Samkvæmt málefnasamningnum mun forseti sveitarstjórnar vera fulltrúi af lista Framsóknarflokksins og varaforsetinn af lista Sjálfstæðisflokksins. Þá verða fulltrúar frá Sjálfstæðisflokknum verða formenn byggðarráðs og fjölskylduráðs, en framsóknarmaður vera formaður skipulags- og framkvæmdaráðs.
Markmið sveitarstjórnarinnar er að fjölga íbúum í sveitarfélaginu um 100 manns, stuðla að uppbyggingu í anda grænna iðngarða og stuðla að lýðheilsu barna og ungmenna. Þá leggja þau áherslu á að byggingarlóðir fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði séu ætíð laus til umsóknar og á málefni barna.
Á síðasta kjörtímabili mynduðu Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Vinstri grænir meirihluta en þeir síðarnefndu þurfa að sætta sig við að vera í minnihluta á þessu kjörtímabilil.