Sádar borga til að mæta Íslandi: „Skil alveg að það séu ekki allir sáttir“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2022 08:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir samspil íþrótta og pólitíkur flókið. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður knattspyrnusambands Íslands, kveðst skilja það að ekki séu allir sáttir við þá ákvörðun KSÍ að þiggja boð Sádi-Arabíu um vináttulandsleik. Hún telji þó betra að eiga samtal og reyna að nýta fótboltann til góðs en að sniðganga þjóðir. Karlalandslið Íslands í fótbolta mun mæta Sádi-Arabíu í vináttulandsleik 6. nóvember, í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu greiðir allan kostnað vegna leiksins fyrir KSÍ en Sádar nýta leikinn til að undirbúa sig fyrir sitt sjötta heimsmeistaramót; hið umdeilda HM í Katar sem hefst tveimur vikum eftir leikinn. „Allur kostnaður er greiddur af þeim“ Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International auk Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa bent á að mannréttindi séu fótum troðin í Sádi-Arabíu. Síðustu ár hefur til að mynda verið fjallað um mikinn fjölda dauðarefsinga og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en einnig að pyntingar séu notaðar sem refsing, tjáningarfrelsi sé heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda kveðst vel meðvituð um umræðuna um mannréttindabrot í Sádi-Arabíu og það sjónarmið sumra að KSÍ hefði átt að hafna tilboði Sáda en bendir á að Sádar séu fullgildir meðlimir í alþjóða fótboltasamfélaginu. Sambandið hafi þó leitað ráðlegginga hjá utanríkisráðuneytinu í fyrra varðandi möguleikann á að semja við Sáda og fengið það svar að ráðuneytið sæi ekkert athugavert við það. Íslenska landsliðið fer til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í nóvember og spilar þar við Sádi-Arabíu.vísir/Diego „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ segir Vanda. Frumkvæðið að því að leikurinn færi fram kom frá Sádum: „Þeir höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ segir Vanda. Leituðu ráða hjá utanríkisráðuneytinu „Þetta er líka svolítið flókið; hvort íþróttir og pólitík eigi leið saman. Hvaða lönd megum við þá spila við og hver ekki? Við höfum sagt að í stað þess að sniðganga sé betra að ná samtali, leiða fólk saman og fá breytingar þannig. Nota íþróttirnar sem tæki til félagslegra breytinga. Við heyrðum í utanríkisráðuneytinu á sínum tíma [í fyrra] til að vita hvort að þar væri talið að eitthvað mælti gegn því að við spiluðum þennan leik. Svo var ekki. Við höfum því frekar viljað fara þessa leið. Taka samtalið og reyna að nota fótboltann til breytinga til góðs,“ segir Vanda. Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Sádi-Arabía Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Karlalandslið Íslands í fótbolta mun mæta Sádi-Arabíu í vináttulandsleik 6. nóvember, í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu greiðir allan kostnað vegna leiksins fyrir KSÍ en Sádar nýta leikinn til að undirbúa sig fyrir sitt sjötta heimsmeistaramót; hið umdeilda HM í Katar sem hefst tveimur vikum eftir leikinn. „Allur kostnaður er greiddur af þeim“ Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International auk Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa bent á að mannréttindi séu fótum troðin í Sádi-Arabíu. Síðustu ár hefur til að mynda verið fjallað um mikinn fjölda dauðarefsinga og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en einnig að pyntingar séu notaðar sem refsing, tjáningarfrelsi sé heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda kveðst vel meðvituð um umræðuna um mannréttindabrot í Sádi-Arabíu og það sjónarmið sumra að KSÍ hefði átt að hafna tilboði Sáda en bendir á að Sádar séu fullgildir meðlimir í alþjóða fótboltasamfélaginu. Sambandið hafi þó leitað ráðlegginga hjá utanríkisráðuneytinu í fyrra varðandi möguleikann á að semja við Sáda og fengið það svar að ráðuneytið sæi ekkert athugavert við það. Íslenska landsliðið fer til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í nóvember og spilar þar við Sádi-Arabíu.vísir/Diego „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ segir Vanda. Frumkvæðið að því að leikurinn færi fram kom frá Sádum: „Þeir höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ segir Vanda. Leituðu ráða hjá utanríkisráðuneytinu „Þetta er líka svolítið flókið; hvort íþróttir og pólitík eigi leið saman. Hvaða lönd megum við þá spila við og hver ekki? Við höfum sagt að í stað þess að sniðganga sé betra að ná samtali, leiða fólk saman og fá breytingar þannig. Nota íþróttirnar sem tæki til félagslegra breytinga. Við heyrðum í utanríkisráðuneytinu á sínum tíma [í fyrra] til að vita hvort að þar væri talið að eitthvað mælti gegn því að við spiluðum þennan leik. Svo var ekki. Við höfum því frekar viljað fara þessa leið. Taka samtalið og reyna að nota fótboltann til breytinga til góðs,“ segir Vanda.
Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Sádi-Arabía Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira