Alfons segir úrslitin í Ísrael fín og vonast til að sjá sem flesta á Laugardalsvelli á mánudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2022 23:31 Alfons fagnar öðru marka Íslands í Ísrael ásamt liðsfélögum sínum. Ahmad Mora/Getty Images Alfons Sampsted, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, vonast eftir að fólk mæti á leikinn gegn Albaníu á mánudag og að íslenska liðið byggi ofan á fín úrslit í Ísrael. „Miðað við æfinguna áðan er mannskapurinn í flottum málum. Bjóst við að fleiri yrðu á hliðarlínunni eða á 50 prósent hraða en það var stemning í hópnum og ágætis kraftur í æfingunni, þetta lítur ágætlega út,“ sagði Alfons um stöðuna á liðinu eftir langt ferðalag. „Það sem við tökum með okkur er að við erum að slípa saman okkar leik, það sést í því að við náðum í úrslit. Ekki bestu úrslitin en ekki verstu úrslitin heldur. Við náðum í jafntefli, eitt stig á útivelli. Þetta er að koma,“ sagði hægri bakvörður Íslands aðspurður hvað liðið tæki með sér úr leiknum gegn Ísrael. „Hann flikkar honum framhjá mér og tekur hratt spin-off. Ég verð bara að taka þetta á mig, í fullkomnum heimi hefði ég tekið eitt skref til hliðar, stigið fyrir hann og lokað leiðinni upp kantinn fyrir hann. Það er einn þáttur sem ég hegði getað gert mun betur, eitthvað sem ég læri af og gerist vonandi ekki aftur.“ Vonast til að sjá sem flesta „Vonandi sjáum við lið sem er fullt af orku sem er enn betur skipulagt en á móti Ísrael og getur refsað. Vonandi kemur fólk á leikinn og horfir á okkur.“ „Höfum ekki farið djúpt ofan í þá, það gerum við í kvöld. Erfitt að segja nákvæmlega við hverju við búumst. Leikir við Albaníu áður fyrr hafa sýnt að þeir eru með lið sem spila hart. Eru með skýrt leikplan og fylgja því. Verður gaman að mæta þeim,“ sagði Alfons um lið Albaníu. „Það hefur klárlega áhrif. Ísrael var með fullt af fólki á leiknum - þeir skora og aðdáendurnir fagna - það gefur það þeim auka kraft. Þeir ná svo að setja pressu á okkur undir lokin þegar stuðningsfólkið tekur alvöru þátt í því. Þannig það væri gaman ef við gætum gert það í hina áttina, þar sem Íslendingarnir hjálpa okkur að setja pressu,“ sagði Alfons að endingu en Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli á mándag. Klippa: Alfons nokkuð sáttur en hefði átt að gera betur Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
„Miðað við æfinguna áðan er mannskapurinn í flottum málum. Bjóst við að fleiri yrðu á hliðarlínunni eða á 50 prósent hraða en það var stemning í hópnum og ágætis kraftur í æfingunni, þetta lítur ágætlega út,“ sagði Alfons um stöðuna á liðinu eftir langt ferðalag. „Það sem við tökum með okkur er að við erum að slípa saman okkar leik, það sést í því að við náðum í úrslit. Ekki bestu úrslitin en ekki verstu úrslitin heldur. Við náðum í jafntefli, eitt stig á útivelli. Þetta er að koma,“ sagði hægri bakvörður Íslands aðspurður hvað liðið tæki með sér úr leiknum gegn Ísrael. „Hann flikkar honum framhjá mér og tekur hratt spin-off. Ég verð bara að taka þetta á mig, í fullkomnum heimi hefði ég tekið eitt skref til hliðar, stigið fyrir hann og lokað leiðinni upp kantinn fyrir hann. Það er einn þáttur sem ég hegði getað gert mun betur, eitthvað sem ég læri af og gerist vonandi ekki aftur.“ Vonast til að sjá sem flesta „Vonandi sjáum við lið sem er fullt af orku sem er enn betur skipulagt en á móti Ísrael og getur refsað. Vonandi kemur fólk á leikinn og horfir á okkur.“ „Höfum ekki farið djúpt ofan í þá, það gerum við í kvöld. Erfitt að segja nákvæmlega við hverju við búumst. Leikir við Albaníu áður fyrr hafa sýnt að þeir eru með lið sem spila hart. Eru með skýrt leikplan og fylgja því. Verður gaman að mæta þeim,“ sagði Alfons um lið Albaníu. „Það hefur klárlega áhrif. Ísrael var með fullt af fólki á leiknum - þeir skora og aðdáendurnir fagna - það gefur það þeim auka kraft. Þeir ná svo að setja pressu á okkur undir lokin þegar stuðningsfólkið tekur alvöru þátt í því. Þannig það væri gaman ef við gætum gert það í hina áttina, þar sem Íslendingarnir hjálpa okkur að setja pressu,“ sagði Alfons að endingu en Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli á mándag. Klippa: Alfons nokkuð sáttur en hefði átt að gera betur
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram