Réttarhöld yfir Blatter og Platini hefjast í dag Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júní 2022 11:01 Platini og Blatter hafa þegar verið dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta en gætu átt frekari refsingu yfir höfði sér. Martin Rose/Getty Images Réttarhöld vegna meintrar spillingar og fjársvika Sepps Blatter, fyrrum forseta FIFA, og Michels Platini, fyrrum forseta UEFA, hefjast í Bellinzona í Sviss í dag. Blatter og Platini eru sakaðir um að hafa svikið fé út úr FIFA en báðir þurftu þeir að segja af sér vegna málsins á sínum tíma. Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 21. desember 2015 og Platini steig einnig frá borði sama dag sem forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. Platini þurfti þá einnig að falla frá áformum sínum um að fara í forsetaframboð hjá FIFA. Báðir sögðu þeir af sér í skugga stærri skandals sem skók fótboltaheiminn á þeim tíma, en bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók fjölda stjórnenda hjá FIFA í maí 2015. Svissnesk lögregluyfirvöld hófu rannsókn sama ár vegna greiðslu frá FIFA til Platini upp á tvær milljónir bandaríkjadala sem hafði átt sér stað fjórum árum áður, 2011. Á meðal kæruliða er ásökun gegn Blatter fyrir að falsa skjöl tengd greiðslunni. Hann greindi frá því að greiðslan væri fyrir ráðgjafahlutverk Platinis á fyrsta kjörtímabili Blatters sem forseta, árin 1998 til 2002. Enginn skriflegur samningur er til um slíkt hlutverk Frakkans. Báðir hafa þeir neitað sök í málinu og segjast hafa náð munnlegu samkomulagi um ráðgjafastörf Platinis árið 1998. Sú vörn skilaði litlum árangri fyrir siðanefnd FIFA, með þeim afleiðingum að þeir voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta, og þá varð árangur þeirra litlu meiri við áfrýjanir til Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS. Platini sendi reikning vegna greiðslunnar til FIFA í janúar 2011, 13 árum eftir að meint samkomulag á að hafa náðst milli félaganna, en aðeins örfáum vikum eftir að Katar var veittur hýsingarréttur á HM 2022. Reikningurinn var snarlega greiddur er Blatter stóð að undirbúningi fyrir framboð sitt til endurkjörs í forsetastóli. Enginn þeirra 22 manna úr framkvæmdanefnd FIFA sem kusu um HM í Katar er enn við störf hjá sambandinu, og hafa þeir allir ýmist verið kærðir, ásakaðir eða dæmdir fyrir spillingu í sínum störfum fyrir FIFA. Blatter mun bera vitnisburð fyrir rétti í dag og Platini á morgun. Búist er við að dómsúrskurður verði borinn upp í málinu eftir tvær vikur, þann 22. júní. FIFA Sviss Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Blatter og Platini eru sakaðir um að hafa svikið fé út úr FIFA en báðir þurftu þeir að segja af sér vegna málsins á sínum tíma. Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 21. desember 2015 og Platini steig einnig frá borði sama dag sem forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA. Platini þurfti þá einnig að falla frá áformum sínum um að fara í forsetaframboð hjá FIFA. Báðir sögðu þeir af sér í skugga stærri skandals sem skók fótboltaheiminn á þeim tíma, en bandaríska alríkislögreglan, FBI, handtók fjölda stjórnenda hjá FIFA í maí 2015. Svissnesk lögregluyfirvöld hófu rannsókn sama ár vegna greiðslu frá FIFA til Platini upp á tvær milljónir bandaríkjadala sem hafði átt sér stað fjórum árum áður, 2011. Á meðal kæruliða er ásökun gegn Blatter fyrir að falsa skjöl tengd greiðslunni. Hann greindi frá því að greiðslan væri fyrir ráðgjafahlutverk Platinis á fyrsta kjörtímabili Blatters sem forseta, árin 1998 til 2002. Enginn skriflegur samningur er til um slíkt hlutverk Frakkans. Báðir hafa þeir neitað sök í málinu og segjast hafa náð munnlegu samkomulagi um ráðgjafastörf Platinis árið 1998. Sú vörn skilaði litlum árangri fyrir siðanefnd FIFA, með þeim afleiðingum að þeir voru dæmdir í lífstíðarbann frá fótbolta, og þá varð árangur þeirra litlu meiri við áfrýjanir til Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS. Platini sendi reikning vegna greiðslunnar til FIFA í janúar 2011, 13 árum eftir að meint samkomulag á að hafa náðst milli félaganna, en aðeins örfáum vikum eftir að Katar var veittur hýsingarréttur á HM 2022. Reikningurinn var snarlega greiddur er Blatter stóð að undirbúningi fyrir framboð sitt til endurkjörs í forsetastóli. Enginn þeirra 22 manna úr framkvæmdanefnd FIFA sem kusu um HM í Katar er enn við störf hjá sambandinu, og hafa þeir allir ýmist verið kærðir, ásakaðir eða dæmdir fyrir spillingu í sínum störfum fyrir FIFA. Blatter mun bera vitnisburð fyrir rétti í dag og Platini á morgun. Búist er við að dómsúrskurður verði borinn upp í málinu eftir tvær vikur, þann 22. júní.
FIFA Sviss Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira