Þingmaður sýndi vopnabúrið á fundi um skotvopnalöggjöf Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2022 13:30 Þingmaðurinn Greg Steube sýndi vopnabúrið á þingfundi dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. AP Photo/J. Scott Applewhite Greg Steube, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, sýndi vopnabúr sitt er hann þótt þátt í nefndarstörfum dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar í gær, þar sem frumvarp um hert aðgengi að skotvopnum og tengdum vörum var til umræðu. Nefndin hélt maranþonfund í gær þar sem verið var að ræða frumvarp sem ætlað er að setja ýmsar skorður á aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Þó talið sé líklegt að frumvarpið verði samþykkt í fulltrúadeildinni er afar ólíklegt að það verði að lögum, þar sem öldungadeild þingsins þarf einnig að samþykkja frumvarpið. Þar er talið að hörð mótstaða Repúblikana við umbótum þegar kemur að skotvopnalöggjöf komi í veg fyrir að frumvarpið verði samþykkt. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin“ Fjölmiðlar ytra hafa nefnt hegðun þingmannsins Steube á nefndarfundinum í gær, sem dæmi um andstöðu Repúblikana við aðgerðir til að takmarka aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Steube, sem er þingmaður Repúblikana í Flórída, var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Til þess að lýsa andstöðu hans við ákvæði í frumvarpinu sem ætlað er að banna skothylki sem hýsa mörg skot, dró hann upp fjölmargar byssur úr eigin vopnabúri, og sýndi öðrum nefndarmönnum. „Hér er byssa sem ég geng með á hverjum einasta degi til að verja sjálfan mig, fjölskyldu mína, eiginkonu mína og heimili mitt. Þetta er XL Sig Sauer P365, sem kemur með fimmtán skota skothylki,“ sagði Steube. Tók hann skothylkið úr og tók upp annað sem hann sagði vera sjö skota skothylki, sem samkvæmt frumvarpinu væru löglegt. „Það passar ekki, svo þessi byssa yrði bönnuð.“ Sýndi hann einnig fjölmargar skammbyssur sem myndu verða ólöglegar nái frumvarpið fram að ganga. Þingmaður demókrata frá Texas, Sheila Jackson Lee, skaust inn í umræðuna á einum tímapukti, á meðan Steube sýndi vopnabúrið. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin,“ sagði Jackson Lee. „Ég er heima hjá mér, ég get gert það sem mér sýnist við byssurnar mínar,“ svaraði Steube um hæl Biden kallar eftir aðgerðum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. Í síðasta mánuði létust fleiri en þrjátíu í tveimur stórum skotárásum; önnur átti sér stað í grunnskóla í Texas en hin í matvöruverslun í New York ríki. Biden kallaði einnig eftir því að bann yrði sett gegn skotfærum með mörgum skotum og benti á að almennir borgarar gætu, eins og sakir standa, keypt skotvopn með þrjú hundruð skota skothylkjum. Sem fyrr segir er ólíklegt að til aðgerða verði gripið, vegna andstöðu Repúblikana á þingi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Nefndin hélt maranþonfund í gær þar sem verið var að ræða frumvarp sem ætlað er að setja ýmsar skorður á aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Þó talið sé líklegt að frumvarpið verði samþykkt í fulltrúadeildinni er afar ólíklegt að það verði að lögum, þar sem öldungadeild þingsins þarf einnig að samþykkja frumvarpið. Þar er talið að hörð mótstaða Repúblikana við umbótum þegar kemur að skotvopnalöggjöf komi í veg fyrir að frumvarpið verði samþykkt. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin“ Fjölmiðlar ytra hafa nefnt hegðun þingmannsins Steube á nefndarfundinum í gær, sem dæmi um andstöðu Repúblikana við aðgerðir til að takmarka aðgengi að öflugum skotvopnum í Bandaríkjunum. Steube, sem er þingmaður Repúblikana í Flórída, var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Til þess að lýsa andstöðu hans við ákvæði í frumvarpinu sem ætlað er að banna skothylki sem hýsa mörg skot, dró hann upp fjölmargar byssur úr eigin vopnabúri, og sýndi öðrum nefndarmönnum. „Hér er byssa sem ég geng með á hverjum einasta degi til að verja sjálfan mig, fjölskyldu mína, eiginkonu mína og heimili mitt. Þetta er XL Sig Sauer P365, sem kemur með fimmtán skota skothylki,“ sagði Steube. Tók hann skothylkið úr og tók upp annað sem hann sagði vera sjö skota skothylki, sem samkvæmt frumvarpinu væru löglegt. „Það passar ekki, svo þessi byssa yrði bönnuð.“ Sýndi hann einnig fjölmargar skammbyssur sem myndu verða ólöglegar nái frumvarpið fram að ganga. Þingmaður demókrata frá Texas, Sheila Jackson Lee, skaust inn í umræðuna á einum tímapukti, á meðan Steube sýndi vopnabúrið. „Ég vona að þessi byssa sé ekki hlaðin,“ sagði Jackson Lee. „Ég er heima hjá mér, ég get gert það sem mér sýnist við byssurnar mínar,“ svaraði Steube um hæl Biden kallar eftir aðgerðum Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í gær eftir banni gegn árásarskotvopnum eftir röð skotárása í Bandaríkjunum. Forsetinn ávarpaði þjóðina og spurði meðal annars að því hversu mikið blóðbað Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til að sætta sig við. Í síðasta mánuði létust fleiri en þrjátíu í tveimur stórum skotárásum; önnur átti sér stað í grunnskóla í Texas en hin í matvöruverslun í New York ríki. Biden kallaði einnig eftir því að bann yrði sett gegn skotfærum með mörgum skotum og benti á að almennir borgarar gætu, eins og sakir standa, keypt skotvopn með þrjú hundruð skota skothylkjum. Sem fyrr segir er ólíklegt að til aðgerða verði gripið, vegna andstöðu Repúblikana á þingi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 „Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55 Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
„Við getum ekki bannað harmleiki, en við getum gert Bandaríkin öruggari“ Joe Biden Bandaríkjaforseti heimsótti smábæinn Uvalde í dag til að votta aðstandendum fórnarlamba skotárásar í skóla í bænum sem framin var í vikunni. Forsetinn þurfti að fara í álíka heimsókn í síðustu viku. 29. maí 2022 17:55
Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. 29. maí 2022 15:42