar stúlkur, sent sms eða haft samskipti við niðri í bæ, þá er ekkert í þessum ummælum sem segir að hann hafi sofið hjá barni,“ segir Auður. Horfa má á viðtalið við Auði í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Hvar eru þessi börn sem hann er búinn að stunda að sofa hjá síðastliðin tólf til þrettán ár eins og Sindri heldur fram? Hvað eru þetta mörg börn? Hversu oft var þetta? Hvenær reið hann síðast barni? Þetta eru svo fráleitar ásakanir og það er fáránlegt að menn skuli ekki bera ábyrgð á svona ásökunum. Með vísan til þess að á Twitter segi kjaftasögur um einhverja allt aðra og vægari hegðun,“ segir hún. „Svörin voru nánast öll frásagnir af því að þessir aðilar höfðu heyrt eitthvað. Það er að segja þeir voru ekki að lýsa eigin upplifun af tónlistarmanninum heldur vísuðu í að þeir höfðu heyrt sögur af honum.“ Dómurinn mat að ummæli Sindra væru viðbrögð við þjóðfélagsumræðu Fram kemur í dómnum að niðurstaða hans byggi þar að auki á Facebook-færslu sem Sindri birti á Facebook-síðu sinni 17. júlí. Fram kemur í dómnum að þar hafi Sindri útskýrt ummæli sín enn frekar á þann veg að með barni væri hann að vísa til einstaklinga undir átján ára aldri en samkvæmt íslenskum lögum varðaði það fullorðinn karlmann ekki refsingu að eiga samræmi við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján ára. „Hann viðhefur þessi ummæli inni á Vísi og á Stundinni, sem eru fréttamiðlar, svo kemur hann eftir á með þessa leiðréttingu á sinni Facebook-síðu þannig að ef það ætti að leiða til refsilækkunar eða þess að hann beri ekki ábyrgð á ummælunum þá ættu ummælin að birtast á sama stað og hann viðhefur upphaflegu ummælin,“ segir Auður. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs.Vísir/SIgurjón Fram kemur í dómnum að af gögnum málsins sé ljóst að ummæli Sindra um málið hafi verið viðbrögð við orðræðu í þjóðfélaginu. Hann hafi haft rúmt frelsi til tjáningar og ummælin verið framlag til opinberrar umræðu. „Dómurinn lítur til þess að eftir að hann viðhafði ummælin og eftir að hann fékk kröfubréf frá lögmanni umbjóðanda míns að þá segir hann á sínu Facebook-svæði að hann hafi ekki verið að meina að minn umbjóðandi hafi verið að hafa samfarir við börn heldur hafi hann verið að meina þetta sem ádeilu við það að það sé refsilaust að sofa hjá börnum sem eru eldri en fimmtánára. Það á sér enga stoð í ummælunum sjálfum, sem eru sett fram fyrirvaralaust,“ segir Auður. Vill áfrýja dómnum Auður segir dóminn hafa mikla þýðingu í meiðyrðamálum. „Þetta þýðir í rauninni bara að þú mátt segja hvað sem er um hvern sem er og þú getur vísað í kjaftasögu því til stuðnings. Dómurinn í rauninni segir að ef þú heyrir kjaftasögu af einhverjum, sama hversu gróf hún er, þá máttu viðhafa hana opinberlega refsi- og bótalaust,“ segir Auður. Muniði áfrýja niðurstöðunni? „Ég vil áfrýja og ég verð bara að leggja það í hendur umbjóðanda míns að ákveða hvað við gerum en mér finnst klárt að eigi að áfrýja þessum dómi.“
Ummæli Sindra sem tekist var á um „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“ „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“ „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“ „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“ „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“
Dómsmál Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54 „Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot. 4. maí 2022 21:38 Ingó tilkynnti í dómsal að hann ætti von á barni Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, sagði frá því í dómsal í morgun að hann ætti von á barni. 2. maí 2022 11:40 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Sindri sýknaður af meiðyrðum í garð Ingólfs veðurguðs Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns um meiðyrði. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. 30. maí 2022 15:54
„Þreklaus“ Ingó segist ekki hafa kýlt konu Ingólfur Þórarinsson, sem er ef til vill betur þekktur sem Ingó veðurguð, segir það í „besta falli galið“ að hann hafi kýlt konu og hrækt framan í hana. Hann segist þreyttur á að verjast nafnlausum ásökunum en birtir á Facebook skjáskot af pósti frá lögmanni sínum þar sem fram komi að hann hafi aldrei verið kærður ofbeldisbrot eða kynferðisbrot. 4. maí 2022 21:38
Ingó tilkynnti í dómsal að hann ætti von á barni Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, sagði frá því í dómsal í morgun að hann ætti von á barni. 2. maí 2022 11:40