Segir sambönd geta orðið sterkari eftir framhjáhald Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 31. maí 2022 19:30 Björg Vigfúsdóttir fjölskyldu- og pararáðgjafi segir fólk oft á tíðum frekar leita í það bjargráð að skilja eða binda enda á parasambandið frekar en að vinna úr áföllum og erfiðleikum saman. Samsett mynd „Ég hef í minni vinnu hjálpað einstaklingum sem hafa byrjað samband sitt í framhjáhaldi og þeir hafa lent í erfiðleikum hvað varðar skömmina er tengist fyrrverandi maka,“ segir Björg Vigfúsdóttir í viðtali við Vísi. Björg starfar sem fjölskyldumeðferðarfræðingur og sérhæfir hún sig í fjölskyldu- og parameðferð. Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis út í framhjáhald og var spurningunni beint til þeirra sem hafa reynslu af því að halda framhjá. Samkvæmt niðurstöðunum svaraði rúmlega helmingur því að framhjáhaldið hafi endað með sambandi. Aðspurð segir Björg niðurstöðurnar koma sér töluvert á óvart, framhjáhald sé vissulega ekki ákjósanleg byrjun nýs ástarsambands. 36% af þessum hópi sögðust enn vera í sambandinu sem byrjaði út frá framhjáhaldi en hér fyrir neðan er hægt að sjá nákvæmari niðurstöður. Niðurstöður* Já, erum ennþá saman – 36%Já, en það entist ekki – 17%Nei, framhjáhaldið endaði ekki með sambandi – 47% „Það væri athyglisvert að vita hversu mikill fjöldi af þessum 36% eiga börn því mín reynsla af meðferðarvinnu er sú að flækjustigið byrji fyrir alvöru þegar farið er að setja saman fjölskyldur,“ segir Björg sem hefur tilfinningu fyrir því að stór hluti þessa hóps eigi líklega ekki börn fyrir. Hún segir skömmina í þessum aðstæðum, gagnvart fyrrverandi maka, geta reynst fólki þungbær þegar halda á áfram í nýtt samband. Það er mikilvægt að gera slík sár upp við fyrrverandi maka sinn svo að samskiptin verði betri og þá sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Ef það eru ósætti milli foreldra þá bitnar það hvað mest á börnunum. Ekki alltaf rétta lausnin að skilja Björg segir hraðann í samfélaginu í dag oft verða til þess að fólk hætti að sinna sambandinu og þeim vandamálum sem koma upp. „Fólk virðist leita þá frekar í það bjargráð að skilja sem er síðan, þegar upp er staðið, ekki endilega rétta lausnin.“ Færðu til þín margt fólk sem er að reyna að vinna úr framhjáhaldi? „Já, ég vinn mikið við að hjálpa pörum að vinna úr framhjáhaldi og það þarf sannarlega ekki að vera endir á sambandinu þó svo að framhjáhald eigi sér stað,“ segir Björg þó svo að eðli málsins samkvæmt segi hún framhjáhald vera mikið áfall bæði fyrir einstaklingana og sambandið. „Í meðferð þarf að vinna úr þeim sársauka sem framhjáhaldið hefur valdið, ekki ólíkt því þegar við dettum og fáum opið sár, þá þurfum við að fara á slysó til þess að sauma það saman.“ Framhjáhald þurfi ekki að vera endalok sambandsins. Ef vilji er hjá báðum aðilum að vinna saman úr áfallinu eftir framhjáhald segir Björg það vissulega hægt. Þá sé gott að gera það með hjálp þriðja aðila, meðferðaraðila sem getur vísað veginn í þeirri vinnu. Þó svo að ég óski engum að fara í gegnum þá erfiðu reynslu að vinna úr framhjáhaldi þá hef ég séð það í minni vinnu að sambönd geti einnig orðið sterkari eftir þá reynslu. Ég sé það helst með þeim hætti að parið er jafnvel að eiga innilegri samtöl í uppgjörinu en þau hafa átt í mörg ár. Mikilvægt að kveðja gamla tímabilið Í uppgjörinu segist hún hafa lagt áherslu á það með sínum skjólstæðingum að byggja upp nýtt tímabil í parasambandinu og kveðja gamla tímabilið, tímabilið þegar framhjáhald átti sér stað. „Þá eru þessir sömu einstaklingar að velja hvorn annan aftur í stað þess að hlaupa í nýtt samband. Meðfram þeirri vinnu þarf að byggja upp traust, von og trú á nýja sambandinu.“ Er það þín reynsla að það sé algengt að fólk byrji nýtt samband út frá framhjáhaldi? Framhjáhald er fyrir suma ein leið út úr sambandinu þar sem einstaklingar eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar og rjúfa því sambandið með þessari óhentugu leið. Björg sem hefur sjálf unnið með mörgum einstaklingum í þessari aðstöðu, segir þó marga vera tilbúna til þess að gefa maka sínum annað tækifæri en einnig hafi hún hjálpað fólki sem ákveður að byrja ný sambönd með þeim sem þau halda við. „Það er vinna sem er einnig mikilvæg.“ Áhætta að byrja nýtt samband þegar öðru er ekki lokið Hverjar eru helstu hætturnar að þínu mati þegar samband byrjar ofan í annað samband? „Hætturnar eru þær að þegar fólk verður ástfangið og er í öðru sambandi, þá er það ekki endilega búið að hugsa allt til enda. Fólk er svífandi um á bleiku skýi tilfinninganna en raunveruleikinn, sem tekur við, getur verið flókinn. Þegar einstaklingar fara úr einu sambandi í annað þá eru þeir að særa fyrrverandi maka og afleiðingarnar geta reynst þungbærar." Þegar um barnafjölskyldur er að ræða segir Björg verkefnið miklu flóknara. Það þarf að setja saman tvær fjölskyldur sem báðar hafa haft sína rútínu, sín gildi og sínar reglur. Þá vinnu þarf að vanda vel til þess að koma í veg fyrir að spenna myndist á milli því þá er mun erfiðara fyrir þessar tvær fjölskyldur að tengjast farsællega. Börn upplifa minni lífsgæði eftir skilnað foreldra Björg segir fólk í þessari aðstöðu ekki alltaf vera búið að hugsa allt dæmið til enda. „Eins og þá staðreynd að barn upplifir minni lífsgæði við skilnað foreldra sinna. Helstu ástæður minni lífsgæða eru taldar vera þær að barnið ver minni tíma með foreldrum sínum eftir skilnað þeirra.“ Hún segir einnig alltaf meiri áhættu vera á því að svona sambönd verði flókin, fólk þurfi að mæta skömminni, bæði gagnvart fyrrverandi maka og börnum, og erfitt geti verið að taka þær tilfinningar með inn í nýtt samband. Getur samband sem byrjar í framhjáhaldi orðið farsælt að þínu mati? „Það er alltaf flóknara ef samband byrjar með framhjáhaldi og meiri hætta á því að sambandið verði flókið frá byrjun, sérstaklega ef einstaklingar eiga börn með fyrrum maka. Ég hef hins vegar í minni vinnu hjálpað pörum að vinna úr slíkum flækjum og það er sannarlega hægt í meðferð að greiða úr slíkum vandamálum eins og öðrum en þetta er auðvitað ekki ákjósanleg byrjun.“ Björg vitnar í langtímarannsókn frá Bandaríkjunum þar sem teknir voru fyrir hópar para sem upplifðu sig óhamingjusöm. Einn hluti skildi og hélt áfram í annað samband en hinn hlutinn vann úr erfiðleikunum og skildi ekki. Að fimm árum liðnum var tekin staðan á sama hópi og sýndu þá pörin sem skildu ekki, en unnu saman að vandamálunum sínum, fram á meiri hamingju. Í sumum tilvikum segir Björg þó einu réttu lausnina vera að enda parasambandið því að sum erfið og krefjandi parasambönd hafi einfaldlega neikvæð áhrif á lífsgæði og heilsu fólks. Á sama tíma og góð sambönd hafi jákvæð áhrif á sömu þætti. Parasamband sterk forspá um langtíma hamingju Hvernig veit fólk þá hvenær er rétt að fara í sundur eða hvenær á að reyna að vinna frekar í sambandinu? „Þegar ákvörðun er tekin um skilnað er mikilvægt að átta sig á því hvar parasambandið er á lífsferlinum en rannsóknir sýna að ánægja í parasambandi er U-laga. Það þýðir að ánægja er mikil í byrjun en minnki með fleiri hlutverkum eins og til dæmis með barneignum. Ánægjan aukist svo aftur þegar hlutverkunum fækki á ný. Þá er hægt að skoða hvort að einstaklingar séu óánægðir með maka sinn eða að drukkna í þeim ótal verkefnum sem lífið býður upp á.“ Björg segir alltaf mikilvægt að vinna úr erfiðleikum sem koma upp í parasambandi sem hún segir vera mikilvægasta félagslega samband sem við stofnum til á lífsleiðinni. „Parasambandið er sterk forspá um langtíma hamingju og ánægju almennt.“ Að lokum, segir Björg rannsóknir hafa sýnt almennt fram á jákvæð áhrif parasambanda á einstaklinga. Einstaklingar í parasambandi lifa lengur, sýna fram á betri heilsuávinning og eru því með minni kröfur á heilbrigðiskerfið. Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Björg starfar sem fjölskyldumeðferðarfræðingur og sérhæfir hún sig í fjölskyldu- og parameðferð. Á dögunum spurðu Makamál lesendur Vísis út í framhjáhald og var spurningunni beint til þeirra sem hafa reynslu af því að halda framhjá. Samkvæmt niðurstöðunum svaraði rúmlega helmingur því að framhjáhaldið hafi endað með sambandi. Aðspurð segir Björg niðurstöðurnar koma sér töluvert á óvart, framhjáhald sé vissulega ekki ákjósanleg byrjun nýs ástarsambands. 36% af þessum hópi sögðust enn vera í sambandinu sem byrjaði út frá framhjáhaldi en hér fyrir neðan er hægt að sjá nákvæmari niðurstöður. Niðurstöður* Já, erum ennþá saman – 36%Já, en það entist ekki – 17%Nei, framhjáhaldið endaði ekki með sambandi – 47% „Það væri athyglisvert að vita hversu mikill fjöldi af þessum 36% eiga börn því mín reynsla af meðferðarvinnu er sú að flækjustigið byrji fyrir alvöru þegar farið er að setja saman fjölskyldur,“ segir Björg sem hefur tilfinningu fyrir því að stór hluti þessa hóps eigi líklega ekki börn fyrir. Hún segir skömmina í þessum aðstæðum, gagnvart fyrrverandi maka, geta reynst fólki þungbær þegar halda á áfram í nýtt samband. Það er mikilvægt að gera slík sár upp við fyrrverandi maka sinn svo að samskiptin verði betri og þá sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Ef það eru ósætti milli foreldra þá bitnar það hvað mest á börnunum. Ekki alltaf rétta lausnin að skilja Björg segir hraðann í samfélaginu í dag oft verða til þess að fólk hætti að sinna sambandinu og þeim vandamálum sem koma upp. „Fólk virðist leita þá frekar í það bjargráð að skilja sem er síðan, þegar upp er staðið, ekki endilega rétta lausnin.“ Færðu til þín margt fólk sem er að reyna að vinna úr framhjáhaldi? „Já, ég vinn mikið við að hjálpa pörum að vinna úr framhjáhaldi og það þarf sannarlega ekki að vera endir á sambandinu þó svo að framhjáhald eigi sér stað,“ segir Björg þó svo að eðli málsins samkvæmt segi hún framhjáhald vera mikið áfall bæði fyrir einstaklingana og sambandið. „Í meðferð þarf að vinna úr þeim sársauka sem framhjáhaldið hefur valdið, ekki ólíkt því þegar við dettum og fáum opið sár, þá þurfum við að fara á slysó til þess að sauma það saman.“ Framhjáhald þurfi ekki að vera endalok sambandsins. Ef vilji er hjá báðum aðilum að vinna saman úr áfallinu eftir framhjáhald segir Björg það vissulega hægt. Þá sé gott að gera það með hjálp þriðja aðila, meðferðaraðila sem getur vísað veginn í þeirri vinnu. Þó svo að ég óski engum að fara í gegnum þá erfiðu reynslu að vinna úr framhjáhaldi þá hef ég séð það í minni vinnu að sambönd geti einnig orðið sterkari eftir þá reynslu. Ég sé það helst með þeim hætti að parið er jafnvel að eiga innilegri samtöl í uppgjörinu en þau hafa átt í mörg ár. Mikilvægt að kveðja gamla tímabilið Í uppgjörinu segist hún hafa lagt áherslu á það með sínum skjólstæðingum að byggja upp nýtt tímabil í parasambandinu og kveðja gamla tímabilið, tímabilið þegar framhjáhald átti sér stað. „Þá eru þessir sömu einstaklingar að velja hvorn annan aftur í stað þess að hlaupa í nýtt samband. Meðfram þeirri vinnu þarf að byggja upp traust, von og trú á nýja sambandinu.“ Er það þín reynsla að það sé algengt að fólk byrji nýtt samband út frá framhjáhaldi? Framhjáhald er fyrir suma ein leið út úr sambandinu þar sem einstaklingar eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar og rjúfa því sambandið með þessari óhentugu leið. Björg sem hefur sjálf unnið með mörgum einstaklingum í þessari aðstöðu, segir þó marga vera tilbúna til þess að gefa maka sínum annað tækifæri en einnig hafi hún hjálpað fólki sem ákveður að byrja ný sambönd með þeim sem þau halda við. „Það er vinna sem er einnig mikilvæg.“ Áhætta að byrja nýtt samband þegar öðru er ekki lokið Hverjar eru helstu hætturnar að þínu mati þegar samband byrjar ofan í annað samband? „Hætturnar eru þær að þegar fólk verður ástfangið og er í öðru sambandi, þá er það ekki endilega búið að hugsa allt til enda. Fólk er svífandi um á bleiku skýi tilfinninganna en raunveruleikinn, sem tekur við, getur verið flókinn. Þegar einstaklingar fara úr einu sambandi í annað þá eru þeir að særa fyrrverandi maka og afleiðingarnar geta reynst þungbærar." Þegar um barnafjölskyldur er að ræða segir Björg verkefnið miklu flóknara. Það þarf að setja saman tvær fjölskyldur sem báðar hafa haft sína rútínu, sín gildi og sínar reglur. Þá vinnu þarf að vanda vel til þess að koma í veg fyrir að spenna myndist á milli því þá er mun erfiðara fyrir þessar tvær fjölskyldur að tengjast farsællega. Börn upplifa minni lífsgæði eftir skilnað foreldra Björg segir fólk í þessari aðstöðu ekki alltaf vera búið að hugsa allt dæmið til enda. „Eins og þá staðreynd að barn upplifir minni lífsgæði við skilnað foreldra sinna. Helstu ástæður minni lífsgæða eru taldar vera þær að barnið ver minni tíma með foreldrum sínum eftir skilnað þeirra.“ Hún segir einnig alltaf meiri áhættu vera á því að svona sambönd verði flókin, fólk þurfi að mæta skömminni, bæði gagnvart fyrrverandi maka og börnum, og erfitt geti verið að taka þær tilfinningar með inn í nýtt samband. Getur samband sem byrjar í framhjáhaldi orðið farsælt að þínu mati? „Það er alltaf flóknara ef samband byrjar með framhjáhaldi og meiri hætta á því að sambandið verði flókið frá byrjun, sérstaklega ef einstaklingar eiga börn með fyrrum maka. Ég hef hins vegar í minni vinnu hjálpað pörum að vinna úr slíkum flækjum og það er sannarlega hægt í meðferð að greiða úr slíkum vandamálum eins og öðrum en þetta er auðvitað ekki ákjósanleg byrjun.“ Björg vitnar í langtímarannsókn frá Bandaríkjunum þar sem teknir voru fyrir hópar para sem upplifðu sig óhamingjusöm. Einn hluti skildi og hélt áfram í annað samband en hinn hlutinn vann úr erfiðleikunum og skildi ekki. Að fimm árum liðnum var tekin staðan á sama hópi og sýndu þá pörin sem skildu ekki, en unnu saman að vandamálunum sínum, fram á meiri hamingju. Í sumum tilvikum segir Björg þó einu réttu lausnina vera að enda parasambandið því að sum erfið og krefjandi parasambönd hafi einfaldlega neikvæð áhrif á lífsgæði og heilsu fólks. Á sama tíma og góð sambönd hafi jákvæð áhrif á sömu þætti. Parasamband sterk forspá um langtíma hamingju Hvernig veit fólk þá hvenær er rétt að fara í sundur eða hvenær á að reyna að vinna frekar í sambandinu? „Þegar ákvörðun er tekin um skilnað er mikilvægt að átta sig á því hvar parasambandið er á lífsferlinum en rannsóknir sýna að ánægja í parasambandi er U-laga. Það þýðir að ánægja er mikil í byrjun en minnki með fleiri hlutverkum eins og til dæmis með barneignum. Ánægjan aukist svo aftur þegar hlutverkunum fækki á ný. Þá er hægt að skoða hvort að einstaklingar séu óánægðir með maka sinn eða að drukkna í þeim ótal verkefnum sem lífið býður upp á.“ Björg segir alltaf mikilvægt að vinna úr erfiðleikum sem koma upp í parasambandi sem hún segir vera mikilvægasta félagslega samband sem við stofnum til á lífsleiðinni. „Parasambandið er sterk forspá um langtíma hamingju og ánægju almennt.“ Að lokum, segir Björg rannsóknir hafa sýnt almennt fram á jákvæð áhrif parasambanda á einstaklinga. Einstaklingar í parasambandi lifa lengur, sýna fram á betri heilsuávinning og eru því með minni kröfur á heilbrigðiskerfið.
Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skilaboðin Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira