Gengst við röngum fullyrðingum en segir viðsnúning núverandi meirihluta með ólíkindum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júní 2022 13:01 Miklar deilur eru um Hamarshöllina í Hveragerði. vísir Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis gengst við því að enginn samningur sé til um kaup á dúk fyrir íþróttahöll í bænum, þrátt fyrir tilkynningu hennar þess efnis undirritun væri í höfn. Hún segir viðsnúning núverandi meirihluta í málinu með ólíkindum. Nýr meirihluti í Hveragerði sem samanstendur af Framsóknarflokki og Okkar Hveragerði sendi í gær út fréttatilkynningu þar sem hann segir fyrrum meirihluta Sjálfstæðisflokks aldrei hafa pantað nýjan Dúk fyrir uppblásið íþróttahús í bænum. „Óljóst er hvers vegna þáverandi bæjarstjóri ákvað að fylgja ekki eftir ákvörðun þáverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins um að panta nýjan dúk frá Duol. Þó er ljóst að upplýsingar sem koma fram í frétt frá fyrrum bæjarstjóra á vef bæjarins frá 28. apríl sl. um að samningur hafi verið undirritaður um kaup á nýjum dúk frá Duol er ekki rétt þar sem enginn samningur virðist liggja fyrir, heldur aðeins tilboð sem hefur einungis verið undirritað af hálfu Hveragerðisbæjar, en ekki Duol,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að pöntun á efni í dúkinn sé í byrjunarfasa en vegna stöðu á heimsmarkaði geti það tekið tíma. Því er ekki víst hvort hægt sé að koma húsinu upp fyrir veturinn. Gengst við því að enginn samningur sé til Aldís Hafsteinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis skrifaði tilkynningu á síðu bæjarins í apríl þar sem fram kemur að samningur hafi verið undirritaður um kaup á dúknum, en núverandi meirihluti segir engan samning liggja fyrir. „Já þetta eru mistök hjá mér og ég gengst fúslega við þeim. Við undirritum þarna tilboð. Í kjölfarið á samþykktu tilboði þarf að fara í samningagerðina og hún var eftir. Það liggur alveg fyrir að tilboð í dúkinn var lagt fyrir bæjarstjórn, það var undirritað í kjölfarið. Eins og allir þekkja sem þekkja til samninga þá er það þannig að um leið og við erum búin að undirrita tilboð og senda erlendis þá er samningur, þá er orðið gilt tilboð,“ segir Aldís. „Aftur á móti vorum við ekki búin að ganga frá samningi enda það sem gerist hér í Hveragerði er að hér logar bæjarfélagið stafna á milli og það er núverandi meirihluti sem stóð fyrir þeirri umræðu, með mjög mikilli óvæginni gagnrýni á Hamarshöllina og á þá ákvörðun þáverandi meirihluta um að endurnýja dúkinn sem þó var gert með fullri vitund og vilja íþróttafélagsins.“ Aldís Hafseinsdóttir er fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis.vísir/vilhelm Aldís segir að tekin hafi verið ákvörðun um að ganga ekki frá endanlegum samningi. „Vegna þess líka að núverandi meirihluti, þau sem vinna kosningarnar, þau gera það ekki síst vegna andstöðu sinnar við Hamarshöllina.“ Saka Sjálfstæðisflokk um aðgerðarleysi Hamarshöllin hafi verið stóra málið í kosningunum. Núverandi meirihluti segir að þar sem pöntunarferli sé í byrjunarfasa vegna aðgerðarleysis Sjálfstæðisflokks sé ekki víst hvort hægt verði að koma húsinu upp fyrir veturinn. Aldís segir að ekki sé hægt að komast hjá þeirri staðreynd að núverandi meirihluti vildi ekki höllina, því sé viðsnúningur Framsóknar og Okkar Hveragerðis í málinu með ólíkindum. „Það hefði verið mjög óábyrgt af okkur að undirrita, eða vinna og klára samning sem þar fyrir utan hefði þurft að fara fyrir bæjarstjórn örfáum dögum fyrir kosningar og binda þannig hendur meirihluta sem vildi ekki húsið,“ segir Aldís. Friðrik Sigurbjörnsson og Alda Pálsdóttir eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Hveragerði.aðsend Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Hveragerði taka undir með Aldísi og segja viðsnúning nýs meirihluta í málefnum Hamarshallarinnar með ólíkindum. „Var gagnrýni á Hamarshöllina eingöngu sett fram til að slá ryki í augu kjósenda og til að þyrla upp moldviðri í eigin þágu með það að markmiði að vinna kosningar? Skyndilega er það orðið afar slæmt að pöntun á dúk sé í byrjunarfasa og ekki sé búið að klára samningagerð þannig að hægt sé að byggja upp Hamarshöllina að nýju strax í haust. Er þessi málflutningur með öllu óskiljanlegur enda í engu samræmi við það sem þessir sömu aðilar sögðu fyrir kosningar,“ segir í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks í bænum. Tekist á um höllina Í tilkynningunni kemur fram að öllum hafi verið ljóst að Okkar Hveragerði og Framsókn hafi verið mjög á móti loftborna íþróttahúsinu. „Í kjölfar þessarar umræðu fór í gang undirskriftasöfnun meðal íbúa þar sem óskað var borgarafundar og mikill hiti var í umræðunni um málið. Íbúafundur var síðan haldinn örfáum dögum fyrir kjördag 14. maí, þar sem engum gat dulist hversu mjög fulltrúar O-listans og Framsóknar var á móti kaupum á nýjum dúk og endurreisn Hamarshallarinnar.“ Því taldi þáverandi meirihluti ráðlagt að bíða með undirritun samnings þar til niðurstaða kosninganna lægi fyrir. Hveragerði Íþróttir barna Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hamar Tengdar fréttir Segja ekki rétt að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina Nýr meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir fullyrðingar fyrrverandi bæjarstjóra um að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina ekki réttar. 7. júní 2022 22:27 Hvergerðingar gera ráð fyrir rúmlega hundrað milljónum króna í bætur Fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis segir framtíð Hamarshallarinnar, sem varð mikið bitbein í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, alfarið vera í höndum nýrrar bæjarstjórnar. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir því að tjónabætur vegna hallarinnar muni nema 108 milljónum króna. 26. maí 2022 11:43 Gagnrýna að endurreisa eigi 5.000 fermetra hús sem fauk í heilu lagi Minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks að endurreisa uppblásna íþróttahöll sem fauk í óveðri í febrúar án frekari greiningarvinnu. 14. apríl 2022 21:06 Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar. 2. apríl 2022 14:04 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Nýr meirihluti í Hveragerði sem samanstendur af Framsóknarflokki og Okkar Hveragerði sendi í gær út fréttatilkynningu þar sem hann segir fyrrum meirihluta Sjálfstæðisflokks aldrei hafa pantað nýjan Dúk fyrir uppblásið íþróttahús í bænum. „Óljóst er hvers vegna þáverandi bæjarstjóri ákvað að fylgja ekki eftir ákvörðun þáverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins um að panta nýjan dúk frá Duol. Þó er ljóst að upplýsingar sem koma fram í frétt frá fyrrum bæjarstjóra á vef bæjarins frá 28. apríl sl. um að samningur hafi verið undirritaður um kaup á nýjum dúk frá Duol er ekki rétt þar sem enginn samningur virðist liggja fyrir, heldur aðeins tilboð sem hefur einungis verið undirritað af hálfu Hveragerðisbæjar, en ekki Duol,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að pöntun á efni í dúkinn sé í byrjunarfasa en vegna stöðu á heimsmarkaði geti það tekið tíma. Því er ekki víst hvort hægt sé að koma húsinu upp fyrir veturinn. Gengst við því að enginn samningur sé til Aldís Hafsteinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis skrifaði tilkynningu á síðu bæjarins í apríl þar sem fram kemur að samningur hafi verið undirritaður um kaup á dúknum, en núverandi meirihluti segir engan samning liggja fyrir. „Já þetta eru mistök hjá mér og ég gengst fúslega við þeim. Við undirritum þarna tilboð. Í kjölfarið á samþykktu tilboði þarf að fara í samningagerðina og hún var eftir. Það liggur alveg fyrir að tilboð í dúkinn var lagt fyrir bæjarstjórn, það var undirritað í kjölfarið. Eins og allir þekkja sem þekkja til samninga þá er það þannig að um leið og við erum búin að undirrita tilboð og senda erlendis þá er samningur, þá er orðið gilt tilboð,“ segir Aldís. „Aftur á móti vorum við ekki búin að ganga frá samningi enda það sem gerist hér í Hveragerði er að hér logar bæjarfélagið stafna á milli og það er núverandi meirihluti sem stóð fyrir þeirri umræðu, með mjög mikilli óvæginni gagnrýni á Hamarshöllina og á þá ákvörðun þáverandi meirihluta um að endurnýja dúkinn sem þó var gert með fullri vitund og vilja íþróttafélagsins.“ Aldís Hafseinsdóttir er fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis.vísir/vilhelm Aldís segir að tekin hafi verið ákvörðun um að ganga ekki frá endanlegum samningi. „Vegna þess líka að núverandi meirihluti, þau sem vinna kosningarnar, þau gera það ekki síst vegna andstöðu sinnar við Hamarshöllina.“ Saka Sjálfstæðisflokk um aðgerðarleysi Hamarshöllin hafi verið stóra málið í kosningunum. Núverandi meirihluti segir að þar sem pöntunarferli sé í byrjunarfasa vegna aðgerðarleysis Sjálfstæðisflokks sé ekki víst hvort hægt verði að koma húsinu upp fyrir veturinn. Aldís segir að ekki sé hægt að komast hjá þeirri staðreynd að núverandi meirihluti vildi ekki höllina, því sé viðsnúningur Framsóknar og Okkar Hveragerðis í málinu með ólíkindum. „Það hefði verið mjög óábyrgt af okkur að undirrita, eða vinna og klára samning sem þar fyrir utan hefði þurft að fara fyrir bæjarstjórn örfáum dögum fyrir kosningar og binda þannig hendur meirihluta sem vildi ekki húsið,“ segir Aldís. Friðrik Sigurbjörnsson og Alda Pálsdóttir eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Hveragerði.aðsend Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Hveragerði taka undir með Aldísi og segja viðsnúning nýs meirihluta í málefnum Hamarshallarinnar með ólíkindum. „Var gagnrýni á Hamarshöllina eingöngu sett fram til að slá ryki í augu kjósenda og til að þyrla upp moldviðri í eigin þágu með það að markmiði að vinna kosningar? Skyndilega er það orðið afar slæmt að pöntun á dúk sé í byrjunarfasa og ekki sé búið að klára samningagerð þannig að hægt sé að byggja upp Hamarshöllina að nýju strax í haust. Er þessi málflutningur með öllu óskiljanlegur enda í engu samræmi við það sem þessir sömu aðilar sögðu fyrir kosningar,“ segir í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks í bænum. Tekist á um höllina Í tilkynningunni kemur fram að öllum hafi verið ljóst að Okkar Hveragerði og Framsókn hafi verið mjög á móti loftborna íþróttahúsinu. „Í kjölfar þessarar umræðu fór í gang undirskriftasöfnun meðal íbúa þar sem óskað var borgarafundar og mikill hiti var í umræðunni um málið. Íbúafundur var síðan haldinn örfáum dögum fyrir kjördag 14. maí, þar sem engum gat dulist hversu mjög fulltrúar O-listans og Framsóknar var á móti kaupum á nýjum dúk og endurreisn Hamarshallarinnar.“ Því taldi þáverandi meirihluti ráðlagt að bíða með undirritun samnings þar til niðurstaða kosninganna lægi fyrir.
Hveragerði Íþróttir barna Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hamar Tengdar fréttir Segja ekki rétt að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina Nýr meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir fullyrðingar fyrrverandi bæjarstjóra um að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina ekki réttar. 7. júní 2022 22:27 Hvergerðingar gera ráð fyrir rúmlega hundrað milljónum króna í bætur Fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis segir framtíð Hamarshallarinnar, sem varð mikið bitbein í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, alfarið vera í höndum nýrrar bæjarstjórnar. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir því að tjónabætur vegna hallarinnar muni nema 108 milljónum króna. 26. maí 2022 11:43 Gagnrýna að endurreisa eigi 5.000 fermetra hús sem fauk í heilu lagi Minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks að endurreisa uppblásna íþróttahöll sem fauk í óveðri í febrúar án frekari greiningarvinnu. 14. apríl 2022 21:06 Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar. 2. apríl 2022 14:04 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Segja ekki rétt að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina Nýr meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir fullyrðingar fyrrverandi bæjarstjóra um að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina ekki réttar. 7. júní 2022 22:27
Hvergerðingar gera ráð fyrir rúmlega hundrað milljónum króna í bætur Fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis segir framtíð Hamarshallarinnar, sem varð mikið bitbein í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, alfarið vera í höndum nýrrar bæjarstjórnar. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir því að tjónabætur vegna hallarinnar muni nema 108 milljónum króna. 26. maí 2022 11:43
Gagnrýna að endurreisa eigi 5.000 fermetra hús sem fauk í heilu lagi Minnihlutinn í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks að endurreisa uppblásna íþróttahöll sem fauk í óveðri í febrúar án frekari greiningarvinnu. 14. apríl 2022 21:06
Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar. 2. apríl 2022 14:04