Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2022 06:16 Neyðarstiginu var aflétt stuttu eftir lendingu. Vísir/Vilhelm Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. Samkvæmt frétt RÚV tilheyrir vélin, sem var af gerðinni Airbus 320, flugfélaginu Play og voru 105 manns um borð í henni. Þar segir einnig að vandræðin hafi verið vegna eldsneytis en ekki er vitað hversu alvarleg vandræðin voru. „Vélin sendir tilkynningu um vandamál með eldsneyti. Þá fer viðbragðsáætlun af stað og kallað út rautt hættustig vegna þessara upplýsinga. Viðbragðið er í samræmi við viðbragðsáætlanir. Síðan kemur flugvélin og lendir heilu að höldnu og viðbúnaðurinn afturkallaður,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Birgir Olgeirsson, samskiptafulltrúi Play, segir að ekki hafi verið um að ræða vandamál á eldsneytinu. Hann gat þó ekki gefið upp hvers eðlis vandamálið var og segir að málið sé í rannsókn núna. Frekari upplýsinga mætti vænta seinna í dag. Í samtali við fréttastofu staðfestir varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja að tveir sjúkrabílar hafi farið á vettvang. Engin slys urðu á farþegum vélarinnar. Þegar vélin lenti var henni ekki ekið beint að flugstöðinni heldur að austurhlaði flugvallarins. Rautt neyðarstig þýðir að allir viðbragðsaðilar eru settir á hæsta viðbúnaðarstig. Sem fyrr segir var því aflétt eftir að vélinni var lent með alla farþega heila á húfi. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Samkvæmt frétt RÚV tilheyrir vélin, sem var af gerðinni Airbus 320, flugfélaginu Play og voru 105 manns um borð í henni. Þar segir einnig að vandræðin hafi verið vegna eldsneytis en ekki er vitað hversu alvarleg vandræðin voru. „Vélin sendir tilkynningu um vandamál með eldsneyti. Þá fer viðbragðsáætlun af stað og kallað út rautt hættustig vegna þessara upplýsinga. Viðbragðið er í samræmi við viðbragðsáætlanir. Síðan kemur flugvélin og lendir heilu að höldnu og viðbúnaðurinn afturkallaður,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Birgir Olgeirsson, samskiptafulltrúi Play, segir að ekki hafi verið um að ræða vandamál á eldsneytinu. Hann gat þó ekki gefið upp hvers eðlis vandamálið var og segir að málið sé í rannsókn núna. Frekari upplýsinga mætti vænta seinna í dag. Í samtali við fréttastofu staðfestir varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja að tveir sjúkrabílar hafi farið á vettvang. Engin slys urðu á farþegum vélarinnar. Þegar vélin lenti var henni ekki ekið beint að flugstöðinni heldur að austurhlaði flugvallarins. Rautt neyðarstig þýðir að allir viðbragðsaðilar eru settir á hæsta viðbúnaðarstig. Sem fyrr segir var því aflétt eftir að vélinni var lent með alla farþega heila á húfi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira