Það var ekki mikið að frétta í vor þó svo að það hafi komið eitt og einn góður dagur en við höfum heyrt frá nokkrum veiðimönnum sem hafa verið við veiðar í vatninu síðustu daga og fréttir af veiði eru góðar. Flestir hafa fengið eitthvað en algengt er að vanir veiðimenn við vatnið séu að fá fá 5-10 bleikjur yfir daginn þegar skilyrðin eru góð.
Það sést bleikja vaka víða um vatnið en veiðin hefur verið langsamlega best við hraunið eins og venjuliega á þessum árstíma. Þetta er 1-3 punda bleikja sem er að veiðast og hún er í góðum holdum en eins veiðimenn þekkja er bleikjan úr vatninu frábær matfiskur.
Samræmi var í því þegar veiðimenn hafa verið spurðir um hvapa fluga er að gefa best þessa dagana en litlar grænar púpur og marflóalíki, helst grænleitar, hafa verið að gefa best.